Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 www.plusferdir.is Ámaður ekki skilið gott tjill um jólin og um áramótin? Ná stressinu úr skrokknum, mæta núllstillt inní næsta ár. 20. desember - 3. janúar 49.900 kr. til KANARÍ Verð frá Stökktu! SÓL UMJÓLOG ÁRAMÓT SÍÐUSTU SÆTIN! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefnt er að því að hefja bólusetn- ingar barna á aldrinum 5 til 11 ára skömmu eftir áramót. Nákvæm út- færsla á framkvæmdinni liggur þó ekki fyrir en meðal þess sem er til skoðunar er að bólusetningarnar fari fram í grunnskólum. Ekki eru allir sáttir við áform um það en Samtökin frelsi og ábyrgð hafa sent bréf til almannavarna þar sem lýst er áhyggjum vegna áætlana um að bólusetja börn í húsnæði skól- anna. „Verði þessum áætlunum fram- fylgt má leiða líkur að því að það verði á allra vitorði, nemenda og starfsfólks skólans, hverjir hafa eða hafa ekki fengið umrædda sprautu,“ segir í bréfinu. Kemur þar einnig fram að slíkar upplýsingar gætu leitt til félagslegrar útskúfunar þar sem óbólusettu börnin gætu þótt hættu- leg eða óhrein. Gengur þetta gegn markmiðum íslenskra laga um grunnskóla, þar á meðal um almenna skólaskyldu og um skóla án aðgrein- ingar, að því er segir í bréfinu. Jón Viðar Matthíasson, fram- kvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir beiðni heilbrigðisyfirvalda um að nýta hús- næði skólanna til bólusetninga enn til skoðunar. Á fundi framkvæmda- ráðs almannavarnanefndar á höfuð- borgarsvæðinu í gærmorgun hafi hún verið rædd en fundað verður með heilsugæslunni á mánudag. Ekki góð reynsla af höllinni „Menn eru opnir fyrir því að nýta skólana en það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla sem við eigum eftir að ræða við heilsugæsluna,“ segir Jón Viðar. Hann segir ekki góða reynslu af því að nýta Laugardalshöll fyrir bólusetningar yngri aldurshópa þar sem um viðkvæman hóp sé að ræða. Væri æskilegra að vera í lokaðri rýmum með meira næði til að bregð- ast við þeim tilfellum þegar bólu- setning fer illa í viðkomandi, til dæmis vegna kvíða. Spurður út í bréfið og þau persónuverndarsjón- armið sem koma þar fram, segir Jón Viðar að horft sé til þeirra sjónar- miða og að þau séu hluti af sam- ráðinu. „Við vinnum þetta þétt með heilsugæslunni og reynum að finna bestu lausnina.“ hmr@mbl.is Hvar verða börn bólusett? - Deilt um staðsetningu bólusetninga Úrbóta er þörf í nokkr- um fjölda undirganga - Í Reykjavík eru 48 undirgöng - Laga þarf lýsingu víða Morgunblaðið/Árni Sæberg Vesturberg Lýsingu þótti ábótavant í þessum undirgöngum. Eins er ekki gott aðgengi að þeim öðrum megin. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þörf er á úrbótum í nokkrum fjölda undirganga í Reykjavík. Bæta þarf lýsingu í allmörgum þeirra til að auka öryggiskennd vegfarenda og vegna sjónskertra og þeirra sem eiga erfitt með að rata. Þetta kemur fram í skýrslu mann- réttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur um úttekt á undir- göngum borgarinnar. Hún var ný- lega lögð fram í skipulags- og sam- gönguráði. Í Reykjavík eru samtals 48 undir- göng og gerðu starfsmenn mann- réttinda- og lýðræðisskrifstofu út- tekt á þeim. Könnuð var lýsing, aðgengi, sýnileiki og hvort annar möguleiki var á þverun götu, t.d. hvort gangbraut var til staðar. Úttektin sýndi að lýsing var í 33 undirgöngum, aðgengi var í 30 þeirra og við fern undirgöng var völ á annars konar götuþverun. Skortur á aðgengi í undirgöngum getur t.d. verið vegna mikils bratta í göngunum eða stígum sem að þeim liggja og eins ef þar eru tröppur sem fatlað fólk getur ekki notað. Bent er á að mikilvægt sé að merkja undir- göng svo þau séu vel sýnileg vegfar- endum. Undirgöng þar sem lýsingu þótti ábótavant voru m.a. undir Vestur- bergi, rétt við verslunina Iceland. Aðgengi er gott öðrum megin en einungis tröppur hinum megin. Að- eins ein pera er í ómerktum undir- göngum undir Vesturlandsveg við Sævarhöfða. Engin lýsing er í ómerktum undirgöngum undir Stekkjarbakka við Urðarstekk. Göngin eru ósýnileg frá götu og ná- grenni en ekki er um aðra götuþver- un að ræða þarna. Lýsing er hins vegar til staðar í göngum undir Suðurhóla og þau eru aðgengileg. Hægt er að sjá í göngin frá íbúðum beggja vegna við. Eins er lýsing t.d. í göngum undir Breið- holtsbraut við Mjódd, göngum undir Reykjanesbraut við Stjörnugróf og göngum undir Höfðabakka við Ár- bæjarsafn. Aðgengi að undir- göngum þótti ábótavant m.a. við göng undir Miklubraut við Löngu- hlíð, við göng undir Breiðholtsbraut við Elliðaár, við göng undir Reykja- nesbraut við Mjódd og við göng und- ir Kristnibraut við Maríubaug. Gott aðgengi er við göng undir Snorrabraut, undir Bústaðaveg við Veðurstofu og Breiðholtsbraut við Arnarbakka. Íslenska ríkinu er gert að greiða Guðjóni Skarphéðinssyni og dán- arbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, tveimur af sakborningum í Guð- mundar- og Geirfinnsmáli, samtals 610 milljónir. Þetta er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði héraðs- dómur sýknað ríkið af öllum kröfum í málinu. Landsréttur vísaði aftur á móti bótakröfu dánarbús Tryggva Rún- ars Leifssonar frá dómi. Ríkinu er gert að greiða Guðjóni 260 milljónir en dánarbúi Kristjáns 350 milljónir. Guðjón gerði kröfu upp á um 1,3 milljarða vegna áralangrar órétt- mætrar frelsissviptingar. Krafa dánarbús Kristjáns var tví- þætt. Annars vegar miskabótakrafa að fjárhæð 1.629.323.810 krónur fyr- ir brot gegn friði, persónu og æru hans. Hins vegar krafa að fjárhæð kr. 25.530.910 vegna þess fjártjóns sem hann hafi orðið fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar ónýttust. Dánarbú Tryggva Rúnars krafðist þess að honum yrðu greidd- ar alls 1.644.672.833 krónur. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars Júl- íussonar, sagði dóminn góðan sigur og mjög ásættanlega niðurstöðu. „Það er viðurkennt að Kristján þurfti að þola vanvirðandi meðferð af hálfu ríkisins og mikinn órétt um langan tíma sem litaði allt hans líf frá tvítugu og fram í andlátið. Fyrir það eru honum dæmdar þessar bætur sem eru þær langhæstu í Íslandssög- unni í svona máli,“ sagði Arnar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lög- maður dánarbús Tryggva, sagði í samtali við mbl.is að sýknað hefði verið vegna þess að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað og að við málshöfðun rynni krafan ekki til dánarbúsins. Annað hefði verið upp á teningnum með Kristján Við- ar, en hann hefði verið á lífi þegar málið var höfðað. „Þetta þýðir að íslenska ríkið hef- ur fjárhagslegan ábata af andláti manns sem það er uppvíst að því að pynta og frelsissvipta í þúsund daga,“ sagði Páll Rúnar. „Við það verður ekki unað.“ Kveðst hann gera ráð fyrir að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæsta- réttar hið fyrsta. Það sé þó að því gefnu að íslenska ríkið bæti ekki tjón Tryggva að eigin frumkvæði. „Það hefur verið yfirlýstur vilji íslenska ríkisins að allir sem voru sakfelldir sitji við sama borð.“ Dæmdi 610 millj- óna króna bætur - Landsréttur sneri við fyrri dómi Hópsmit kórónuveiru hefur komið upp á Alþingi en að minnsta kosti þrír þingmenn og tveir úr starfsliði þeirra hafa greinst með Covid-19. Líklegt þykir að fleiri smit eigi eftir að greinast. Um er að ræða Odd- nýju Harðardóttur, þingmann Sam- fylkingar, auk tveggja þingmanna Viðreisnar. Hanna Katrín Friðriksson, þing- flokksformaður Viðreisnar, stað- festi í samtali við mbl.is í gærkvöldi að tvö smitanna væru í þingflokki hennar. Ekki lá þá fyrir hverjir það eru sem munu þurfa að sæta sóttkví vegna smitanna, en smitrakning- arteymi hafði ekki haft samband. Hanna Katrín sagði að flestir hefðu þá þegar farið í próf. Bjóst hún við að niðurstöður myndu fást árdegis í dag. „Við göngum öll út frá því núna að við séum smituð. Það er eina vit- ið. Við högum okkur samkvæmt því,“ sagði Hanna. „Það verður kannski bara glænýr þingflokkur sem mætir í vinnu á mánudaginn.“ Hópsmit á Alþingi og þingmenn smitaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.