Morgunblaðið - 03.12.2021, Page 32
DURANCE
JÓLAILMUR
2021
MODULAX
HÆGINDA-
STÓLAR
RAFSTILLANLEGIR
HLEÐSLUSTÓLAR
– FALLEG HÖNNUN
OG ÞÆGINDI
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI
FULLKOMIN
ÞÆGINDI
um jólin
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
„Annarsstaðar“ er heiti sýningar Helgu Katrínar sem
verður opnuð í Midpunkt í Hamraborg Kópavogs í dag
kl. 17. Helga nam ritlist
við Háskóla Íslands og
Middlesex University,
en er núna að ljúka
námi við Ljósmynda-
skólann. Um er að
ræða hljóðinnsetningu
í verulega umbreyttu
rými Midpunkts en í
henni vinnur Helga
með dagdrauma og
þrána að vera annars
staðar þrátt fyrir að
vera líkamlega föst á
tilteknum stað. Áhorfendur eru leiddir í gegnum sjón-
rænt ferðalag sem miðlað er í framandi hljóðheimi og í
draumkenndri, fantasískri lýsingu. Í Midpunkt hafa ver-
ið settar upp margar metnaðarfullar sýningar en þetta
er síðasta sýning þar í bili.
Hljóðinnsetning Helgu Katrínar í
síðustu sýningu Midpunkts að sinni
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Guðmundur Þórarinsson landsliðsmaður í knatt-
spyrnu hefur fulla trú á að lið sitt, New York City, geti
orðið bandarískur meistari en það spilar úrslitaleik
Austurdeildar á sunnudagskvöldið. „Ég fer ekki ofan
af því að mér finnst við vera með besta liðið,“ segir
Guðmundur. »26
Finnst við vera með besta liðið
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fjöllistakonan og fararstjórinn Vil-
borg Halldórsdóttir hefur sent frá
sér bókina Hugleiðingar Vilborgar,
sem eru mörgum ógleymanlegar
eftir flutning hennar á þeim í
skemmtiþáttum í Sjónvarpi Símans
frá því fyrstu samkomutakmarkanir
skullu á í fyrra.
„Mig langaði til
þess að fólki gæf-
ist tækifæri til
þess að lesa hug-
leiðingarnar sem
ég samdi og
handfjatla grip-
inn,“ segir Vilborg um bókina, sem
hún vann í samvinnu við Kristínu
Þorkelsdóttur myndlistarkonu og
grafíska hönnuðinn Gunnhildi Ýri
Gunnarsdóttur.
Sjónvarpsþættir Helga Björns og
Reiðmanna vindanna ásamt gestum
í Sjónvarpi Símans hafa létt lands-
mönnum lífið í heimsfaraldrinum
rétt eins og karlalandsliðið í fótbolta
bjargaði sálarlífi margra í rúman
áratug eftir hrunið margumtalaða.
Eftir að Vilborg hafði þýtt ljóðið
„Útgöngubann“ eftir írska munkinn
Richard Hedrick og flutt það í „stof-
unni“ hjá eiginmanninum fylgdi
hver perlan á fætur annarri, fyrst ís-
lensk ljóð og síðan eigin hugleið-
ingar.
„Mér fannst ekki hægt að geyma
þessar hugleiðingar eingöngu í staf-
rænum heimi,“ segir Vilborg. „Ég
leyfði þeim að koma og þær fæddust
í hverri viku, spegla gjarnan það
sem var að gerast, eru eins og vind-
urinn blés.“ Þær hafi verið ákveðin
upplifun og skemmtilegt hafi verið
að fara með þær til Kristínar Þor-
kelsdóttur og biðja hana að setja
þær í búning. „Hún tók svo vel á
móti mér. „Þakka þér fyrir að koma
með óskina þína til mín, Vilborg
mín,“ sagði hún.“
Gleði og blús
Þegar Vilborg var í menntaskóla
samdi hún ljóð og sum þeirra voru
birt í Lesbók Morgunblaðsins en
þetta er fyrsta bók hennar. „Ég hef
skrifað alla ævi en fyrst og fremst
litið á mig sem leikkonu,“ segir hún.
Hún samdi ljóðið „Húsið er að gráta
– Mér finnst rigningin góð“ 1978, en
það hefur notið mikilla vinsælda eft-
ir að Helgi og hljómsveitin Grafík
sömdu við það lag og gerðu ódauð-
legt sex árum síðar. „Fyrsta ljóðið í
bókinni samdi ég 1977 þannig að út-
gáfan er stór stund fyrir mig, að
hugsanir mínar séu í höndum les-
enda.“
Þegar andinn kemur yfir Vilborgu
punktar hún hjá sér hugmyndirnar
á næstu servíettu. „Ég sest ekki nið-
ur og segist ætla að fara að skrifa
heldur kemur textinn til mín. Þegar
maður er glaður þá dansar maður og
þegar örlítill blús er í manni nær
maður frekar að fanga þessa tilveru,
því þá er kyrrðin meiri.“
Helgi og Vilborg gefa bókina út
og hana má kaupa á heimasíðu
þeirra (heimamedhelga.is), í bóka-
búðum og stórmörkuðum. „Helgi
gaf mér svigrúm í þáttunum og
þannig urðu hugleiðingarnar til,“
segir Vilborg. Hún sgist vera með
ýmsa sköpun í farvatninu, en fram-
tíðin verði að skera úr um hvað
raungerist. „Það ætti alltaf að vera
pláss fyrir alla í listrænum fjöl-
breytileika. En allavega er eitt ljóst;
ég fer með gönguhóp til Ítalíu í vor,
fer til „himnaríkis“, og verð þar eins
og fuglinn fljúgandi.“
Ljósmynd/Mummi Lú
Flutningur Vilborg Halldórsdóttir flutti hugleiðingarnar með tilþrifum í skemmtiþáttum í Sjónvarpi Símans.
Hugleiðingar Vilborgar
- Innblásturinn speglar lífið eins og vindurinn blæs hverju
sinni - Hefur skrifað alla ævi og fyrsta bókin stór stund