Fréttablaðið - 14.01.2022, Síða 25

Fréttablaðið - 14.01.2022, Síða 25
kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 16. janúar klukkan 14 verður Katrín Elvarsdóttir með listamannsspjall um verk sín og sýninguna Söngfugla í Hafnarborg. Sá dagur er jafnframt síðasti sýn- ingardagur sýningarinnar. Á sýningunni má sjá ný verk eftir listakonuna frá því að hún heim- sótti eyna Kúbu. Þar gekk hún um götur Havana með myndavélina að vopni en hún tók sérstaklega eftir því að margir eyjarbúar halda söng- fugla í búrum á heimilum sínum. Katrín hefur haldið fjölda einka- sýninga hérlendis og erlendis. Þá hafa verk hennar verið sýnd á samsýningum víða. Fjórar bækur hafa áður verið gefnar út með ljós- myndum Katrínar og verður bókin Songbirds, sem kemur út samhliða sýningu hennar í Hafnarborg, sú fimmta. ■ Listamannaspjall Katrínar í Hafnarborg Ljósmyndir Katrínar eru frá Kúbu. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Í tilefni af nýútkominni bók Úlfars Bragasonar, Reykjaholt Revisited: Representing Snorri in Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga, verður haldinn fyrirlestur í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar á morgun, laugardaginn 15. janúar klukkan 14. Bókin fjallar um mynd þá sem Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar dregur upp af Snorra Sturlusyni, um viðhorf og aðferðir sagnaritarans og textasamfélag hans. Í bókinni er lýsingin á Snorra og fjölskyldu hans í Reykholti greind og skýrð út frá frásagnarfræði verksins og ætlun höfundar með verkinu. Greiningin byggir á viðamikilli og frumlegri rannsókn og er unnin út frá ýmsum fræðikenningum sem mjög eru á oddinum þessa stundina: svo sem minnisrannsóknum, frásagnar- fræðum og tilfinningafræðum. Kynnir er Þórunn Sigurðardóttir rannsóknar prófessor. Strey mt verður frá fyrirlestrinum. ■ Fyrirlestur Úlfars Úlfar Bragason. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÖSTUDAGUR 14. janúar 2022 Menning 17FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.