Morgunblaðið - 03.12.2021, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
Starfsstöðvar Skattsins
verða lokaðar í dag,
föstudaginn 3. desember,
vegna starfsmannafundar.
Viðskiptavinum er bent á að
gagnlegar upplýsingar er að finna á
skatturinn.is
Við höfum
lokað í dag Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Allt að þriggja vikna bið er nú eftir
greiningu sveppasýna úr bygging-
um sem send eru til Náttúrufræði-
stofnunar Íslands. Vinna þessi fer
fram á Akureyrarsetri stofnunar-
innar en þangað hefur mikill fjöldi
sýna borist að undanförnu. „Við
höfum ekki undan sem stendur.
Oftast hefur bið eftir greiningu ver-
ið vika eða rúmlega það en núna er
hún töluvert lengri, segir Guðríður
Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðing-
ur hjá NI, í samtali við Morgun-
blaðið.
Ætla má að sýni sem berast í
desember verði ekki greind fyrr en
eftir áramót. Búist er við að það
hægi á vinnu við greiningarnar í
jólavikunni en vonir standa til að
fyrir þann tíma verði hægt að skila
niðurstöðum greininga þeirra sýna
sem nú hafa borist. Aukin þekking
manna á þeirri hættu sem stafar af
rakaskemmdum í húsum er örugg-
lega ástæða þess hversu mörg sýni
hafa borist upp á síðkastið.
„Undanfarið höfum við fengið
800-1.200 sveppasýni á ári til grein-
ingar. Flest voru sýnin 1.800 árið
2017,“ segir Guðríður Gyða. „Þegar
fólk grunar að um myglu eða raka
sé að ræða í byggingum eru oftast
ráðnir menn sem hafa sérhæft sig í
því að finna rakaskemmdir og or-
sakir þeirra og það eru þeir sem
taka sýni af byggingarefnum þar
sem grunur er um skemmdir en úr
stórum byggingum, eins og skólum,
geta þetta orðið þó nokkur sýni.
Stundum eru svo tekin sýni til að
staðfesta að efnið sé myglulaust.“
Í greiningum hjá NÍ eru efni
fyrst skoðuð í víðsjá og síðan eru
þau sem talin eru vera mygla at-
huguð frekar í smásjá. Niðurstöður
eru svo notaðar við mat á því
hversu víðtækar hreinsunaraðgerð-
ir þurfi að ráðast í.
Rakaskemmdir og mygla í hús-
um, þar sem sveppir eru á stundum
birtingarmyndin, hefur víða komið
upp á síðustu árum. Fossvogsskóli í
Reykjavík er þar eitt þekktasta
dæmið. Í slíkum málum athuga
kunnáttumenn húsin, greina orsak-
ir og eðli vandans, kanna loftgæði
og koma með tillögur að úrbótum.
Rannsóknir á sveppunum eru þar
mjög þýðingarmikið atriði, saman-
ber fyrrgreindur fjöldi sýna sem
berst.
Sveppirnir bíða
- Annir eru í greiningu á Akureyri
- Mygluð hús - Fjöldi sýna berst
Rannsókn Sérfræðingar á Akureyr-
arsetri Náttúrufræðistofnunar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Öll óvissa hefur tímabundin áhrif á
bókanir, sér í lagi nær í tíma. En til
lengri og millilangs tíma þurfum við
einfaldlega að bíða í einhverja daga
eða vikur og sjá hver áhrif þessa nýja
afbrigðis verða, alveg eins og sér-
fræðingar mæla með,“ segir Bogi
Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi segir að fréttir af hraðri út-
breiðslu Ómíkron-afbrigðisins hafi
ekki valdið neinum usla í flugrekstri,
hjá Icelandair sé tekið á málum af yf-
irvegun og það sama virðist gilda um
viðskiptavini fyrirtækisins. Bókunar-
flæði sé almennt sterkt og ekki hafi
þurft að breyta áætlunum. Hann seg-
ir jafnframt að þess sjáist ekki merki
að hertar aðgerðir í Evrópulöndum
hafi áhrif á áform um ferðalög til
lengri tíma.
„Bókunarstaðan er bara ágæt í all-
ar áttir og við erum nokkuð bjartsýn
á að svo verði áfram. Við bregðumst
auðvitað við því sem gerist í umhverf-
inu en jól og áramót líta ágætlega út
hjá okkur.“
Aukning á bókunum til landsins
Birgir Jónsson, forstjóri Play, seg-
ir að áætlanir félagsins hafi ekki
breyst við tíðindi af Ómíkron-
afbrigðinu og hertum aðgerðum í
löndum á borð við Bretland og Dan-
mörku. Né heldur að Ísland sé aftur
komið á rauðan lista vegna fjölda kór-
ónuveirusmita.
„Þegar við hófum rekstur í sumar
áttuðum við okkur á að það væri enn
ókyrrð í lofti og við vorum nú bara að
tilkynna þrjá nýja áfangastaði. Fólk
er ekki mikið að breyta eða afbóka en
það vantar kannski aðeins upp á að
fólk sé að ákveða með stuttum fyr-
irvara að hoppa til Köben yfir helgi.
Staðan er önnur en í sumar. Þá var
meira panikk þegar fjórða bylgjan
skall á. Nú er stór hluti fólks bólu-
settur og við merkjum til að mynda
bara aukningu á bókunum til lands-
ins. Fólk úti í heimi sem er bólusett
vill eflaust komast aðeins burt þegar
takmarkanir eru hertar í viðkomandi
löndum.“
Tölur frá Isavia um komur og
brottfarir í Leifsstöð yfir hátíðarnar
staðfesta orð forstjóranna um að bú-
ast megi við að margir verði á far-
aldsfæti. Ef aðeins er horft til fimm
stærstu daganna, 24.-26. desember
og 31. desember og 1. janúar, má sjá
að alls eru 246 flugferðir á áætlun,
120 komur og 126 brottfarir. Á sama
tíma í fyrra lá flug að mestu niðri
vegna áhrifa kórónuveirunnar.
Sömu daga í fyrra voru ferðirnar alls
18. Árið 2019 voru þær hins vegar
324 talsins.
Flestar flugferðanna í ár eru á
vegum Icelandair, 98 alls. Næstflest-
ar eru hjá Wizz Air, 48, en 32 hjá
Easy Jet. Play er með 24 ferðir á
áætlun þessa fimm daga en Trans-
avia og British Airways 10 hvort.
Óvissa hjá hótelunum en
þokkaleg staða um hátíðarnar
Kristófer Oliversson, fram-
kvæmdastjóri Centerhotels og for-
maður FHG, Fyrirtækja í hótel- og
gistiþjónustu,
segir að sú nei-
kvæða umræða
sem leiði af
fréttum af hert-
um aðgerðum og
tilkomu
Ómíkron-
afbrigðisins
hjálpi ekki
ferðaþjónust-
unni. Þótt frem-
ur lítið hafi verið
um afbókanir í hótelgeiranum hafi
engu að síður hægt á sölu. „Eld-
gosið er búið og Ísland orðið rautt
land svo óvissan er mjög mikil þess-
ar vikurnar. En vonandi róast um-
ræðan og það er jákvætt að þeir
sem eru búnir að bóka eru enn sem
komið er að skila sér, en vissulega
hefur hægt á sölu. Bókunarstaða á
hótelum á höfuðborgarsvæðinu um
jól og áramót er þó eftir atvikum
þokkaleg.“
Bókunarstaðan ágæt í allar áttir
- Forstjórar flugfélaganna segja að fréttir af útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins hafi ekki enn haft áhrif á
bókanir - 246 ferðir eru á áætlun til og frá landinu yfir hátíðarnar - Bókunarstaða hjá hótelum þokkaleg
44
53
97
6
12
6
77
35
42
57
33
24
2
44
24
20
0
81
46
35
49
27
22
Fjöldi koma og brottfara yfir hátíðirnar
Flug um KeflavíkurflugvöllJólin 2019, nýársdagur 2020:
Komur Brottfarir
Jólin 2020, nýársdagur 2021:
Komur Brottfarir
Jólin 2021, nýársdagur 2022:*
Komur Brottfarir
*Áætlaður fjöldi
Heimild: Isavia
0
18
9
9
9
9
18
4
32
39
71
25
33
58
24. desember 25. desember 26. desember 31. desember 1. janúar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leifsstöð Búast má við því að annir verði í flugstöðinni yfir jól og áramót.
Alls eru 246 flugferðir á áætlun, þar af 98 hjá Icelandair og 24 hjá Play.
Bogi Nils
Bogason
Kristófer
Oliversson
Birgir
Jónsson