Fréttablaðið - 14.01.2022, Page 2

Fréttablaðið - 14.01.2022, Page 2
Aðeins 45 prósent af skurðstofurýmum eru í notkun vegna þess að starfsfólk er sinna Covid-sjúklingum. Már Kristjánsson, yfirlæknir smit- sjúkdómadeildar Landspítalans Úlfur og Elín í Gerðarsafni Kíktu í heimsókn og gerðu góð kaup! 7.-15. janúar Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is 10-50% AFSLÁTTUR ÚTSALA AF VÖLDUM VÖRUM adalheidur@frettabladld.is DÓMSMÁL Lögmaðurinn Sigrún Jóhannsdóttir, sem er fyrrverandi réttargæslumaður brotaþola svo­ kallaðs meðhöndlara, reyndi að koma sér undan vitnaskyldu í nauðgunarmáli gegn meðhöndlar­ anum sem flutt var í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Lögmaðurinn er á vitnalista hins ákærða en verjandi hans hefur áður lýst því að hann telji lögmanninn sjálfan hafa aug­ lýst eftir brotaþolum til að kæra meðhöndlarann. Bar lögmaðurinn þau boð til dómara í gær að hún hefði ekki tíma til að bera vitni. Eftir að dómarinn ítrekaði vitnaskylduna féllst lög­ maðurinn á að gefa símaskýrslu í dag. Um tíu vitni gáfu skýrslu í gær auk ákærða og brotaþola. Fleiri vitni gefa skýrslu í dag. Mun Frétta­ blaðið fjalla nánar um málið á fretta bladid. is. Málið sem nú er f lutt í héraðs­ dómi varðar fimmtu ákæruna um nauðgun á hendur meðhöndlar­ anum Jóhannesi Tryggva Svein­ björnssyni. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum. ■ Brýndi vitnaskylduna fyrir lögmanni Dagmar Ösp Vésteinsdóttir sak- sóknari og Steinbergur Finnbogason verjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kristinnpall@frettabladid.is HANDBOLTI Strákarnir okkar hefja leik á Evrópumótinu í handbolta í kvöld þegar Ísland mætir Portúgal í stærstu handboltahöll Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og fer fram í Búdapest. Þetta er annað stórmótið í röð sem Ísland hefur leik gegn Portúgal og þriðja stórmótið í röð sem liðin mætast. Íslenska liðið er í sterkum riðli þar sem öll lið geta strítt hvert öðru og mega Strákarnir okkar því varla við því að misstíga sig í kvöld gegn Portúgal. Það er því Íslandi í hag að liðið sé fullskipað og engin smit að angra leikmannahópinn. ■ Landsliðið byrjar strax á lykilleik Frá landsliðsæfingu í gær. MYND/HSÍ Ísland er í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Búist er við að ríkisstjórnin samþykki hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kóróna­ veirufaraldursins, með vísan í nýtt minnisblað sóttvarna­ læknis. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stjórnvöld verða að auka styrki til fyrirtækja. gar@frettabladid.is kristinnpall@frettabladid.is COVID-19 „Ég einfaldlega fullyrði að það verður þungt hljóð í atvinnu­ lífinu ef það á að fara að herða enn frekar,“ segir Halldór Benjamín Þor­ bergsson, framkvæmdastjóri Sam­ taka atvinnulífsins, um líklegar breytingar á sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin ræðir í dag nýja tillögu Þórólfs Guðnasonar sótt­ varnalæknis um aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónaveitusmita. Meðferðis á fundinn hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað frá Þórólfi, aðeins þremur dögum eftir að ríkisstjórnin samþykkti óbreyttar aðgerðir til mánaðamóta. Kom þá fram að regl­ ur yrðu hertar enn frekar ef þróun faraldursins yrði ekki snúið. Aðspurður hvort Landspítalinn hafi óskað eftir því að gripið verði til hertra aðgerða segir Már Krist­ jánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma­ deildar, að það sé ekki spítalans að ákveða. „Spítalinn sem slíkur hefur enga skoðun á því hvort það verði hertar aðgerðir eða ekki þó að sumir starfs­ menn hafi sagt sitt sjónarmið. Við höfum bent á það hvernig verk­ efnastaðan okkar er þessa dagana. Við erum í miklum önnum við að sinna bæði Covid­sjúklingum og brýnustu verkefnum. Þegar spurt er út í okkar sjónarmið bendum við á þetta orsakasamhengi á milli hlutanna. Eitt sjónarmið er að skella öllu í lás, en það er ekki eina sjónar­ miðið,“ segir Már. „Það verða ákveðnar hliðranir á öðrum verkefnum vegna þessa verk­ efnis. Það eru hlutir sem er verið að ýta á undan sér og fresta til þess að sinna brýnustu verkefnum og Covid. Aðeins 45 prósent af skurðstofu­ rýmum eru í notkun vegna þess að starfsfólk er að sinna Covid­sjúkl­ ingum, sem er ein af birtingarmynd­ um stöðunnar sem við vinnum við.“ Þótt hvorki sóttvarnalæknir né heilbrigðisráðherra hafi gefið upp í gær hvað felst í nýja minnisblaðinu má fastlega reikna með að sótt­ varnareglur verði hertar. Það gæti meðal annars falið í sér þrengri samkomutakmarkanir en tuttugu manna og að ýmsum fyrirtækjum, til dæmis líkamsræktarstöðvum og hárgreiðslustofum, yrði gert að loka tímabundið. Halldór Benjamín segir þegar vera þungt hljóðið hjá fyrirtækjum landsins vegna sóttvarnaaðgerða. „Stjórnvöld verða að styðja betur við atvinnulífið og útvíkka lokunar­ styrki og önnur fjárhagsleg úrræði. Við megum engan tíma missa og eðlileg krafa að stuðningsúr­ ræði fyrir atvinnulífið séu kynnt samhliða ef til stendur að herða sóttvarnareglur enn frekar,“ segir hann. Það hafi legið fyrir milli jóla og nýárs að starfsemi margra fyrir­ tækja var við það lamast. „Brugðist var við því með því að breyta reglum um sóttkví þannig að einstaklingar sem eru þríbólusettir gátu farið í smitgát í stað þess að fara í sóttkví. Það auðvitað léttir róður­ inn umtalsvert en það breytir því ekki að allt samfélagið, og atvinnu­ lífið þar með talið, er undirlagt um þessar mundir,“ segir framkvæmda­ stjóri Samtaka atvinnulífsins. ■ Þungt hljóð í atvinnulífinu vegna sóttvarnaaðgerða Ríkisstjórnin kemur saman fyrir hádegi í dag og ræðir þá nýtt minnisblað sóttvarnalæknis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Systkinin Elín Hansdóttir og Úlfur Hansson voru í óðaönn að setja upp sýningu í Gerðarsafni í gærkvöldi þegar ljósmyndara bar að garði. Sýningin er hluti af ljós- myndahátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir og verður opnuð í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 Fréttir 14. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.