Morgunblaðið - 15.12.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.12.2021, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Höfðatorg „Skyldu þeir róa á Króknum í dag?“ spurði gamall sjóari frá Sauðárkróki sjálfan sig, er hann stóð á götum Manhattan og horfði upp með skýjakljúfunum til himinblámans. Hann gæti mögulega hafa spurt sömu spurningar hefði hann lifað til að standa við Höfðatorgsturninn, sem ásamt nokkrum byggingum í borginni kemst kannski í hálfkvisti við skýjakljúfana í New York. Kristinn Magnússon Vonir mínar um að flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn næðu saman um að marka skýra stefnu í málefnum fjölmiðla, þar sem rennt yrði styrkari stoðum undir sjálfstæða fjölmiðla og misrétti á samkeppn- ismarkaði leiðrétt, a.m.k. að hluta, gengu ekki eftir. Vonbrigði vissulega, en ég lít á það sem skyldu mína að halda áfram baráttunni fyrir breyt- ingum þannig að ekki líði enn eitt kjörtímabil stöðnunar þar sem hægt og bítandi flæðir undan sjálf- stæðum fjölmiðlum. Þegar kemur að fjölmiðlun er texti stjórnarsáttmálans þokkalega skýr en ber þess augljós merki að þrír ólíkir flokkar komust niður á málamiðlun: „Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda opinnar lýðræðislegrar umræðu og veita stjórnvöldum, at- vinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Ríkisstjórnin leggur áherslu á fjöl- breytni í flóru fjölmiðla með öflugu almannaútvarpi og einkareknum fjölmiðlum.“ Ekkert er hins vegar fast í hendi um hvernig ríkis- stjórnin ætlar að ná markmiði sínu um fjölbreytta fjölmiðlaflóru. Að- eins sagt að staða einkarekinna fjöl- miðla verði „metin áð- ur en núverandi stuðningskerfi rennur út og ákveðnar aðgerð- ir til að tryggja fjöl- breytni á fjölmiðla- markaði og öflugt almannaútvarp“. Fyrirheit gefin Í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálf- stæðisflokksins í að- draganda kosninga er gengið sæmilega hreint til verka: „Sjálfstæðisflokk- urinn leggur áherslu á að rekstur sjálfstæðra fjölmiðla sé tryggður og leggst gegn beinum ríkisstyrkjum til þeirra. Umfang RÚV á auglýs- ingamarkaði og samkeppni við stór erlend tæknifyrirtæki, sem búa við mun hagstæðara skattaumhverfi, hafa haft verulega neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi einkarekinna fjöl- miðla. Rekstur ríkisins á fjölmiðlum má ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli ann- arra fjölmiðla. Takmarka á veru- lega umfang RÚV og bæta skatta- umhverfi fjölmiðla.“ Það er á grunni þessarar álykt- unar sem þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða að vinna á kjörtímabilinu. Fyrirheit voru gefin og þau ganga ekki gegn nýj- um stjórnarsáttmála. Heitstreng- ingar um fjölbreytta flóru fjölmiðla verða innantómar ef ekki er komið í veg fyrir að ríkisrekstur fjölmiðla ryðji einkareknum fjölmiðlum úr veginum. Fjölbreytni og fjárhags- legt sjálfstæði frjálsra fjölmiðla næst ekki með því að stinga þeim í samband við súrefnisvélar ríkis- sjóðs, heldur með því að koma í veg fyrir að fyrirferð Ríkisútvarpsins á markaði grafi undan þeim. Ég hef áður bent á að ólíkt Ríkis- útvarpinu þurfa sjálfstæðir fjöl- miðlar að standa reikningsskil á því sem þeir gera, – gagnvart les- endum, áhorfendum og hlustendum. Ef áskrifanda líkar ekki efni sem boðið er upp á, segir hann einfald- lega upp áskriftinni. Hlustandinn hættir að stilla á útvarpsstöðina. Sá sem er ósáttur við hvernig fréttir og fréttaskýringar eru matreiddar gefst upp á að heimsækja vefmið- ilinn. Með minnkandi vinsældum verða möguleikar viðkomandi fjöl- miðils til að afla tekna með auglýs- ingum verri. Með þessum hætti veitir almenn- ingur einkareknum fjölmiðlum að- hald. Ríkisrekin fjölmiðlun, sem nýtur lögþvingaðra forréttinda, býr ekki við agavald almennings. Eng- inn getur látið óánægju sína í ljós með því að segja upp áskriftinni – hætta að greiða útvarpsgjaldið og slíta viðskiptasambandinu. Inn- heimtumaður ríkisins tryggir að enginn komi sér undan útvarps- gjaldinu. Gert vel við ríkismiðil Frumvarp til fjárlaga 2022 sýnir glöggt hvernig löggjafinn hefur tryggt hagsmuni Ríkisútvarpsins. Og ekki verður annað sagt en að skattgreiðendum sé gert skylt að gera vel við ríkismiðilinn á komandi ári með því að leggja honum til tæplega 5,1 milljarð (og svo valsar hann frjáls um auglýsingamark- aðinn í samkeppni við aðra miðla). Þetta er 430 milljóna króna hækkun frá fjárlögum þessa árs. Hækkunin er svipuð og heildarframlag til Listasafns Íslands, litlu lægri en fjárveiting til Þjóðskjalasafns og yf- ir þrisvar sinnum hærri fjárhæð en ætlunin er að renni til Náttúru- minjasafnsins. Fátt getur komið í veg fyrir að framlag til Ríkisútvarpsins hækki á komandi ári. Umhyggja mikils meiri hluta þingmanna gagnvart ríkismiðlinum vegur þyngra en áhyggjur af stöðu einkarekinna fjöl- miðla. Sú hugsun er einnig áleitin hvort stjórnmálamenn veigri sér við að fara gegn ægivaldi ríkisrekinnar fjölmiðlunar. Þeir vita hversu auð- velt það er að setja gagnrýnendur út af sakramentinu og takmarka að- gang þeirra að ljósvaka ríkisins. Það er rétt sem Björn Bjarnason segir í dagbókarfærslu á vef sínum að ekki sé undarlegt að stjórnendur miðla í samkeppni við Ríkisútvarpið „telji þennan fjáraustur „óskiljan- legan“. Raunar ættu þeir sem verða að gera sér þjónustu RÚV að góðu að vera sömu skoðunar vegna þess hve henni hnignar þrátt fyrir óstöðvandi fjárstreymið og einkenn- ist sífellt meira af endurteknu efni. Metnaðarleysið magnast eftir því sem minna þarf að leggja á sig til að fá greitt fyrir það.“ Ásamt nokkrum samherjum mín- um hef ég lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um Ríkis- útvarpið, þar sem ríkisfyrirtækið er dregið út af samkeppnismarkaði auglýsinga. Þá hef ég einnig lagt til að stutt verði við bakið á einkarekn- um fjölmiðlum í gegnum skattkerfið en ekki með beinum ríkisstyrkjum, þar sem allir sitja við sama borð og jafnræðis er gætt. Um þetta hef ég fjallað áður. Nái hugmyndir okkar Sjálfstæðismanna fram að ganga verður samkeppnisumhverfi fjöl- miðla a.m.k. heilbrigðara og þannig stuðlað að því að markmið ríkis- stjórnarinnar um fjölbreytta flóru fjölmiðla, náist. Eftir Óla Björn Kárason »Ríkisrekin fjöl- miðlun býr ekki við agavald almennings. Enginn getur látið óánægju sína í ljós með því að segja upp áskriftinni. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Án agavalds eigenda og „áskrifenda“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.