Fréttablaðið - 14.01.2022, Síða 12

Fréttablaðið - 14.01.2022, Síða 12
Við höfum lagt upp með að fagna því sem við höfum þá, og það sem við höfum nóg af á þessum tíma er myrkrið. Í Borgarbyggð hefur myrkrinu verið fagnað undanfarin ár sem tækifæri til að eiga í raunveru- legum samskiptum við annað fólk. arnartomas@frettabladid.is Föstudagurinn dimmi er tiltölulega ung hefð sem verður í heiðri höfð í Borgar- byggð í sjötta skipti í dag. Um er að ræða hátíð sem hefst árlega á föstudegi fyrir bóndadag og lagt er upp með að gefa raf- tækjunum hvíld og njóta myrkursins. „Við hugsuðum með okkur að það væri skemmtilegt að hafa eitthvað á þeim árstíma sem er venjulega talinn frekar leiðinlegur,“ segir Eva Hlín Alfreðsdóttir sem er verkefnastjóri hátíðarinnar ásamt Heiði Hörn Hjart- ardóttur. „Við höfum lagt upp með að fagna því sem við höfum þá, og það sem við höfum nóg af á þessum tíma er myrkrið.“ Eva Hlín segir að í upphafi hafi verið pælingar um að hafa snjókastalakeppni en það sé þó ekki einu sinni hægt að ganga að snjónum sem vísum. „Við göngum þó alltaf að myrkrinu sem vísu,“ segir hún. „Þess vegna reynum við að létta undir á þessum tíma og fagna óhefðbundinni samveru.“ Vasaljósalýstur tröllasnáði Til þessa hefur hver hátíð einkennst af einhvers konar þema sem dregur inn- blástur í þjóðlegar rætur. Í ár eru það tröllin sem hljóta að teljast viðeigandi, verandi myrkraverur. Nokkrir liðir hafa þó alltaf verið fastir, þar á meðal vasa- ljósagangan í gegnum Bjargsskóg. „Þá búum við til leið í gegnum skóg- inn sem liggur á landi Heiðar Harnar að Bjargi,“ segir Eva Hlín. „Þá getur fjöl- skyldan komið saman með vasaljós og gengið leiðina í gegnum skóginn sem er vörðuð af endurskinsmerkjum.“ Undanfarin ár hafa Eva Hlín og Heið- ur Hörn tekið á móti leikskólahópum í skóginum með tilheyrandi kakóuppá- hellingum, kökum og sögustundum, en vegna samkomutakmarkana gengur það ekki eftir í ár. Þær hafa þó ekki dáið ráðalausar heldur hafa þær sent efni til leikskólanna, til dæmis upptökur frá Hjörleifi sagnamanni og efni til glugga- skreytinga. „Í ár er svo lítill Tröllasnáði falinn inni í skóginum og fólk er hvatt til að koma og finna hann og taka mynd af sér með honum,“ segir Eva Hlín. „Við höfum svo smá vinning til að hvetja fólk til að vera með.“ Rafmagnið fær hvíld Eins og komið hefur fram var hátíðin upphaf lega hugsuð sem eins konar áskorun til fólks um að hvíla rafmagns- drifin samskipti og eiga í raunverulegum samskiptum hvert við annað. Aðstæður í faraldrinum hafa þó aðeins breytt þar til. „Við gerum okkur grein fyrir því á hvaða tímum við lifum. Við erum búnar að láta aðeins undan og erum til að mynda komnar með myllumerki,“ segir Eva Hlín og hlær. „Samt leggjum við áfram áherslu á þetta. Þegar það voru hundrað ár liðin frá því að rafmagn var tengt á Borgarnes vorum við til að mynda með rafmagnslausan sólarhring þar sem við spurðum okkur hvað við gætum gert án þess.“ Eva Hlín segir að þótt að rafmagns- drifin samskipti séu nánast óhjákvæmi- leg í dag hvetji þær fólk til að stunda raunveruleg samskipti í myrkrinu. „Það er ákveðin auðlind í myrkrinu,“ segir hún. Föstudagurinn dimmi fékk á dög- unum samstarfssamning við Borgar- byggð og segja Eva Hlín og Heiður Hörn það sýna að hátíðin hafi skotið rótum í byggðinni. „Við erum voða montnar af að vera taldar þarna með,“ segir Eva Hlín. „Það er mikilvægt að við í Borgarbyggð höldum sögunum okkar á lofti fyrir komandi kynslóðir. Við búum á einum söguríkasta stað Íslands – hérna gerðust Íslendingasögurnar. Það er mikilvægt að miðla þessum arfi.“ Nánari upplýsingar um Föstudaginn dimma er að finna á Facebook-síðu hátíðarinnar. n Auðurinn í myrkrinu Þann 4. september 1972 tilkynnti Tom Parker, umboðsmaður Elvis Presley, að kóngurinn, eins og Presley var iðulega kallaður, myndi halda tón- leika í beinni útsendingu frá Hawaii sem sýndir yrðu á sjónvarpsstöðinni NBC. Hugmyndina að tónleikunum fékk Parker nokkrum mánuðum fyrr þegar hann sá beina útsendingu frá heimsókn Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta, til Kína. Mikið var lagt upp úr því að gera tónleikana hina glæsilegustu og var ekkert sparað til, hvorki þegar kom að sviðsmynd né búningum. Fram- leiðandi tónleikanna var þó ekki ánægður með frammistöðu Presleys á nýyfirstöðnum tónleikum og upplýsti kónginn um að hann yrði að létta sig fyrir tónleikana. Presley var ánægður með hreinskilnina og léttist um ellefu kíló á einum mánuði með auknum karateæfingum, breyttu mataræði og megrunartöflum. Tónleikarnir fóru svo fram þann 14. janúar klukkan 12.30 að staðartíma sem var kjörtími til að ná sem mestri útbreiðslu á heimsvísu. Eins og við mátti búast var áhorf gríðarlegt og voru áætlaðar áhorfstölur á heimsvísu um 1,3 milljarðar. Þeir brutu einnig blað sem fyrstu alþjóðlegu tónleikarn- ir sem sýndir voru í beinni útsendingu í gegnum gervihnött. n Þetta gerðist: 14. janúar 1973 Kóngurinn sprengir áhorfsmet á Hawaii 1918 Læknafélag Íslands stofnað. 1954 Marilyn Monroe giftist Joe DiMaggio. 1970 Klaus Rifbjerg hlýtur Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs, fyrstur Dana. 1976 Fyrsti Íslendingurinn hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, Ólafur Jóhann Sigurðsson. 1978 Johnny Rotten hættir í hljómsveitinni Sex Pistols. 2008 20 létust í árás Ísraelshers á Gasaströndina. 2013 Fyrsta rammaáætlun fyrir Ísland er samþykkt á Alþingi. Merkisatburðir Þema hátíðarinnar í ár eru tröllin sem búa í myrkrinu. MYND/AÐSEND Vegfarendur í Bjargsskógi gætu komið auga á lítinn tröllasnáða. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Péturs Jónssonar vörubílstjóra á Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grænuhlíðar og Skógarhlíðar á Hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir kærleiksríka og góða umönnun. Helga Eyjólfsdóttir G. Ómar Pétursson Jón Pétursson og fjölskyldur. Elskulegur sonur okkar og bróðir, Steingrímur S. Jónsson rafmagnsverkfræðingur, andaðist miðvikudagskvöldið 12. janúar. Jón Hilmar Stefánsson Elísabet Bjarnadóttir Bjarni Hilmar Jónsson Stefán Hrafn Jónsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarni Sigfússon síðast til heimilis að Funalind 15, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, síðastliðinn miðvikudag. Margrét Bjarnadóttir Sævar Óskarsson Sigfús Bjarnason Ástrós Sverrisdóttir Halla Rut Bjarnadóttir Agnar Örn Jónsson Brynja Rós Bjarnadóttir Guðmundur Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir mín, móðir og amma, Hrafnhildur Björnsdóttir (Bartels) lést á líknardeild Landspítalans 31. desember 2021. Erla Ólafsdóttir, börn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Inga Guðlaug Tryggvadóttir Eikarlundi 23, Akureyri, lést fimmtudaginn 6. janúar á Beykihlíð, Akureyri. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Ingu er bent á Krabbameinsfélagið. Þökkum starfsfólki Beykihlíðar fyrir kærleiksríka umönnun. Gestir þurfa að framvísa hraðprófi ekki eldra en 48 klst. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Friðfinnur Steindór Pálsson Ólafur Tryggvi Friðfinnsson Ásta Sólveig Albertsdóttir Herdís Anna Friðfinnsdóttir Jóhann Oddgeirsson Erna Rún Friðfinnsdóttir Kristinn Hólm Ásmundsson ömmu- og langömmubörn. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 14. janúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.