Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 10

Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Uppbygging jarðhitavirkjunar í Krýsuvík er augljósasti kosturinn til að mæta fyrirséðum skorti á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu að mati Orra Björnssonar, formanns starfs- hóps á vegum Hafnarfjarðar- bæjar um framtíð- arnýtingu Krýsu- víkursvæðisins. Hópurinn skilaði nýverið af sér skýrslu í fimm lið- um um möguleika á nýtingu á svæð- inu. „Við erum búin að vera að horfa á heildarmyndina og aðalatriðið er möguleikinn á að virkja þarna heitt vatn,“ segir Orri. Í skýrslu hópsins segir að rannsaka þurfi hagkvæmni uppbyggingar virkjunarsvæðis með það í huga að kanna arðsemi allt að 100 MW raforkuvers og allt að 300 MWth fyrir heitavatnsvirkjun. Lögð er áhersla á að ekki verði farið í frek- ari vinnu við virkjun nema að und- angenginni ítarlegri kynningu á já- kvæðum og neikvæðum áhrifum virkjunar fyrir bæjarbúa. Lengi hefur verið á teikniborðinu að virkja í Krýsuvík. HS Orka hefur rannsóknarleyfi á orkunýtingarmögu- leikum þar. Forstjóri fyrirtækisins, Tómas Már Sigurðsson, sagði einmitt í viðtali við Morgunblaðið fyrir skemmstu að horft væri til Krýsuvík- ur sem næsta nýtingarsvæðis og lýsti svæðinu sem mikilli auðlind. „Næsta skref er að ganga frá nýt- ingarsamningi. Hafnarfjarðarbær og HS Orka þurfa að komast að sam- komulagi um það hversu mikið HS Orka vill borga,“ segir Orri. Starfshópurinn leggur einnig áherslu á byggð verði upp betri að- staða fyrir ferðamenn, til að mynda við Krýsuvíkurbjarg. Laga þurfi veg og bílastæði og byggja útsýnispall svo gestir geti virt fyrir sér stórbrotið út- sýnið og landslag við bjargbrúnina. Tækifæri þurfi að vera til að koma upp veitingarekstri við útsýnispallinn. Sama gildir um Seltún sem er sagt einn af mest sóttu ferðamannastöðum á suðvesturhorninu. Hafnarfjarðar- bær þurfi að skipuleggja svæðið svo hægt sé að byggja þar upp öflugan ferðamannastað og mögulega að bjóða reksturinn út. Jafnframt þurfi að gera umhverfið við Krýsuvíkurþorpið snyrtilegra og hlúa að kirkjunni og Húsi málarans. Auka megi nýtingu al- mennings á svæðinu og skapa mannlíf með því að leigja út ræktunarreiti að evrópskri fyrirmynd. Þá eru viðraðar hugmyndir um skógrækt og upp- græðslu sem myndu gagnast til að kolefnisjafna sveitarfélagið Hafn- arfjörð. „Krýsuvík hefur orðið vinsælli með árunum sem ferðamannasvæði. Að- staðan er ekki góð eins og hún er núna og þessar hugmyndir snúast um að koma upp almennilegri aðstöðu til að ferðamenn geti notið svæðisins betur. Covid hefur sett strik í reikninginn varðandi uppbyggingu en stefnan er að það fari eitthvað í gang þarna sem fyrst. Það er allt opið enn þá en bær- inn ætti alla vega að geta mætt eft- irspurn ef einhverjir vilja ráðast í upp- byggingu,“ segir Orri. - Starfshópur Hafnarfjarðarbæjar leggur áherslu á uppbyggingu jarðhitavirkjunar í Krýsuvík - Vilja bæta aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum - Ræktunarreitir að evrópskri fyrirmynd Miklir möguleikar á Krýsuvíkursvæðinu Morgunblaðið/Eyþór Krýsuvík Mikill fjöldi ferðamanna fer um svæðið en bæta þarf aðstöðu. Orri Björnsson Sara Dögg Svan- hildardóttir, bæj- arfulltrúi í Garðabæ, sækist eftir því að leiða lista Viðreisnar í bænum í kom- andi sveitar- stjórnarkosn- ingum. Hún hefur leitt Garðabæjarlist- ann á þessu kjörtímabili og verið þar fulltrúi Viðreisnar í samstarfi nokkurra flokka. Garðabæjarlist- inn verður þó áfram í framboði. Í yfirlýsingu fer Sara Dögg yfir nokkur þau mál sem hún hafi barist fyrir í Garðabæ. Hægt sé að gera gagn sem bæjarfulltrúi þótt í minni- hluta sé. Hún vilji sjá Garðabæ í fremstu röð samfélaga þar sem vel- sæld allra sé forgangsmál. Sara Dögg vill leiða Viðreisn í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir „Ástæðan fyrir því að ég kveð mér hljóðs hér í dag er sú að póst- hólfið mitt er yfirfullt af póst- um frá fátækum Íslendingum, ör- yrkjum sem hrópa á aðstoð fyrir jólin,“ sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, í jómfrúræðu sinni á Alþingi í gær í umræðu um störf þingsins. Hún sagði að ef hún gæti hjálpað hverju og einu myndi hún gera það en hún hefði ekki tök á því. Enn fremur sagðist hún þekkja fá- tækt á eigin skinni. „Elsti sonur minn, sem ég eign- aðist þegar ég var 14 ára gömul, var langveikt barn. Barnaspítalinn er í Reykjavík. Ég er þolandi kynferðis- ofbeldis. Hjálpin er í Reykjavík. Ég er lögfræðingur að mennt. Ég þurfti að sækja mína menntun til Reykja- víkur,“ sagði Jódís jafnframt. Hún tók fram að allir landsmenn væru hluti af samfélaginu „en við sem erum af landsbyggðinni búum alltaf við skertan kost. Hér hefur verið talað um að fólk standi í röðum eftir jólamat. Víða á landsbyggðinni eru engar raðir af því að þar er eng- in hjálp.“ jonpetur@mbl.is Fátækir hrópa eft- ir aðstoð Jódís Skúladóttir - Fólk úti á landi býr við skertan kost Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að fella brott ákvæði úr samningi SÍ og sjálfstætt starfandi talmeina- fræðinga um tveggja ára starfs- reynslu sem skilyrði fyrir greiðslu- þátttöku Sjúkratrygginga. Starfshópur vinnur nú að grein- ingu á þjónustu talmeinafræðinga og hvernig henni verði best hagað til framtíðar með hliðsjón af lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, segir í tilkynn- ingu. Viðræður SÍ og talmeinafræð- inga um nýjan samning eiga að hefjast eftir áramót. Skilyrði um starfs- reynslu tekið út Listaverkið Kærleikur hefur fengið verðugan sess í nýju húsi Kvennaathvarfsins þar sem eru íbúðir fyrir konur og börn þeirra sem dvalist hafa í athvarfinu. Söfnunarátakið Á allra vörum var helgað byggingu hússins árið 2017 og meðal gjafa sem bárust við það til- efni, auk 80 milljóna króna sem söfnuðust, var lista- verkið Kærleikur eftir Ingunni Benediktsdóttur gler- listakonu. Hjónin Brynjar Harðarson og Guðrún Árnadóttir gáfu verkið og þau afhentu það formlega á dögunum. Ljósmynd/Á allra vörum Kærleikur í húsi Kvennaathvarfsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.