Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ekki verður lengur undan því vikist að færa Fossvallarétt, lögrétt Sel- tjarnarneshrepps hins forna, norður fyrir Suðurlandsveg. Flest leyfi vegna nýrrar réttar liggja fyrir og gerir Ólafur Dýrmundsson, búvísindamaður og fjáreigandi í Reykjavík, sér vonir um að hægt verði að hefjast handa við jarðvinnu í vetur. Ólafur segir að það sé merkilegt að Reykjavík sé sennilega eina höfuðborgin í heiminum sem eigi að- ild að afrétti og lögrétt sé á höfuð- borgarsvæðinu. Sjálfur er Ólafur fjallkóngur og markavörður og segir að fornum venjum og siðum sé fylgt við göngur og réttir. Hann vinnur nú að því að skrifa sögu sauðfjár- búskapar í Kópavogi, Reykjavík og Seltjarnarnesi, sem nýta afrétt Setltjarnaneshrepps hins forna. Reyndar hefur verið fjárlaust á Sel- tjarnarnesi í 55 ár. Réttardagurinn vinsæll Um 600 fjár koma til réttar í Fossvallarétt á hverju hausti, en auk fjáreigenda í Kópavogi og Reykjavík kemur þangað fé úr Ölf- usi, Grafningi og Þingvallasveit. Fé af þessum slóðum kemur einnig til réttar í Húsmúlarétt, norðaustur af Kolviðarhóli, en hún er sundurdrátt- arrétt og smala Ölfusingar til henn- ar. Það er þó ekki aðeins fé sem kemur til Fossvallaréttar, því fjöldi fólks hefur ævinlega fylgst með réttarstörfum, ekki síst börn af leik- skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þá nefnir Ólafur að það hafi verið vin- sælt hjá fjölskyldum varnarliðs- manna á Keflavíkurflugvelli að heimsækja fjárbændur á réttardegi á sínum tíma. Aðstoð lögreglu og Vegagerðar Fyrir um 20 árum var svæðið sunnan Suðurlandsvegar friðað frá Lögbergsbrekku og er beitarhólfið því norðan vegarins með tilheyrandi vörslugirðingum. „Eftir að Suður- landsvegur var tvöfaldaður á þess- um slóðum fyrir um áratug sköp- uðust erfiðleikar við að reka fé til réttar sunnan vegar. Að auki er Fossvallarétt komin til ára sinna, nánast að falli komin, og frá 2001 hefur hún verið á beitarfriðuðu svæði. Áður fyrr var Lækjarbotnarétt inn undir Selfjalli, en fyrri Foss- vallarétt var byggð í Lækjarbotna- landi 1955 og ný rétt á sama stað 1973. Hún hefur oft verið kölluð Lögbergsrétt og nú er komið að því að finna henni nýjan stað. Á réttardegi þurfum við að fá Vegagerðina til að taka niður kapal eða víravirki á milli akreina og leggja þökur yfir til að koma fé og hestum yfir veginn. Það gerist þó ekki fyrr en við höfum fengið lög- regluna til að loka báðum akreinum vegarins þar sem oft er mikil um- ferð. Þegar yfir er komið þá eru gömlu girðingarnar orðnar lélegar og töluverð fyrirhöfn að koma fénu þennan spöl yfir í réttina. Þessi staðsetning austan Lögbergsbrekk- unnar hefur því ýmis óþægindi í för með sér núorðið.“ Staðsetning væntanlegrar réttar er við Fossvallaá nyrðri sem einnig hefur heitið Heiðarbrúnarkvísl. Hún mun standa á Mosum, neðst í Fóelluvötnum neðri, í afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna. Allt gangna- og réttahald annast Fjár- eigendafélag Reykjavíkur og Sauð- fjáreigendafélag Kópavogs í umboði sveitarfélaganna. Samkvæmt upplýsingum Ólafs er afrétturinn þjóðlenda með óskertum rétti til sauðfjárbeitar allur innan lögsagnarumdæmis Kópavogs, sem fer því með skipulagsvaldið. Hann er innan svokallaðs norðurhólfs, ásamt heiðalöndum í Mosfellsbæ, Þingvallasveit, Grafningi og Ölfusi. Fossvallarétt hefur verið lögrétt síðan 1986 en áður var Hafravatns- rétt lögréttin. Jákvæð svör í leyfisferli Ný rétt og staðsetning hennar hefur verið í ferli frá 2014 og var þá sótt um ýmis leyfi, m.a. til forsætis- ráðuneytis sem fer með mál þjóð- lenda. Af fjárhagsástæðum meðal annars lá málið síðan niðri þar til í ár að sögn Ólafs. Sótt hefur verið um nauðsynleg leyfi og segir hann að svör hafi verið jákvæð, m.a. frá Mosfellsbæ, Landsneti og heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Í umsögn nefndarinnar segir að bæði Fossvallarétt og áformuð rétt séu á fjarsvæði vatnsverndar. Standi vilji til að gera nýja lögrétt vegna sauðfjárhalds á höfuðborg- arsvæðinu muni heilbrigðisnefndin ekki leggjast gegn framkvæmdinni. Nefndin telur þó að kanna hefði mátt betur hvort finna mætti rétt- inni annan stað. Að sögn Ólafs er það torvelt vegna háspennulína og framkvæmdaleyfið verði vonandi af- greitt á næstunni. Hófleg stærð á nýju réttinni Nýja réttin á að vera hringlaga samkvæmt grunnteikningu Ólafs, líkt og Ölfusrétt sem hann teiknaði 2016. Gamla Fossvallaréttin er fer- hyrnd eins og Húsmúlarétt sem Ólafur teiknaði 2006. Hann teiknaði einnig Krýsuvíkurrétt 2009 en þar er almenningurinn sexstrendur. Stærð nýju réttarinnar verður sniðin eftir þörfum, en nú eru rúm- lega 200 vetrarfóðraðar kindur í upprekstrarfélaginu. Töluvert af fé kemur einnig úr öðrum sveitar- félögum sem eiga aðild að norður- hólfi, einkum úr Ölfusi. Því er reiknað með um 600 fjár komi í fyrri rétt en fáeinir tugir í seinni rétt. Fjárrétt borgarbúa á nýjan stað - Ný Fossvallarétt norðan við Suðurlandsveg - Er á beitarfriðuðu svæði - Verður á Mosum, neðst í Fóelluvötnum neðri - Fornum venjum og siðum fylgt við göngur og réttir, segir fjallkóngurinn Ljósmynd/Geir A. Guðsteinsson Réttardagur Fólk og fé í Fossvallarétt, sennilega haustið 2005. Ólafur Dýrmundsson ræðir við einn fjölmargra réttargesta sem tóku þátt í störfunum. Lo ft m yn d ir eh f. Núverandi rétt Sunnan við Suðurlandsveg Ný Fossvallarétt Norðan við Suður- landsveg KÓPAVOGUR ÖLFUS MOSFELLSBÆR Sandskeið Suðurlandsvegur Lyklafell Ný Fossvallarétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.