Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 23

Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 23
Morgunblaðið/Unnur Karen Barátta Þorsteinn Leó Gunnarsson hjá Aftureldingu fær óblíðar móttökur frá varnarmönnum Stjörnunnar í frábærum leik liðanna í gærkvöldi. Stjarnan vann Aftureldingu með minnsta mun, 36:35, þegar liðin mættust í æsispennandi leik í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handknattleik í Garðabænum í gær- kvöldi. Í tvígang þurfti að fram- lengja leikinn til þess að knýja fram úrslit. Stjarnan virtist ætla að sigla sigr- inum í höfn í venjulegum leiktíma en eftir að hafa verið 29:26 yfir þegar skammt lifði leiks náði Afturelding að jafna í 29:29 á ögurstundu og þannig knýja fram framlengingu. Að henni lokinni var enn jafnt, 32:32, og því framlengt aftur. Tvær markvörslur Arnórs Freys Stefáns- sonar í marki Stjörnunnar frá Blæ Hinrikssyni undir blálok annarrar framlengingar skildu hins vegar á milli og eins marks sigur Stjörn- unnar niðurstaðan. Tvíframlengt í Garðabæ ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 _ Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur hjá Skauta- félagi Akureyrar skautakonu ársins 2021. Er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur útnefningu sem skauta- kona ársins hjá sambandinu. Á árinu vann Aldís Kara sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu í listskautum, fyrst íslenskra skautara og árangurinn því sögulegur. EM í listskautum verður haldið í Tallinn, Eistlandi, dagana 6.- 10. janúar næstkomandi. _ Ray Allen er enn sá leikmaður sem skorað hefur flestar þriggja stiga körf- ur í NBA-deildinni en það verður þó ekki lengi. Stephen Curry vantar nú aðeins eina slíka körfu til að jafna og tvær til að bæta metið en Curry lék í fyrrinótt með Golden State Warriors gegn Indiana Pacers og setti niður fimm þriggja stiga körfur í 102:100- sigri. Leiða má að því líkum að Curry hafi slegið metið þegar Golden State heimsótti New York Knicks í nótt. _ Marika Katarina E. Lönnroth og Gunnar Þór Ásgeirsson voru útnefnd keilarar ársins 2021 hjá Keilu- sambandi Íslands. Marika, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir skömmu, náði næstbesta árangri kvenna á Reykjavíkurleikunum í upp- hafi árs en hún endaði í 15. sæti með 207,3 í meðaltal. Marika varð Íslands- meistari en einnig Íslands- og bikar- meistari í liðakeppni með KFR Val- kyrjum. Gunnar Þór varð í 2. sæti á Íslandsmótinu og Íslands- og bik- armeistari í liðakeppni með ÍR PLS. Gunnar Þór fór til keppni á Evr- ópumóti landsmeistara sem fulltrúi Ís- lands og endaði þar í 5. sæti. Er hann þriðji Íslendingurinn sem náð hefur einu af átta efstu sætunum á EM landsmeistara. _ Amanda Andradóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, hefur náð sam- komulagi um starfslok við norska fé- lagið Vålerenga. Þetta kom fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins, þar sem segir að báðir aðilar hafi verið sammála um að ljúka samstarfinu. 433.is greinir frá því að hin 17 ára gamla Amanda hyggist reyna fyrir sér í sterkari deild. _ Pierre-Emerick Aubameyang hefur verið sviptur fyrirliðabandinu hjá enska knattspyrnufélaginu Arsenal vegna agabrots. Arsenal greindi frá þessu á vefsíðu félagsins í gær en í til- kynningunni kemur einnig fram að Aubameyang verði ekki valinn í hópinn fyrir leikinn gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. „Við ætlumst til þess að allir leik- menn, sérstaklega fyrirliðinn, fari eftir þeim reglum og við- miðum sem við höf- um sett og komið okkur saman um,“ sagði í tilkynningunni. Eitt ogannað Hallbera Guðný Gísladóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, er á leið til Kalmars, nýliða í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu kvenna. Hallbera lék með AIK, sem var einnig nýliði í deildinni á liðnu tímabili, en samningur hennar við félagið er útrunninn. Fótbolti.net greindi frá því í gær að næsti viðkomustaður Hallberu, sem er 35 ára gömul, sé í Kalmar. Þar mun hún hitta fyrir annan ís- lenskan leikmann, Andreu Thor- isson, sem hefur leikið með Kalmar undanfarin tvö tímabil. Hallbera Guðný á leið til nýliða Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Svíþjóð Hallbera er að semja við sitt fjórða sænska félag á ferlinum. Njarðvík og ríkjandi bikarmeist- arar Hauka mætast í stórleik í und- anúrslitum VÍS-bikarsins í körfu- knattleik kvenna. Snæfell og Breiðablik mætast í hinum leiknum. Hjá körlunum mætast Þór frá Þorlákshöfn og Valur annars vegar og Stjarnan og Keflavík hins vegar í undanúrslitum VÍS-bikarsins. Undanúrslitin og úrslitin fara fram í Smáranum í Kópavogi í jan- úar. Undanúrslit karla fara fram 12. janúar og undanúrslit kvenna daginn eftir. Úrslitaleikirnir fara svo báðir fram 15. janúar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spenna Aliyah Collier og stöllur hennar í Njarðvík mæta Haukum. Stórleikur í undanúrslitum ENSKI BOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Þar gjörsigruðu Englandsmeistarar Manchester City ráðvillt lið Leeds United og Aston Villa sótti góðan útisigur gegn botnliði Norwich City. Það var strax ljóst í hvað stefndi þegar Phil Fod- en kom Man. City yfir gegn Leeds strax á áttundu mínútu. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Jack Grealish forystuna og Kevin De Bruyne komst á blað eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan í hálfleik 3:0 og útlitið ansi dökkt fyrir Leeds. Ekki batnaði það í síðari hálfleik því Riayd Mahrez skoraði fjórða markið snemma í honum og De Bruyne sitt annað mark og fimmta mark City eftir rúmlega stundarfjórðungs leik. Miðverðirnir John Stones og Nathan Aké bættu við hvor sínu markinu áður en yfir lauk og 7:0-sigur City því staðreynd. Í þessum ham virðist fátt geta stöðvað Eng- landsmeistarana í titilvörn sinni þótt bæði Liver- pool og Chelsea séu skammt undan og muni gera tilraun til þess að skáka þeim. City er eftir sigurinn áfram á toppi úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan Liverpool og fimm fyrir ofan Chelsea, sem eiga þó bæði leik til góða á fimmtudagskvöld. Fjórir af sex hjá Gerrard Aston Villa gerði góða ferð til Norwich þar sem liðið vann sterkan 2:0-sigur á heimamönnum í hin- um leik gærkvöldsins. Leikur Brentford og Man- chester United, sem einnig átti að fara fram í gær, gat ekki farið fram vegna kórónuveirusmita innan herbúða Rauðu djöflanna. Hinn ungi og efnilegi Ja- cob Ramsey kom Villa yfir gegn Norwich á 34. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak. Norwich reyndi hvað það gat til þess að jafna metin en þess í stað var það Ollie Watkins sem tvöfaldaði forystu Villa skömmu fyrir leikslok og þar við sat. Villa fer með sigrinum upp í efri hlutann, níunda sætið, og hefur nú unnið fjóra af fyrstu sex deildar- leikjum sínum undir stjórn Stevens Gerrards. Í hinum tveimur leikjunum hefur liðið tapað með einu marki gegn Man. City og Liverpool. Gerrard tók við af Dean Smith, sem tók sjálfur við stjórnartaumunum hjá Norwich en auðnaðist ekki að klekkja á sínum gömlu félögum. Norwich er áfram á botni deildarinnar. Flugeldasýning hjá City sem skoraði sjö mörk AFP Sjö Illan Meslier, markvörður Leeds, niðurlútur eftir að Nathan Aké skoraði sjöunda mark Man. City. - Leeds sá ekki til sólar - Gott gengi Villa undir stjórn Gerrards heldur áfram Danmörk og Spánn tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum HM í handknattleik kvenna á Spáni eftir að hafa bæði unnið góða fimm marka sigra. Danmörk mætti Brasilíu og var leikurinn í járnum til að byrja með. Leiddu Danir með einu marki, 14:13, í leikhléi. Áfram var leik- urinn jafn og spennandi í upphafi síðari hálfleiks. en eftir að Brasilía minnkaði muninn í 21:19 skoraði Danmörk næstu tvö mörk. Staðan orðin 23:19 og átti Brasilía í erf- iðleikum með að ná í skottið á Dan- mörku það sem eftir lifði leiks. Að lokum sigldu Danir góðum 30:25- sigri í höfn. Sandra Toft átti stórleik í marki Danmerkur, varði 17 skot og var með 42 prósent markvörslu. Marka- hæst Dana var Lærke Nolsöe með sex mörk. Adriana Cardoso hjá Brasilíu var hins vegar lang- markahæst í leiknum með tíu mörk. Heimakonur á Spáni mættu þá- Þýskalandi í gærkvöldi og hófu leikinn afleitlega þar sem þær þýð- versku komust í 0:4 í upphafi leiks. Þegar leið á fyrri hálfleikinn unnu Spánverjar sig betur inn í leikinn og voru búnir að snúa taflinu við þegar flautað var til leikhlés. Stað- an var þá 14:10. Þýskaland komst ekki nær en tveimur mörkum frá Spáni í síðari hálfleik, sem vann að lokum 26:21-sigur. Carmen Campos var markahæst í liði Spánar með sjö mörk og Julia Maidhof markahæst í liði Þýska- lands með sex mörk. Danmörk og Spánn komin í undanúrslit AFP Öflugar Toft og Cardoso í gær. KÖRFUKNATTLEIKUR: Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Smárinn: Breiðablik – Keflavík........... 18.15 Grindavík: Grindavík – Fjölnir ........... 19.45 Origo-höllin: Valur – Haukar .............. 20.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.