Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
✝
Ófeigur Björns-
son fæddist í
Reykjavík 14. febr-
úar 1948. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 22. nóv-
ember 2021. For-
eldrar hans voru
Björn Ófeigsson
stórkaupmaður, f.
27. febrúar 1912, d.
19. mars 1995, og
Jensína E.S. Jóns-
dóttir, f. 18. mars 1915, d. 2. jan-
úar 1976.
Systkini Ófeigs eru Jón arki-
tekt, f. 1. mars 1941, d. 1. mars
2009, Jóhanna nuddfræðingur, f.
19. apríl 1944, og Anna Lísa, fv.
flugfreyja, f. 12. apríl 1953.
Hinn 31. maí 1969 kvæntist
Ófeigur Hildi Bolladóttur kjóla-
meistara, f. 13. maí 1949. Börn
þeirra eru: 1) Bolli gullsmíða-
meistari og rafvirki, eiginkona
Þórunn Margrét Gunnarsdóttir
leikskólakennari, f. 7. desember
1968. Börn þeirra eru Gunnar
læknir, f. 27. mars 1992, Hildur
Margrét menntaskólanemi, f. 3.
desember 2002, og Bára María
menntaskólanemi, f. 12. febrúar
2005. 2) Björn, grafískur hönn-
uður, f. 15. janúar 1973, eig-
inkona Aníta Rut Harðardóttir
varðstjóri, f. 19. júlí 1975. Fóstur-
synir Björns eru Lúðvík Marínó
Reykjavíkur 2002 og Freyjusóm-
ann 2013.
Ófeigur var frumkvöðull
margra hátíða á Skólavörðu-
stígnum. Hann kom á fót Kjöt-
súpudeginum. Einnig hjálpaði
hann til við Blómadaginn,
Reykjavík Blúsfestival, Beikon-
hátíðina o.fl.
Ófeigur tók þátt í fjölda sam-
sýninga bæði á skartgripum sín-
um og myndverkum hér heima
og erlendis. Ófeigur vann alla
sína skartgripi eins og um mynd-
verk væri að ræða.
Ófeigur var einn af stofnend-
um Svifdrekafélags Reykjavíkur
árið 1978.
Ófeigur var einn af stofnend-
um Gallerí Grjóts, Skólavörðu-
stíg 4a frá 1983-89 en þar var öfl-
ugt sýningarstarf og galleríið
áberandi í miðbæjarlífinu.
Gripir eftir Ófeig eru í eigu
m.a. Hillary Clinton, Madeleine
Albright, Ringos Starrs, Barböru
Bach o.fl.
Myndverk eftir Ófeig eru í
eigu stofnana, m.a. Hafrann-
sóknastofnunar, Borgarspítalans
o.fl.
Ófeigur verður jarðsunginn
frá Hallgrímskirkju í dag, 3. des-
ember 2021, klukkan 13. Í ljósi
aðstæðna þurfa kirkjugestir að
sýna fram á neikvætt PCR-próf
eða hraðpróf og bera grímu við
athöfn. Streymt verður frá at-
höfninni.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Karlsson, f. 29.
nóvember 1996, og
Alexander Emil
Beck, f. 4. ágúst
2004.
Ófeigur lærði
gullsmíði hjá Jó-
hannesi Jóhann-
essyni gullsmíða-
meistara og
listmálara. Hann út-
skrifaðist sem gull-
smiður frá Iðnskól-
anum 1969 ásamt námi í
skúlptúrdeild Myndlistarskóla
Reykjavíkur. Ófeigur starfaði
sem slökkviliðsmaður á Keflavík-
urflugvelli frá 1973 til 1997.
Ófeigur og Hildur bjuggu
fyrstu hjúskaparárin á Vífilsgötu
9. Síðan byggðu þau sér raðhús
við Vesturberg 79 1976. Árið
1991 fluttu þau á Skólavörðustíg
5. Þá byggðu þau sýningarsal
fyrir ofan verslunarrými og opn-
uðu þar Gullsmiðju og listmuna-
hús Ófeigs 1992. Í sýningarsal
Listhúss Ófeigs hafa verið haldn-
ar um það bil 360 listsýningar. Í
bakgarði og fyrir framan verslun
Ófeigs og Hildar hafa verið
haldnir ótal tónleikar og list-
viðburðir.
Listhús Ófeigs hefur hlotið
ýmsar viðurkenningar, m.a. við-
urkenningu fyrir framlag til þró-
unar og uppbyggingar í miðborg
Elsku Ófi bróðir minn er farinn
til himna, þetta bar brátt að og
átti alls ekki að fara svona. Eftir
situr sár söknuður og eiginlega
ringlureið bæði í höfði og hjarta.
Við ólumst upp á Vífilsgötu 9
og Brekkugerði 7, vorum fjögur
systkinin, bræðurnir farnir en við
systurnar eftir.
Ég man aðallega eftir Ófa í
Brekkugerðinu þar sem hann
brallaði mikið. Hann smíðaði
kassabíl sem hann setti mótor í og
rúntaði á honum um hverfið. Hon-
um þótti einkennilegt að bara
stelpurnar fengju matreiðslu í
gaggó og talaði við skólastjórann
um það. Eftir það viðtal var hann
einn með stelpunum að baka, ekki
það að hann hefði áhuga, man
ekki eftir honum baka nokkurn
tíma.
Gleymi aldrei þegar hann kom
heim frá Englandi í fjólubláum
buxum á þeim árum þegar sá litur
var einungis notaður í gardínur.
Hann var alsæll með buxurnar.
Svo skellti hann sér í svifdreka-
flug og var auðvitað einn af þeim
fyrstu í þá vitleysu.
Þessi drengur var alltaf með
hausinn fullan af hugmyndum og
spekúlasjónum.
Ófi kynntist einu ástinni sinni,
Hildi, aðeins 17 ára. Tommi og
hann voru staddir í Austurbæjar-
bíó og ef mig misminnir ekki þá
heilsaði Tommi tveimur stelpum,
Ófi fór á undan Tomma í salinn og
settist hjá stelpunum. Tommi
spyr síðan af hverju hann sæti
þarna: „Nú, þú heilsaðir þeim.“
Tommi kannaðist við aðra þeirra,
ekki Hildi, og eftir þetta blómstr-
aði ástin hjá Ófa og Hildi. Þau
hjón hafa verið saman nánast alla
daga síðan og Hildur hefur misst
sinn besta vin. Þau hjón blómstr-
uðu sem aldrei fyrr þegar þau
keyptu Skólavörðustíg 5. Bjuggu
á tveimur efri hæðum hússins en
voru með skartgripaverslun, verk-
stæði og gallerí á jarðhæðinni.
Hildur er klæðskeramenntuð og
saumar fatnað og hatta fyrir búð-
ina. Ófi var á þeim stað þar sem
hann átti að vera, sérstaklega þar
sem hann elskaði að hitta alls kon-
ar fólk, spjalla og spekúlera. Hann
setti lit sinn á Skólavörðustíginn
með alls konar uppákomum, kjöt-
súpudegi, beikondegi og ýmsu
öðru með félögum sínum, Eggert
feldskera og Jóa í Ostabúðinni.
Ég kveð þig, elsku bróðir minn,
veit að þú tekur á móti mér þegar
ég kem og það veitir mér huggun.
Elsku Hildur mín, Bolli, Bjössi
og fjölskyldur, góðar minningar
um Ófa munu lifa með okkur öll-
um.
Anna Lísa litla systir.
Góður mágur hefur kvatt. Það
var óvænt að heyra að Ófi skyldi
deyja eftir aðgerð á fæti. Við viss-
um auðvitað að Ófi var kannski
ekki upp á sitt besta í slíka aðgerð
og hafði áður þurft að takast á við
önnur erfið veikindi. Aðgerðin
snerist um að laga æðar í fótlegg
sem voru farnar að há honum.
Við Ófi kynntumst upphaflega
þegar við Anna Lísa vorum að
passa Bolla niðri á Vífilsgötu, þar
sem þau bjuggu á sínum fyrstu
sambúðarárum. Ég man að bæði
Ófi og Hildur tóku sérstaklega vel
á móti mér þegar ég fyrst hitti þau
og fann strax hversu velkominn ég
var. Sama átti við Björn og Jennu
foreldra Lísu og Jonna og Sunnu,
en við vorum einnig að passa börn-
in þeirra. Það var ekki erfitt að
kynnast Ófa, það tókst strax með
okkur mikil vinátta. Ófi var ansi
ræðinn og hafði mjög skemmti-
lega sýn á ýmis málefni. Þessar
móttökur spilltu nú ekki fyrir því
að ég tók alltaf vel í að fara að
passa með Lísu, fyrir utan hvað
það var upplagt að geta stundum
verið með Lísu langt fram á nótt á
fallegu heimili þeirra Hildar og
Ófa. Ég upplifði strax að Ófi og
Hildur voru yndisleg og áttu vel
saman. Heima hjá þeim var allt
svo eðlilegt og látlaust, ekkert
bruðl en samt allt fallegt og þægi-
legt. Sama má segja um heimili
þeirra á Skólavörðustíg. Það
heimili er algjörlega í sérflokki,
ætti í raun að vera varðveitt eins
og það er, svo smekklega hafa þau
Hildur og Ófi komið sér þar fyrir.
Þetta er eins og koma inn á safn,
þar eru falleg húsgögn og lista-
verk sem komið hefur verið fyrir á
einstaklega smekklegan hátt, ein-
stök upplifun. Sama má segja um
hús þeirra sem þau byggðu í Vest-
urbergi. Húsið var teiknað af
bróðir Ófa, Jonna, samkvæmt
leiðbeiningum frá Ófa eins og ég
skildi hann alltaf og ég er þess
fullviss að það sé rétt. Þegar við
Lísa heimsóttum þau þar, að hluta
til á byggingartíma hússins, var
Ófi alltaf að sýna alls konar hug-
myndir og lausnir sem hann var
að vinna að í sambandi við bygg-
ingu hússins og að sjálfsögðu gull-
smíðar. Það var alltaf eitthvað
nýtt sem Ófi var að vinna að.
Þannig var hann, hafði svo gaman
af því að ræða og sýna manni hvað
væri í gangi og hvernig hann hafði
leyst alls konar vandamál. Manni
fannst Ófi vera arkitektinn að hús-
inu en hann hafði alltaf bróður
sinn í bakhöndinni sem einnig var
alltaf með einfaldar og praktískar
lausnir.
Þegar góðir vinir kveðja fyll-
umst við söknuði. Þá fer maður að
hugsa, hvers vegna gaf maður sér
ekki meiri tíma til samskipta og
samveru. Ófi hafði einstaklega
góða nærveru, hlustaði og setti sig
inn í mál annarra. Í huganum
finnst mér enginn geta fyllt þetta
skarð, hann var mér sem bróðir.
Hildur og Ófi hafa komið ótrúlega
mörgu í framkvæmd, auk þess að
vera miklir vinir og stuðningsaðil-
ar sinnar fjölskyldu.
Það er ekki hægt annað að
brosa þegar maður hugsar til Ófa,
hann var alltaf uppátækjasamur
fram á síðasta dag. Hann gaf öll-
um tækifæri, góður heim að sækja
og hafði gaman af því að velta
hlutunum fyrir sér og finna nýjar
leiðir.
Blessuð sé minning hans.
Haukur.
Þegar Ófeigur var að læra gull-
smíðina á Skólavörðustíg hjá Jó-
hannesi kom ég iðulega í heim-
sókn því Jóhannes var oft
fjarverandi. Þá spjölluðum við
saman endalaust og drukkum
ketilkaffi sem Ófi var snillingur í
að laga. Ég reykti Kool og hann
reykti pípu. Við kynntumst uppi á
Keflavíkurflugvelli sumarið 1965,
hann var 17 og ég 16. Eftir þetta
héldum við vinskapnum alveg
fram á síðasta dag. Man hvað ég
var hissa þegar hann sagði mér að
hann væri að fara að vinna í
slökkviliðinu uppi á Keflavíkur-
velli. Þegar ég fór í brúðkaupið til
Isaac B. Tigrett, stofnanda Hard
Rock Cafe, þá smíðaði Ófeigur
fyrir mig sérstakt listaverk sem
ég gaf þeim hjónum stoltur. Við
fórum oft í útilegur eða borðuðum
hver hjá öðrum. Hildur var snill-
ingur í eldhúsinu og alltaf gaman
að koma hvort sem var á Vífils-
götu, í Vesturbergið eða á Skóla-
vörðustíginn.
Hann var vinur vina sinna og
ég var einn af þeim. Blessuð sé
minning hans.
Samúðarkveðjur til Hildar
Bolla og Bjössa.
Kær kveðja,
Tómas Andrés
Tómasson (Tommi).
Það brá skugga á líf mitt er
Ófeigur kvaddi öllum að óvörum.
Mikill harmur er kveðinn að
fjölskyldu hans, ekki síst konu
hans, Hildi Bolladóttur, en sam-
búð þeirra var einstaklega ástrík.
Vinátta okkar Ófeigs hefur
spannað marga áratugi, allt frá
því við lærðum gullsmíði saman
ungir að árum og ýmislegt annað
höfðum við brallað saman.
Elsku Hildur, börn, barnabörn
og fjölskylda.
Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð, megi minning um
góðan dreng lifa og Guð styrkja
ykkur.
Jóhannes Bárðarson,
Agnethe (Agga) og fjölskylda.
Árið var 1966, Ófeigur Björns-
son hafði ákveðið að hlaupa í
skarðið fyrir umboðsmann hljóm-
sveitarinnar Glampa, sem var
unglingahljómsveit. Það þurfti að
aka drengjunum á staðinn og
ábyrgast þá, því þeir voru allir
fjórir undir lögaldri – máttu ekki
fara inn á öldurhús.
Drengirnir áttu að spila í Lídó
og síðar um kvöldið í Breiðfirð-
ingabúð og var uppálagt að mæta
tímanlega heim til hins nýja um-
boðsmanns í Brekkugerði. Þar
tók á móti þeim áberandi vel
klæddur fríðleikspiltur, sem vís-
aði þeim til sætis í einkastofu sinni
og bað þá bíða, rétt á meðan hann
sinnti veigamiklum verkefnum.
Hann virtist aðeins nokkrum ár-
um eldri en drengirnir, en kom
fram af þvílíkri yfirvegun að þeir
hlýddu umsvifalaust. Skömmu
síðar kom hann aftur með Póló-
gervikjarnadrykk og bauð, því
næst kynnti hann sig formlega.
Þar með vissu þeir hver Ófeigur
Björnsson var.
Síðar á lífsleiðinni kynntist ég
Ófeigi á allt öðrum forsendum. Þá
bjó ég í miðbænum og átti stund-
um leið um Skólavörðustíginn.
Ófeigur stóð þar oftar en ekki á
gangstéttinni fyrir framan versl-
un sína, þar sem hann seldi sína
fallegu og sérstæðu smíðagripi úr
gulli og silfri, sem og glæsilegt
handverk Hildar konu sinnar. Við
tókum gjarnan tal saman og einn
daginn átti ég við hann erindi, bað
hann að smíða fyrir mig úr hrafns-
vængjum eitthvað sem ég gæti
fest á handarbökin og látist fljúga.
Hann tók því vel, eins og öðru sem
hann var beðinn um, og brosti sínu
kankvíslega brosi. Einhverju sinni
spurði ég hann út í umboðsmanns-
ferilinn og sagðist hann aðeins
hafa gerst umboðsmaður í tvö
kvöld á ævinni. Fyrra kvöldið var
téð föstudagskvöld og seinna
kvöldið var föstudagur viku síðar.
Þegar ég áréttaði hvort hann
myndi eftir heimsókn okkar og
Pólódrykknum frá Sanitas sem
hann bauð okkur leiðrétti hann
það strax og sagði: „Nei, en ég
minnist þess að hafa fært ungum
piltum Sanitas-appelsínulímonaði
og það drukku drengirnir beint af
stút, þrátt fyrir að ég kæmi með
glös – það þótti mér sérstakt.“
Upp úr þessu spjalli okkar Ófeigs
spratt smám saman náin og kær
vinátta og við hjónin áttum marg-
ar skemmtilegar og eftirminnileg-
ar stundir með þeim Hildi; heima
og heiman, og það sem okkur þótti
svo ánægjulegt var hvernig þessi
vinátta þroskaðist alveg áreynslu-
laust, öngvar stellingar, heldur að-
eins afslöppuð nærvera. Okkur
finnst eins og Ófeigur hafi svolítið
stýrt samskiptum okkar á þann
veg. Allt streymdi eðlilega fram
og gott ef tilveran varð ekki léttari
og lán okkar fjögurra umfaðmað í
hlýrri samveru.
Þær stundir höfum við, hvert
um sig, geymt við rætur hjartans,
sem minningaleiftur sem þungt er
að rifja upp nú um stundarsakir –
en góður drengur, sem Ófeigur
var, skilur eftir hugrekki og þor
fyrir okkur að halda áfram að leita
uppi vinsemd og góðar samveru-
stundir – því annars er nokkuð
víst að tómleiki og ástleysi leggi
okkur lifandi.
Hildi okkar, börnum og öðru
venslafólki sendum við hugheilar
samúðarkveðjur.
Tinna og Egill.
Það varð snöggt um hann Ófeig
vin minn og kollega til margra ára.
Ófeigur Björnsson
✝
Jóhannes Árna-
son fæddist 26.
febrúar 1925 á Sölv-
hólsgötu 12 í
Reykjavík. Hann
lést á Vífilsstaða-
spítala 23. nóv-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Árni Pálsson
atvinnubílstjóri í
Reykjavík, f. 12.
desember 1898, d.
14. júlí 1978, og Kristín Jóhann-
esdóttir, f. 28. apríl 1906, d. 22.
október 1996. Bróðir Jóhannesar
var Ólafur Helgi, f. 17. október
1930, d. 30. október 1932. Systir
Jóhannesar var María, f. 4. sept-
ember 1926, d. 22. apríl 2020.
Eiginkona Jóhannesar var
Guðrún Ólöf Sveinjónsdóttir, f.
23. nóvember 1926, d. 9. nóv-
ember 2020. Þau giftust 6. des-
1969, og Sigríður Helga, f. 14.
ágúst 1982. 3) Kristín Andrea, f.
3. janúar 1955. Eiginmaður
hennar er Sigurður Straumfjörð
Pálsson, f. 26. október 1951.
Börn þeirra eru: Jóhannes Páll, f.
17. febrúar 1972, og Guðrún
Ólafía, f. 3. janúar 1975.
Á bernskuárum Jóhannesar
bjó fjölskyldan í Vesturbænum.
Eftir barnaskólagöngu fór hann í
Stýrimannaskólann og útskrif-
aðist þaðan sem loftskeytamað-
ur. Síðar lærði hann búfræði á
Hvanneyri og seinna meir gekk
hann í Iðnskólann eins og synir
hans og lauk þar trésmíðanámi
með hæstu einkunn sem gefin
var á þeim tíma. Hann var þús-
undþjalasmiður og fátt sem hann
ekki gat gert eða lært. Hann
vann hjá ýmsum fyrirtækjum og
stofnunum. Má þar nefna Gufu-
nesradíó, Keflavíkurflugvöll,
ýmsar bílaleigur og síðast hjá
Rannsóknastofnun bygging-
ariðnaðarins.
Hann kynntist Guðrúnu eig-
inkonu sinni 1946 og gengu þau í
hjónaband ári síðar. Til að byrja
með bjuggu þau á Hringbraut en
fluttu síðar í Efstasund og stuttu
seinna á Bergstaðastræti og
Sundlaugaveg. 1963 fluttu þau í
glænýja íbúð í Safamýri og stofn-
uðu eigið fyrirtæki, Bílaleiguna
Ferð, þar sem hann sá um við-
hald og hún hélt bílunum hrein-
um. Árið 1968 fluttu þau til Dan-
merkur og bjuggu þar í eitt ár.
Þar starfaði hann við bíla-
viðgerðir og hún á spítala. Fljót-
lega eftir heimkomu fluttu þau á
Tjarnarflötina þar sem hjónin
bjuggu til æviloka.
Jóhannes átti sér mörg áhuga-
mál. Má þar nefna hesta-
mennsku, garðrækt, dvöl í sum-
arbústað þeirra hjóna og
ferðalög innanlands sem utan.
Útför Jóhannesar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 3. desember
2021, og hefst hún klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
verða einungis nánustu aðstand-
endur viðstaddir útförina.
ember 1947. Börn
þeirra eru: 1) Svein-
jón, f. 6. júlí 1947.
Fyrri eiginkona
hans er Helena Al-
bertsdóttir, f. 26.
nóvember 1947.
Þau skildu. Börn
þeirra eru: Jóhanna
Þóra, f. 28. sept-
ember 1966, og Al-
bert, f. 9. maí 1969.
Seinni eiginkona
hans er Kolbrún Aðalsteins-
dóttir, f. 16. ágúst 1956. Þau
skildu. Börn þeirra eru: Brynjar
Örn, f. 6. september 1978, og Að-
alsteinn Janus, f. 16. júlí 1986, d.
4. maí 2005. 2) Árni, f. 10. ágúst
1948. Eiginkona hans er Stella
Hjörleifsdóttir, f. 3. maí 1948.
Þau skildu. Börn þeirra eru: Jó-
hannes, f. 12. desember 1966,
Hjörleifur Einar, f. 19. október
Í dag kveðjum við einn höfðingj-
ann til í fjölskyldunni. Það má með
sanni segja að Jóhannes Árnason
tengdafaðir minn hafi átt viðburða-
ríkt líf í þau 96 ár sem hann lifði
hér á jörð. Eftir að hafa heyrt
æviágrip sem systkinin hafa tekið
saman um föður sinn er enginn vafi
á að tengdó hefur farið um víðan
völl og verið óhræddur við nýjar og
flóknar áskoranir.
Ég þekkti lítið til höfðingjans
fyrr en hann og hans föruneyti
flutti í Garðabæinn í húsið þar sem
hann bjó sér heimili og verðlauna-
garðinn sem hann hannaði sjálfur
af mikilli snilld og elju. Ég man svo
vel eftir að þegar loksins tókst að
aðstoða hann við einhvers konar
framkvæmdir þá varð maður sko
að passa sig að leggja sig allan
fram, vanda sig og gera hlutina
eins og hann vildi gera þá. Ef ekki
þá gat maður bara gert eitthvað
annað. Ég held að ég hafi verið
„inn“ hjá honum í þeim efnum og
er ég bæði þakklátur og stoltur
fyrir það. Jóhannes kenndi mér
margt til verka. Hann átti líka fullt
af verkfærum, bæði í skúrnum og
líka verkfæri í huganum. Hann var
alltaf með lausnir á öllu enda
reyndur og vel menntaður.
Tengdapabbi minn var lærður
ostagerðarmaður, loftskeytamað-
ur, búfræðingur og trésmiður og
lauk öllu sínu námi með fullu húsi
stiga og oftast hæstu einkunnum.
Geri aðrir betur. Hann gerði líka
kröfur um að allir gerðu eins. Ég
man að þegar hann keypti sér nýja
bíla þá vildi hann að allir í fjöl-
skyldunni keyptu sér eins bíla því
þeir væru einfaldlega bara bestir.
Ég flutti inn á Tjarnarflötina
grænn og óheflaður. Þau ár sem ég
átti með fjölskyldunni þar voru
mér mikilvæg. Ég sá vel hvernig
maður þurfti að haga sér og vinna
ef maður vildi komast áfram í líf-
inu. Þökk sé m.a. frábærum
tengdaföður.
Jóhannes og Lilla tengdamóðir
mín eyddu miklum tíma með okkur
Öddu bæði á fyrstu árum okkar í
búskap og þegar við bjuggum í
Danmörku. Sem betur fer endur-
tók sagan sig þegar við fluttum til
Spánar og heimsóknir þeirra
þangað voru tíðar og veittu okkur
bæði ánægju og gleði. Stundum
skildi hann þó ekki alveg hvernig
hægt væri bara að flytja til Spánar
og hætta að vinna. Hann spurði oft
hvort mér leiddist ekki og hvort ég
hefði nóg að gera. Það þýddi ekk-
ert að segja honum að ég hefði nóg
að gera og með fullt af vinnu í
„tölvunni“. Hann skildi það bara
ekki alveg hann gamli minn.
Tengdapabbi var ekkert hrædd-
ur við tölvuna og nýjungarnar sem
henni fylgdi. Næstum til dauða-
dags las hann Moggann á netinu
og hann var meðal fyrstu manna til
að kaupa sér alls konar listaverk á
netinu. Þetta gerðist áður en al-
menn netviðskipti hófust. Hann fór
svo bara í bankann og borgaði og
listaverkin komu svo eftir nokkra
mánuði frá löndum sem meira að
segja reyndir netverslunarmenn
þora ekki að gera viðskipti við í
dag. Tengdapabbi var óhræddur
og nýjungagjarn og var stoltur af.
Ég sakna hans og Lillu og mun
minnast þeirra til æviloka. Ég
votta öllum fjölskyldumeðlimum
Jóhannesar og Guðrúnar mína
bestu samúð og þakka um leið fyrir
að hafa fengið að verða samferða
þeim síðastliðin 50 ár eða svo.
Sigurður Straumfjörð
Pálsson.
Jóhannes Árnason