Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 Það verður að viðurkennast að mig hryllir við þeirri til- hugsun að hafa engan enskan fótbolta til þess að horfa á um jólin. Vegna gífurlegs fjölda kór- ónuveirusmita innan raða fjölda félaga í ensku úrvalsdeildinni hafa nokkur þeirra stungið upp á því að fresta skuli keppni í deildinni fram yfir áramót. Búið er að fresta fjölda leikja í deildinni undanfarna viku og bú- ast má við því að fleiri leikjum verði frestað. Ómíkron-afbrigði veir- unnar herjar nú á Bretlandseyjar og þar eru leikmenn og starfs- fólk enskra félaga hvergi undan- skilin. Tillagan um að stöðva keppni í ensku úrvalsdeildinni um nokkurra vikna skeið er því vel skiljanleg. Forsvarsmenn deildarinnar hafa þó ekki tekið vel í tillöguna, í það minnsta ekki að sinni, og hyggjast halda áfram að meta stöðuna fyrir hvern og einn leik og sjá hvort frestun leiks sé nauðsynleg í hverju tilviki fyrir sig. Mér finnst sem það sé rök- rétt að halda sig við þá nálgun þar sem leikjaálag enskra úr- valsdeildarliða er nú þegar allt of mikið. Ekki myndi það batna ef hlé væri gert á deildakeppni í nokkr- ar vikur þar sem einhvers staðar þyrfti að koma þessum frestuðu leikjum fyrir í þegar pakkaðri leikjadagskrá. Svo eru jólin bara ekki söm án leikja í ensku úrvalsdeildinni á nánast hverjum degi til þess að ylja manni og létta lundina á dimmustu dögum ársins. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Þýskaland Bayern München – Wolfsburg................ 4:0 Staða efstu liða: Bayern München 17 14 1 2 56:16 43 Dortmund 16 11 1 4 39:23 34 Leverkusen 16 8 4 4 39:26 28 Hoffenheim 16 8 3 5 34:25 27 Freiburg 16 7 5 4 26:15 26 Mainz 16 7 3 6 25:16 24 E. Frankfurt 16 6 6 4 26:24 24 Union Berlin 16 6 6 4 22:21 24 B-deild: Holstein Kiel – St. Pauli.......................... 3:0 - Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahóp Holstein Kiel. Ítalía Lazio – Genoa ........................................... 3:1 Salernitana – Inter Mílanó ...................... 0:5 Staða efstu liða: Inter Mílanó 18 13 4 1 48:15 43 AC Milan 17 12 3 2 36:19 39 Atalanta 17 11 4 2 37:20 37 Napoli 17 11 3 3 34:13 36 Fiorentina 17 10 0 7 31:22 30 Roma 17 9 1 7 26:19 28 Juventus 17 8 4 5 23:17 28 Lazio 18 8 4 6 36:33 28 Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Verona – AC Milan .................................. 0:3 - Guðný Árnadóttir lék fyrstu 89 mínút- urnar með AC Milan. Belgía B-deild: Lommel – Waasland-Beveren................ 1:1 - Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 77 mín- úturnar með Lommel. England B-deild: Barnsley – WBA....................................... 0:0 Staða efstu liða: Fulham 22 13 6 3 51:18 45 Bournemouth 22 12 7 3 37:19 43 WBA 23 11 8 4 30:17 41 Blackburn 22 11 6 5 37:27 39 QPR 21 10 5 6 33:27 35 4.$--3795.$ Lise Klaveness, fyrrverandi lands- liðskona Noregs í knattspyrnu, verður í mars 2022 fyrsta konan til að gegna embætti forseta norska knattspyrnusambandsins. Valnefnd sambandsins tilkynnti þetta í gær en Terje Svendsen stígur til hliðar á ársþinginu í mars eftir að hafa stýrt sambandinu í sex ár. Lise Klaveness, sem er fertugur lög- fræðingur, hefur átt sæti í stjórn sambandsins frá 2018 en hún lék á sínum tíma 73 landsleiki fyrir Nor- egs hönd og spilaði fjórtán ár í úr- valsdeildunum í Noregi og Svíþjóð. Lise verður forseti í Noregi Ljósmynd/NFF Noregur Lise Klaveness tekur við æðsta embættinu í fótboltanum. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hafnaði í gær í 34. sæti af 89 kepp- endum í 100 metra skriðsundi kvenna á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Abu Dhabi. Jóhanna synti á 55,27 sekúndum og var aðeins frá sínum besta tíma í greininni, 54,74 sek- úndur, sem hún náði á Íslands- mótinu í síðasta mánuði. Seinni grein Jóhönnu á mótinu er 50 metra skriðsund sem er á dagskrá á mánudagsmorguninn en hún er eini fulltrúi Íslands á heimsmeistara- mótinu að þessu sinni. Jóhanna Elín í 34. sæti á HM Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson Ein Jóhanna Elín Guðmundsdóttir er fulltrúi Íslands á HM. Knattspyrnusamböndin tvö hafa þegar undirritað sáttmála um að opna sameiginlega skrifstofu í London þar sem mögulegt verði að skipuleggja ýmiss konar knatt- spyrnuviðburði. Sex bestu í A-deildina „Þjóðadeildin 2022-23 verður sú síðasta í þessari mynd. Við rædd- um við Knattspyrnusamband Suð- ur-Ameríku og frá 2024 munu þjóðir álfunnar koma inn í keppn- ina. Hvernig fyrirkomulagið verð- ur er enn í vinnslu. Tímaramminn fyrir landsleiki er það knappur að það er ekki hægt að sveigja það mikið til,“ sagði Boniek við Me- cyzki. Hann sagði enn fremur að sex bestu þjóðir Suður-Ameríku, Arg- entína og Brasilía ásamt vænt- anlega Kólumbíu, Síle, Perú og Úrúgvæ, myndu bætast við A-deild Þjóðadeildarinnar og hinar fjórar, Bólivía, Ekvador, Paragvæ og Venesúela, færu í B-deildina. Þar með er ljóst að t.d. Argentína og Brasilía fengju sannkallaða stór- leiki gegn þjóðum eins og Spáni, Þýskalandi, Ítalíu og Englandi, en vináttuleikir á milli þessara þjóða hafa nánast lagst af á und- anförnum árum eftir tilkomu Þjóðadeildarinnar sem tók við af vináttulandsleikjum. Keppnisfyrirkomulagið er ekki á hreinu en með þessari viðbót yrðu 22 þjóðir í A-deildinni í stað 16 og 20 þjóðir í B-deildinni. Allir leik- irnir færu fram í Evrópu til að halda ferðakostnaði niðri, þannig að suðuramerísku landsliðin myndu sem sagt dvelja í Evrópu á meðan keppnin stæði yfir. Suður-Ameríkuliðin eru á leið í Þjóðadeild Evrópu - Argentína, Brasilía og átta aðrar þjóðir verða væntanlega með frá 2024 AFP 2024 Lionel Messi gæti spilað 37 ára gamall með Argentínu í Þjóðadeildinni 2024 og Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, verður aðeins 23 ára og líkast til í liði Brasilíu. Þeir gætu meira að segja komið á Laugardalsvöllinn. FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Suður-Ameríkuþjóðirnar tíu verða þátttakendur í Þjóðadeild UEFA í karlaflokki í fótbolta frá og með árinu 2024, samkvæmt varaforseta Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, Pólverjanum Zbigniew Bo- niek. Hann staðfesti við pólska net- miðilinn Meczyki að viðræður milli knattspyrnusambanda Evrópu og Suður-Ameríku um framkvæmd keppninnar væri á lokastigi. Þegar liggur fyrir að Evrópu- meistarar Ítalíu og Suður- Ameríkumeistarar Argentínu mætast í London 1. júlí 2022 í nokkurs konar meistarakeppni heimsálfanna tveggja. ESPN fjallaði um málið í gær og segir að þessar fyrirætlanir séu augljóslega svar Evrópu og Suður- Ameríku við hugmyndum Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, sem snúast um að halda heims- meistaramót karla á tveggja ára fresti en mikil andstaða er við þær í þessum tveimur stærstu knatt- spyrnuálfum heimsins. UEFA og Conmebol, suðurameríska sam- bandinu, sé mikið í mun að koma á eigin mótum á þeim árum sem FIFA hyggist nota undir sín mót. FIFA er ekki búið að birta keppnisdagatalið sitt eftir 2024 en sambandið vill fleiri heimsmeist- aramót og að álfumótin verði hald- in á árunum á milli þeirra. Þá hef- ur FIFA einnig viðrað hugmyndir um að halda sína eigin Þjóðadeild á alþjóðavísu, þar sem keppt sé á milli heimsálfa. Alls stefna tólf íslenskir íþrótta- menn á þátttöku á Vetrarólympíu- leikunum sem fram fara í Peking í Kína og standa yfir dagana 4.-20. febrúar næstkomandi. Þetta kom fram í fréttatilkynn- ingu ÍSÍ. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir, María Finnbogadóttir og Sturla Snær Snorrason stefna á að keppa í alpa- greinum á leikunum. Albert Jónsson, Dagur Bene- diktsson, Isak Stiansson Pedersen, Kristrún Guðnadóttir og Snorri Einarsson vonast til að keppa í skíðagöngu og Baldur Vilhelmsson, Benedikt Friðbjörnsson og Marinó Kristjánsson stefna á að keppa á snjóbrettum á leikunum. Ísland átti alls fimm keppendur á síðustu Ólympíuleikum í Peyong- chang í Suður-Kóreu árið 2018. Tvo í alpagreinum og þrjá í skíðagöngu. „Miðað við núverandi stöðu á heimslistum má búast við því að fjöldi keppenda með keppnisrétt verði svipaður, auk þess sem vonir eru bundnar við keppendur í snjó- brettum,“ segir meðal annars í frétt ÍSÍ. „Kvótar eru á keppnisrétti og eru þeir misjafnir eftir greinum. Erfiðara er að vinna sér inn keppn- isrétt nú en áður vegna breytinga á lágmörkum. Einnig hefur verið erfiðara að ferðast og sækja mót erlendis sök- um heimsfaraldurs,“ segir enn- fremur á heimasíðu ÍSÍ. Tólf setja stefnuna á Vetrarólympíuleikana AFP Pyeongchang Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason var einn af fimm keppendum Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu árið 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.