Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
Skemmtileg bók fyrir
forvitin grunnskólabörn
og laumu jólasveina
Umer að ræða vandaða og fræðilega bók fyrir grunnskólabörn, meðævintýralegum
tilgangi. Tengd sögulegum stöðumáAusturlandi, íþróttamennsku ungviða og þekktra
persóna.Mikilvægi tengsla foreldar og barna. Hlýnun jarðar, heimsminjar, UNESCO
og innsýn í grænlenskamenningu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Eftirspurn eftir raforku hjá við-
skiptavinum Landsvirkjunar hefur
aukist mjög. Kaupendur fullnýta
raforkusamninga sína og raforku-
kerfið er fulllestað. Á sama tíma
er vatnsbúskapurinn á Þjórsár-
svæðinu verri en lengi hefur verið.
Verður því gripið til takmarkana á
afhendingu raforku í vetur sam-
kvæmt ákvæð-
um í skerðan-
legum
samningum, að
minnsta kosti til
fiskimjölsverk-
smiðja.
„Við sjáum
mikla aukningu
eftirspurnar hjá
viðskiptavinum
okkar, við sjáum
met í því, og
það gengur vel þvert á allar grein-
ar iðnaðarins, ál, kísilmálm og
einnig gagnaver,“ segir Tinna
Traustadóttir, framkvæmdastjóri
sölu og þjónustu hjá Landsvirkj-
un.
Allir á fullum afköstum
Mikil breyting hefur orðið á
stuttum tíma, frá öldudalnum
vegna erfiðleika á heimsmarkaði
sem kórónuveirufaraldurinn skap-
aði. Til dæmis nýtti einn af
stærstu viðskiptavinum Lands-
virkjunar, Rio Tinto í Straumsvík,
sína samninga ekki til fulls og
framleiðsla kísilvers PCC á Bakka
við Húsavík lá niðri. Það skapaði
slaka á raforkumarkaðnum, ekki
var nýtt öll samningsbundin orka.
„Þetta hefur breyst hraðar en við
og greiningaraðilar áttum von á.
Nú um stundir eru mjög hagfelld-
ar ytri aðstæður hjá okkar við-
skiptavinum, hátt verð á afurðum
álvera og kísilvera. Hækkunin er í
sumum tilvikum 100% frá lægsta
verði,“ segir Tinna. Bendir hún á
sem dæmi að Rio Tinto reki álver
sitt með fullum afköstum og PCC
reki báða sína bræðsluofta á fullum
afköstum.
Nú er staðan sú að viðskiptavinir
Landsvirkjunar fullnýta almennt
raforkusamninga sína og biðja um
að fá að kaupa meira. Gagnaverin
vilja kaupa meiri orku. Eftirspurn-
in er ekki síst eftir orku úr end-
urnýjanlegum orkulindum. Þrýst-
ingur er á lágt kolefnisspor í allri
virðiskeðjunni. Tinna segir að þessi
eftirspurn endurspeglist í raforku-
verði til stórnotenda, það hafi aldr-
ei verið hærra en nú vegna þess að
afurðaverð sé í sögulegu hámarki.
„Við erum með langtíma-
viðskiptasambönd við viðskiptavini
okkar og stöndum við þá samninga.
Hins vegar erum við með nokkurn
veginn fulllestað raforkukerfi og
þurfum að meta það frá degi til
dags hvort við höfum borð fyrir
báru til að svara aukinni eftirspurn
frá stórnotendum,“ segir Tinna
spurð um möguleika á að bæta við
viðskiptavinum.
Skerða fyrst afgangsorku
Um 90% af samningum Lands-
virkjunar um raforkuksölu eru um
svokallaða forgangsorku. Ýmsir
viðskiptavinir hafa einnig samið um
kaup á skerðanlegri orku. Fela þeir
samningar það í sér að viðskipta-
vinirnir þurfa að sæta skerðingum
á afhendingu ef ekki er til næg
orka og það endurspeglast í hag-
stæðum viðskiptakjörum. Á þetta
við um fiskimjölsverksmiðjur, fisk-
þurrkanir og fjarvarmaveitur á
köldum svæðum. Samningarnir við
stærstu notendur eru langtíma-
samningar en í þeim er gert ráð
fyrir að í lélegum vatnsárum geti
komið til skerðingar.
Ekki hefur mikið reynt á slíkar
skerðingar á undanförnum árum.
Þess vegna brá mörgum í brún
þegar Landsvirkjun tilkynnti í
byrjun vikunnar skerðingu á raf-
orku til fiskimjölsbræðslna og fisk-
þurrkana. Við almennt ástand í
kerfinu bættist viðhald á Búrfells-
virkjun sem ekki var hægt að fresta.
Stóð skerðingin aðeins í nokkra
klukkutíma á miðvikudaginn.
Vatnsbúskapur virkjana Lands-
virkjunar er slakur í ár, sérstaklega
á Þjórsársvæðinu. Þórislón, sem er
stærsta miðlunarlón fyrirtækisins,
fylltist ekki áður en nýtt vatnsár
hófst, 1. október, og þróunin síðan
hefur ekki verið hagfelld vegna
þurrka. Hugsanlegt er að það rofi
eitthvað til í þessu efni en ekki er
hægt að fullyrða um það fyrirfram.
Það eykur síðan á vandræðin að
vegna takmarkana á flutningsgetu
byggðalínunnar á ákveðnum svæð-
um er ekki hægt að flytja jafn mikla
orku á milli svæða og þörf er á við
þessar aðstæður.
Nú er að hefjast stærsta loðnu-
vertíð í tæpa tvo áratugi og bræðsl-
urnar þurfa mikla orku til að
bræða þann hluta hráefnisins sem
ekki fer til manneldis. Ákveðið hef-
ur verið að takmarka afhendingu á
raforku til fiskimjölsverksmiðja í
janúar og áfram í vetur ef að-
stæður krefja, samkvæmt upplýs-
ingum Landsvirkjunar. Hugsanlegt
er að fleiri verði fyrir skerðingum
og nefnir Tinna fiskþurrkanir á
köldum svæðum í því sambandi.
Fiskimjölsverksmiðjurnar þurfa því
væntanlega að nota innflutta olíu
sem orkugjafa í vetur í meira mæli
en verið hefur síðustu ár.
Spurð um frekari skerðingar í
vetur segir Tinna að staðan sé
stöðugt vöktuð. Fleiri ákvarðanir
hafi ekki verið teknar en ef þróunin
verði ekki hagfelld sé ekki útilokað
að til þeirra komi. „Það er veruleik-
inn í lokuðu raforkukerfi eins og
okkar. Álag og veðurfar ráða því
hvort skerða þurfi afhendingu á
raforku og hversu mikil hún þá
verður. Jafnvel þótt það komi til
einhvers samdráttar verður raf-
orkuafhendingin í heild yfir 95%,“
segir Tinna.
Lítið afl að bætast við
Raforkunotkun á almenna mark-
aðnum eykst á hverju ári og orku-
skipti í samgöngum ganga hraðar
en margir reiknuðu með. Lítið er
verið að virkja. Komið hefur fram
að HS Orka er að stækka Reykja-
nesvirkjun með því að nýta betur
auðlindina. Sú stækkun samsvarar
allt að 30 megavöttum í uppsettu
afli. Þá er verið að byggja 6 MW
virkjun í Vopnafirði.
Nýjustu virkjanir Landsvirkjun-
ar eru Þeistareykjavirkjun og
stækkun Búrfells. Fyrirtækið er að
undirbúa byggingu Hvammsvirkj-
unar í Neðri-Þjórsá og á einhverja
möguleika á aflaukningu eldri
virkjana. Tinna segir að engar
ákvarðanir hafi verið teknar um
framkvæmdir og tekur fram að það
taki um það bil fjögur ár að reisa
virkjun og það leysi ekki vanda-
málin sem nú eru uppi.
Afhending raforku skert
- Raforkukerfið er fulllestað og vatnsbúskapurinn slakur - Leiðir það til takmarkana á afhendingu
raforku - Fiskimjölsverksmiðjurnar þurfa því að nota olíu í meira mæli en verið hefur síðustu ár
Ljósmynd/Landsvirkjun
Miðlun Þórisvatn á Tungnaár-Þjórsársvæðinu er stærsta miðlunarlón Landsvirkjunar. Lónið fylltist ekki við lok síð-
asta vatnsárs, 1. október, og þróunin síðan hefur ekki verið góð. Reynt er að nýta önnur lón til framleiðslu.
Tinna
Traustadóttir
Lagt er til að sóttvarnalæknir verði
framvegis skipaður af ráðherra í
stað þess að hann sé ráðinn af land-
lækni í áformum að nýjum sótt-
varnalögum, sem heilbrigðis-
ráðherra hefur birt á samráðsgátt
stjórnvalda. Þar er einnig lagt til að
fjölskipuð farsóttanefnd taki að
hluta við tillögugerð um opinberar
sóttvarnaráðstafanir sem eru á
hendi sóttvarnalæknis í dag en að
núverandi sóttvarnaráð verði á hinn
bóginn lagt niður og verkefni þess
flutt til farsóttanefndar, sóttvarna-
læknis og ráðherra.
Endurskoða stjórnsýsluna
Fram kemur í skýringum ráðu-
neytisins að tilgangur frumvarpsins
sé m.a. að endurskoða stöðu sótt-
varnalæknis innan stjórnsýslunnar
og stjórnsýslu sóttvarna þegar ráð-
ist er í opinberar sóttvarnaráðstaf-
anir. Alþingi samþykkti í febrúar sl.
breytingar á sóttvarnalögum í fram-
haldi af tillögum starfshóps og álits-
gerð Páls Hreinssonar lögfræðings.
Sl. sumar var svo nýjum starfshópi
falið að skrifa drög að nýjum heild-
arlögum um sóttvarnir.
„Að mati starfshópsins er það
ekki þannig að gildandi lög og reglur
dugi ekki til, t.d. í mótsspyrnu gegn
farsóttum. Þó er það þannig að rétt
er að skýra betur ákvarðanatöku
þegar opinberar sóttvarnaaðgerðir
eru ákvarðaðar. Þá er jafnframt rétt
að skýra stöðu sóttvarnalæknis inn-
an stjórnsýslunnar, t.a.m. um að
sóttvarnalæknir hafi tiltekið sjálf-
stæði gagnvart öðrum embættum og
að sóttvarnalæknir sé skipaður af
ráðherra,“ segir í umfjöllun ráðu-
neytisins.
Tekið er fram að heilbrigðis-
ráðherra áætli að mæla fyrir frum-
varpinu í mars á næsta ári.
Ráðherra skipi
sóttvarnalækni
- Farsóttanefnd geri líka tillögur
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Fundur Alma Möller landlæknir og
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.