Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 TIL SÖLU/LEIGU Völuteigur 17, 270 Mosfellsbæ Stærð: 2.092,2 m² Gerð: Iðnaðarhúsnæði Verð: 430.000.000 Bergsveinn S. 863 5868 Sigurður J. Helgi Már S. 897 7086 Magnús S. 861 0511 Ólafur S. 824 6703 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is - Sími 534 1020 Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Húsnæðið skiptist í 1.200 m² vinnusal með mikilli lofthæð með öflugu loftræstikerfi. Innangengt er úr vinnusal í 736 m² vörugeymslu með mikilli lofthæð og tveimur háum innkeyrsluhurðum. Salerni og starfsmannaaðstaða er á jarðhæð við hlið aðalinngangs. Skrifstofa er á 2. hæð sem er skráð 143,1 m² og er nýstandsett að miklu leyti og skiptist í opið rými, 5 lokaðar skrifstofur, kaffiaðstöðu og Wc. Parket á gólfum í skrifstofuhluta. Gott malbikað athafnasvæði er við húsið með góðri aðkomu s.s. fyrir stór tæki, bíla og gáma. Laust frá 1. febrúar 2022 Nánari upplýsingar um eignina veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali og leigumiðlari í s. 897 7086 helgi@jofur.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum að setja mikið fjármagn í það að flytja inn endurnýjanlega orku. Það er undarlegt hjá þjóð sem er heimsmethafi í notkun innlendrar endurnýjanlegrar orku að greiða stórfé fyrir að flytja inn slíka orku- gjafa,“ segir Glúmur Björnsson, efnaverkfræðingur og framkvæmda- stjóri rannsóknarstofunnar Fjölvers. Nokkur umræða hefur verið um skynsemi reglna sem skylda olíufé- lögin að blanda endurnýjanlegum orkugjöfum í jarðefnaeldsneyti til að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Skattaívilnanir hafa ver- ið við lýði frá árinu 2009 og íblönd- unarskylda frá 2015. Nú síðast hafa komið upp alvarleg gæðavandamál vegna jurtaolíu sem blandað er í dís- ilolíu. Margir vankantar „Mér finnst þetta hafa reynst eins og menn töldu sig sjá fyrir á sínum tíma. Þetta er mjög dýrt kerfi sem skilar óljósum árangri í útblásturs- málum,“ segir Glúmur þegar hann er spurður hvernig honum þætti reynsl- an hafa verið en hann var einn þeirra sem gagnrýndi reglurnar á sínum tíma. Hann segir að á þessum tíma hafi verið að koma í ljós og hafi raunar verið vitað áður en lögin voru sett að nýting matjurta sem eldsneytis hafi ekki aðeins mikinn kostnað í för með sér heldur óæskilegar hliðarverkanir úti í heimi. Þar sé verið að ryðja skóga og annað land til að rækta eldsneyti sem sé í samkeppni við matvæli og hafi þess vegna áhrif á matvælaverð. Nefnir Glúmur að 40% af maísuppskeru í Bandaríkjunum séu notuð sem eldsneyti á bíla. Glúmur áætlar að ríkið hafi látið um 13 milljarða króna af hendi í skat- taívilnunum vegna innflutnings á jurtaolíu til íblöndunar frá árinu 2015 þegar hún var gerð að skyldu. Hann bendir á að ekki aðeins sé þetta dýrt fyrirkomulag heldur leiði af sér ýmsan annan kostnað innan- lands. Umstang og aukakostnaður sé við blöndunina. „Svo hafa menn verið að reka sig á það, eins og maður vissi fyrir, að gæðavandamál fylgja hluta af þessu eldsneyti. Lífdísill hefur skemmri endingartíma en hefð- bundin dísilolía og er líklegri til að taka í sig óhreinindi. Etanólið sem blandað er í bensín er vatnsleysan- legt efni og þurfa söluaðilar því að gæta þess vel að dreifikerfin séu al- veg vatnsfrí svo etanólið þvoist ekki úr bensíninu,“ segir Glúmur. Hann bætir því við að innflutn- ingur íblöndunarefna sé ekki aðeins dýr lausn heldur sé hún ekki var- anleg, eins og aukin notkun rafbíla og sparneytinna bíla er. „Þetta var ekki sjálfbær kerfisbreyting.“ Glúmur bendir á að samkvæmt upplýsingum Orkuseturs hafi 11,4% fólksbílaflotans verið svokallaðir hreinorkubílar nú í nóvember, það er að segja komnir að fullu eða ein- hverju leyti á rafmagn eða metangas. Ekki okkar veruleiki „Reglur Evrópusambandsins um íblöndun eru hugsaðar fyrir meg- inlandið þar sem menn eru að berjast við að koma hlutfalli endurnýjan- legrar orku upp í 20%. Það er ekki okkar veruleiki, við erum með 85% af okkar orku frá endurnýjanlegum orkulindum. Við erum því fyrir löngu búin að ná markmiði ESB hvað heildarorkunotkun varðar,“ segir hann. Glúmur leggur til að skatta- ívilnanir lífeldsneytis verði afnumd- ar. Þá verði lögum breytt þannig að í stað kvaða á einstaka söluaðila verði tekin upp landsmarkmið um hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi (5%) og 6% samdrátt í losun. Samdráttur í losun yrði þá metinn út frá hlutfalli ökutækja sem ganga fyrir endurnýjanlegri orku. Þannig gæti Ísland talið fram samdrátt í losun vegna auk- innar notkunar rafbíla sem er erfiðleikum bundið nú vegna mikillar hleðslu frá heima- húsum. Með þessum breytingum vær- um við búin að uppfylla kröfur ESB hvað bíl- ana varðar, með inn- lendri orku. Dýrt kerfi sem skilar óljósum árangri - Glúmur Björnsson efnaverkfræðingur leggur til afnám núverandi kerfis um íblöndun eldsneytis - Samdráttur í losun verði metinn út frá hlutfalli ökutækja sem ganga fyrir endurnýjanlegri orku Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bensínstöð Gæðavandamál hafa komið upp í lífdísilolíu sem helst eru rakin til íblöndunarefna sem kröfur eru gerðar um til að draga úr útblæstri. Skattaívilnanir vegna innflutn- ings á endurnýjanlegu elds- neyti voru fyrst teknar upp á árinu 2009. Þrátt fyrir það var innflutningur lítill vegna hás verðs og skerts orkugildis. Lög sem skylda olíufélögin til að blanda jarðefnaeldsneyti fyrir samgöngur á landi með endurnýjanlegu eldsneyti tóku gildi í byrjun árs 2015. Regl- urnar tóku gildi sex árum fyrr en Evrópureglur kröfðust. Minnst 5% af orkugildi elds- neytis í samgöngum á landi skyldi endurnýjanlegt. Hlutfallið var hækkað með reglugerð árið 2016 með kröfum um 6% samdrátt í losun. Til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda sem þessu nem- ur þarf hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis að fara vel yfir 10%. Hlutfallið þarf yfir 10% LAGASKYLDA AÐ BLANDA Glúmur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.