Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
fengu Flosa til að lesa inn á auglýs-
ingar fyrir Bríó, fyrsta áfengislausa
bjórinn á Íslandi. Það samstarf vatt
nýlega upp á sig þegar Flosi og Bald-
ur fengu að taka þátt í að brugga
nýjan áfengislausan bjór hjá Borg
sem kemur á markað milli jóla og ný-
árs.
Sending af himnum ofan
„Ég hætti sjálfur að drekka áfengi
fyrir rúmum 12 árum síðan en mér
fannst áfram gaman að fara út að
skemmta mér. Það pirraði mig hins
vegar að það var ekkert annað í boði
en sykraðir gosdrykkir sem ég hef
ekki verið spenntur fyrir í seinni tíð.
Tilkoma þessara áfengislausu bjóra
var því himnasending fyrir mig,“
segir Flosi.
„Ég hef verið hrifinn af því sem
Borg er að gera, ég kynntist þessum
mönnum og þeir búa yfir ástríðu og
sköpunargleði. Þetta samstarf leiddi
til þess að ég þarf að þola það að
heyra í sjálfum mér í auglýsinga-
tímum þegar ég horfi á fótbolta og
svo kom brugghúsið með þessa hug-
mynd að gera með okkur bjór.“
Árni Theodór Long, bruggmeist-
ari hjá Borg, segir að starfsmenn
Borgar séu aðdáendur Drauganna
og því hafi fljótt komið upp sú hug-
mynd að sækja nafn samstarfsbjórs-
ins til sögunnar af ævintýrum Larry
Walters. „Einn af mörgum frábær-
um þáttum þeirra heitir „Larry fer á
flug“ og fjallar um mjög áhugaverða
sögu Larry Walters og garðstóla-
ævintýris hans. Við ákváðum því í
sameiningu að sækja innblástur í
þetta merkilega uppátæki við brugg-
un bjórsins,“ segir Árni. Larry þessi
vann sér það til frægðar árið 1982 að
láta draum sinn um að geta flogið
verða að veruleika. Hann fyllti 45
veðurbelgi af helíumi og batt við
garðstólinn sinn í San Pedro í Kali-
forníu. Flugfar Larrys náði 4.900
metra hæð og flaug hann í 45 mín-
útur þar til hann festist á endanum í
rafmagnslínu og komst heilu og
höldnu til jarðar.
Flosi segir að þátturinn um Larry
hafi verið einn sá fyrsti sem þeir
gerðu og hann hafi notið mikilla vin-
sælda. Sagan þykir skemmtileg enda
snúist hún um að láta drauma sína
rætast en feli jafnframt í sér varn-
aðarorð um að maður verði að passa
sig á drepa sig ekki í leiðinni.
„Það tengja margir við að eiga
svona drauma. Larry fannst ekki
nóg að fara í göngutúr, hann vildi
svífa einn um í háloftunum og horfa
niður á jörðina. Ef hann hefði hins
vegar farið mikið hærra en hann
gerði hefði hann vantað nokkuð sem
er okkur mikilvægt, súrefni.“
Komin langt frá brennsanum
Árni segir að konseptið á bak við
bjórinn, sem mun kallast Lóðastóla-
Larry, sé vísun í sögu hans. Bjórinn
sé í grunninn ákveðinn holdgerv-
ingur meðalmennskunnar rétt eins
og Larry var, millidökkur og ósíaður,
en sé svo þurrhumlaður á lokastigum
sem gefi honum eftirminnilega sér-
stöðu, rétt eins og flugferðin gerði
fyrir Larry. Flosi fékk einmitt það
verkefni að sjá um humlana við
bruggun bjórsins.
„Það er ákveðið listfengi í þessu að
gera bjór sem er frekar venjulegur
en hafa svo eitthvað smá sérstakt við
hann. Það passar við Larry. Ég
þurfti nú bara að hella humlum ofan í
pottinn við gerð bjórsins. Baldur var
látinn vinna miklu meira, hann sá um
eitthvað sem heitir hrat. Annars var
afskaplega gaman að fá að kynnast
þessari brugghúsamenningu betur
og ég hlakka til að smakka bjórinn.
Við erum komin ansi langt frá því að
drekka brennsa í kók eins og við
gerðum þegar ég var krakki.“
Áfengislaus óður til meðalmennsku
- Stjórnendur hlaðvarpsins Drauga fortíðar brugguðu bjór - Nafnið vísar til vinsælasta þáttarins
Ljósmyndir/Hari
Skál! Árni Long, Flosi, Baldur og Halldór Darri Guðjónsson bruggmeistari voru ánægðir með dagsverkið.
Verk Baldur Ragnarsson fékk það verkefni að sjá um hratið við bjórgerðina. Gleði Flosi Þorgeirsson var ánægður með að fá að sjá um humlana við bruggun bjórsins.
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Margt hefur breyst á þeim tæpu
tveimur árum sem eru liðin frá því
kórónuveirufaraldurinn hófst. Sam-
komutakmarkanir, grímuskylda og
persónubundnar sóttvarnir eru ekki
lengur framandi hugtök og aukinn
tími heima við hefur kallað á aukna
spurn eftir afþreyingu. Þar hafa
hlaðvörp komið afar sterk inn og allt
í einu þykir enginn maður með
mönnum nema að fylgjast með
nokkrum slíkum, hvort sem fólk ger-
ir það í sóttkvíar-göngutúr eða bara
heima um leið og það brýtur saman
þvottinn.
Eitt allra vinsælasta hlaðvarp
landsins er Draugar fortíðar sem
Flosi Þorgeirsson, tónlistarmaður og
sagnfræðingur, og Baldur Ragn-
arsson, tónlistarmaður með meiru,
halda úti. Þeir félagar hafa framleitt
yfir 80 þætti saman en í þeim rifjar
Flosi upp ýmsa áhugaverða liðna at-
burði og ræðir þá við Baldur. Stemn-
ingin í Draugum fortíðar virðist
höfða til margra því yfir sex þúsund
manns eru í umræðuhópi hlaðvarps-
ins þar sem eru oft lífleg skoðana-
skipti um efnistök þess. Flosi og
Baldur spjalla líka heilmikið um það
sem hefur drifið á daga þeirra sjálfra
á milli þátta og láta hugann reika. Í
þessu spjalli hefur Flosi til að mynda
rætt glímu sína við þunglyndi og
yndi af áfengislausum bjórum. Upp-
gangur áfengislausra bjóra hefur
einmitt verið mikill og hraður á Co-
vid-tímum og haldist að einhverju
leyti í hendur við vinsældir Draug-
anna. Forsvarsmenn Borgar brugg-
húss sáu sér því fljótt leik á borði og
Menntuðum lögreglumönnum við
störf hefur lítið sem ekkert fjölgað
hér á landi frá árinu 2007 þrátt fyrir
háleit markmið um annað. Skortur á
mannafla innan lögreglunnar og fjár-
magni kemur í veg fyrir að hægt sé
að sinna frumkvæðislöggæslu með
fullnægjandi hætti, en það er einn
mikilvægasti þátturinn í baráttunni
gegn skipulagðri brotastarfsemi.
Þetta segir Runólfur Þórhallsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn greining-
ardeildar ríkislögreglustjóra. Það
séu þó jákvæð teikn á lofti því vilyrði
hefur fengist fyrir því að taka inn
fleiri nema í lögregluskólann næsta
haust.
Áhætta vegna skipulagðrar brota-
starfsemi á Íslandi er mjög mikil, að
því er fram kemur í mati greiningar-
deildarinnar á skipulagðri brota-
starfsemi í skýrslu sem birtist í vik-
unni og felur hún í sér ógn við öryggi
samfélags og einstaklinga. Þá eykur
aukin notkun brotahópa á stafrænni
tækni álag á ýmsum sviðum löggæsl-
unnar.
Runólfur segir að draga megi þá
ályktun að skipulögð brotastarfsemi
sé umfangsmeiri hér á landi en af-
brotatölfræði segi til um, þar sem
skorti bæði mannafla og fjármagn til
að sinna frumkvæðislöggæslu með
fullnægjandi hætti. Skipulögð brota-
starfsemi getur heyrt undir fíkni-
efnabrot, mansal, tölvu- og netglæpi,
svik og falsanir og peningaþvætti.
„Þetta er dulin starfsemi og það er
ekki mikið um að lögreglan fái kærur
í þessum málaflokkum sem við erum
að eiga við. Frumkvæðisvinnan er því
algjör lykill að þessu og til þess að
sinna frumkvæðislöggæslu þá þurf-
um við fleiri lögreglumenn. Það er
bara alveg skýrt.“
Þá bendir Runólfur á, líkt og fram
kemur í skýrslunni, að lögreglan
verði sífellt að þróa sinn tæknibúnað
til að geta brugðist við, bæði í staf-
rænum samskiptum og svikamálum.
„Við þurfum að auka viðveru lögregl-
unnar í netheimum,“ segir hann.
Nánar er rætt við Runólf um þetta
mál á mbl.is.
Gríðarleg „nýsköpun“
er í svikamálum á netinu
- Menntuðum lögreglumönnum við störf hefur fjölgað hægt