Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 50
50 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
Olísdeild karla
Víkingur – KA....................................... 22:31
ÍBV – Stjarnan ..................................... 20:31
HK – Valur............................................ 29:31
Haukar – Afturelding .......................... 30:29
Grótta – FH .......................................... 21:25
Staðan:
FH 13 9 2 2 365:326 20
Haukar 13 9 2 2 388:353 20
Stjarnan 13 8 2 3 387:369 18
Valur 12 8 2 2 343:309 18
ÍBV 13 8 1 4 387:386 17
Selfoss 13 7 1 5 342:335 15
Afturelding 13 4 4 5 371:365 12
KA 13 6 0 7 367:375 12
Fram 12 4 2 6 339:343 10
Grótta 12 3 1 8 314:326 7
Víkingur 13 1 0 12 293:369 2
HK 12 0 1 11 318:358 1
Grill 66-deild kvenna
Grótta – Víkingur ................................. 20:16
Fram U – ÍR ......................................... 22:24
Staða efstu liða:
ÍR 10 8 1 1 252:208 17
Selfoss 9 6 1 2 254:226 13
FH 9 5 2 2 226:190 12
Fram U 10 5 0 5 276:274 10
Grótta 9 5 0 4 223:209 10
Valur U 9 4 1 4 237:240 9
HM kvenna
Undanúrslit:
Noregur – Spánn ................................. 27:21
- Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Frakkland – Danmörk ......................... 23:22
Danmörk
SönderjyskE – Mors............................ 24:30
- Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
SönderjyskE.
E(;R&:=/D
Subway-deild karla
Vestri – Stjarnan .................................. 65:71
Grindavík – Keflavík ............................ 76:90
Staðan:
Keflavík 10 9 1 897:814 18
Þór Þ. 10 8 2 972:869 16
Tindastóll 10 6 4 852:868 12
Grindavík 10 6 4 820:808 12
Njarðvík 9 6 3 860:759 12
Valur 10 6 4 800:792 12
KR 10 5 5 907:920 10
Breiðablik 10 4 6 1049:1031 8
Stjarnan 9 4 5 779:766 8
ÍR 10 3 7 869:931 6
Vestri 10 2 8 796:871 4
Þór Ak. 10 0 10 738:910 0
1. deild karla
ÍA – Álftanes......................................... 72:98
Sindri – Selfoss ..................................... 93:74
Fjölnir – Hrunamenn......................... 100:90
Haukar – Skallagrímur...................... 109:71
Staða efstu liða:
Haukar 13 11 2 1332:990 22
Álftanes 13 10 3 1231:1057 20
Höttur 11 9 2 1086:929 18
Sindri 13 8 5 1187:1119 16
Selfoss 13 7 6 1114:1114 14
1. deild kvenna
Stjarnan – Hamar/Þór ......................... 49:79
Staða efstu liða:
ÍR 9 8 1 697:527 16
Ármann 9 7 2 745:582 14
Þór Ak. 9 6 3 655:571 12
KR 9 6 3 681:629 12
Aþena/UMFK 10 5 5 699:725 10
Hamar/Þór 10 5 5 724:707 10
Spánn
B-deild:
Melilla – Gipuzkoa .............................. 71:79
- Ægir Már Steinarsson skoraði 6 stig fyr-
ir Gipuzkoa, tók eitt frákast og gaf sjö stoð-
sendingar á 26 mínútum.
NBA-deildin
Indiana – Detroit .............................. 122:113
Brooklyn – Philadelphia .................. 114:105
Houston – New York........................ 103:116
Phoenix – Washington ....................... 118:98
>73G,&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Höllin Ak.: Þór – Hörður ....................... L14
Varmá: Afturelding U – ÍR ................... L15
Origo-höll: Valur U – Vængir J............. L17
Dalhús: Fjölnir – Haukar U .................. L17
Digranes: Kórdrengir – Berserkir........ S15
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Eyjar: ÍBV U – FH............................ L13.30
Sethöllin: Selfoss – Valur U .............. S19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Stykkishólmur: Snæfell – ÍR................. L14
Ísafjörður: Vestri – Ármann.................. L16
Sauðárkrókur: Tindastóll – Fjölnir b ... L18
Meistaravellir: KR – Þór Ak ................. L18
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Egilshöll: Fjölnir – SA ...................... L16.45
UM HELGINA!
hálfleik en FH komst 21:20 yfir þeg-
ar fimm mínútur voru til leiksloka og
leit aldrei um öxl eftir það.
Phil Döhler átti mjög góðan leik í
marki FH, varði 14 skot og var með
41% markvörslu, og Einar Baldvin
Baldvinsson átti stórleik í marki
Gróttu og varði 16 skot.
FH er í efsta sæti deildarinnar
með 20 stig en Grótta er í tíunda
sætinu með 7 stig.
_ Þá átti Björgvin Páll Gúst-
avsson stórleik í marki Vals þegar
liðið vann tveggja marka sigur gegn
HK í Kórnum í Kópavogi en leiknum
lauk með 31:29-sigri Vals.
HK-ingar byrjuðu leikinn betur
en Valsmenn unnu sig vel inn í leik-
inn og náðu mest fjögurra marka
forskoti í síðari hálfleik.
Björgvin Páll varði 18 skot í mark-
inu en þeir Tumi Steinn Rúnarsson
og Finnur Ingi Stefánsson skoruðu
fimm mörk hvor fyrir Valsmenn.
Valur er með 18 stig í fjórða sæt-
inu en HK er með 1 stig í neðsta
sætinu.
_ Leó Snær Pétursson var
markahæstur Stjörnunnar þegar
liðið vann ellefu marka stórsigur
gegn ÍBV í Vestmannaeyjum en
leiknum lauk með 31:20-sigri
Garðbæinga. Leó Snær skoraði níu
mörk í leiknum, þar af fjögur af víta-
línunni.
Jafnræði var með liðunum í fyrri
hálfleik en Stjarnan tók öll völd á
vellinum í síðari hálfleik.
Björgvin Hólmgeirsson skoraði
sjö mörk fyrir Stjörnuna og þá átti
Brynjar Darri Baldursson stórleik í
markinu og varði 20 skot.
Stjarnan fer með sigrinum upp í
þriðja sæti deildarinnar í 18 stig en
ÍBV er í því fimmta með 17 stig.
_ Allan Nordberg fór á kostum í
liði KA þegar liðið vann öruggan níu
marka sigur gegn Víkingum í Vík-
inni í Fossvogi.
Nordberg gerð sér lítið fyrir og
skoraði tíu mörk í leiknum sem lauk
með 31:22-sigri Akureyringa.
Staðan var 3:3 eftir sjö mínútna
leik en þá tóku Akureyringar öll völd
á vellinum og unnu sannfærandi sig-
ur.
Einar Rafn Eiðsson skoraði sex
mörk fyrir KA og Nicolas Satchwell
varði átta skot í markinu.
Þetta var þriðji sigur KA í röð en
liðið er með 12 stig í áttunda sætinu
á meðan Víkingar eru með 2 stig í
ellefta og næstneðsta sætinu.
Toppliðin unnu
með herkjum
- Stórsigur Stjörnunnar í Eyjum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
7 Adam Haukur Baumruk fór mikinn fyrir Hauka gegn Aftureldingu á Ás-
völlum í gær og var annar markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk.
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Adam Haukur Baumruk og Brynj-
ólfur Snær Brynjólfsson voru at-
kvæðamestir Hauka þegar liðið
vann nauman sigur gegn Aftureld-
ingu í úrvalsdeild karla í handknatt-
leik, Olísdeildinni, á Ásvöllum í
Hafnarfirði í þrettándu umferð
deildarinnar í gær.
Leiknum lauk með 30:29-sigri
Hauka en Adam Haukur og Brynj-
ólfur Snær skoruðu sjö mörk hvor.
Afturelding fékk tækifæri til að
jafna metin í lokasókn leiksins en
skot Birkis Benediktssonar fór
framhjá markinu.
Haukar eru í öðru sæti deild-
arinnar með 20 stig en Afturelding
er í sjöunda sætinu með 12 stig.
_ Ásbjörn Friðriksson átti frá-
bæran leik fyrir FH þegar liðið vann
þriggja marka sigur gegn Gróttu í
Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi en
Ásbjörn skoraði átta mörk í leiknum
sem lauk með 25:21-sigri Hafnfirð-
inga.
Grótta var stekari aðilinn í fyrri
Srdjan Tufegdzic hefur verið ráð-
inn þjálfari sænska knattspyrnu-
félagsins Öster. Tufegdzic, sem er
41 árs gamall, skrifaði undir
tveggja ára samning við B-
deildarfélagið með möguleika á
eins árs framlengingu. Hann mun
taka formlega við liðinu um ára-
mótin en hann hefur verið aðstoð-
arþjálfari karlaliðs Vals undanfarin
tvö ár. Þá hefur hann einnig stýrt
Grindavík og KA á ferlinum. Öster
endaði í fimmta sæti B-deildarinnar
á nýliðinni leiktíð en Alex Þór
Hauksson er leikmaður Öster.
Frá Hlíðarenda
til Svíþjóðar
Morgunblaðið/Eggert
Öster Srdjan Tufegezic skrifaði
undir tveggja ára samning.
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu hefur keppni í B-deild
Þjóðadeildar UEFA 2022 með úti-
leik gegn Ísrael í Tel Aviv. Hann fer
fram 2. júní en í kjölfarið spilar Ís-
land þrjá leiki í viðbót í keppninni á
tólf dögum. Albanía leikur á Laug-
ardalsvelli 6. júní og Ísrael 13. júní,
en á milli bregður íslenska liðið sér
til Rússlands og spilar þar 10. júní.
Tveir síðustu leikirnir fara síðan
fram um haustið, heimaleikur við
Rússa 24. september og að lokum
er útileikurinn gegn Albaníu á dag-
skrá þremur dögum síðar.
Fyrsti leikurinn
verður í Ísrael
Morgunblaðið/Eggert
Júní Íslenska karlalandsliðið leikur
fjóra leiki í júnímánuði 2022.
Jaka Brodnik skoraði 20 stig fyrir
Keflavík þegar liðið vann þægileg-
an 90:76-sigur gegn nágrönnum
sínum í Grindavík í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik, Subway-
deildinni, í HS Orku-höllinni í
Grindavík í tíundu umferð deild-
arinnar í gær.
Calvin Burks skoraði 18 stig fyrir
Keflavík og Hörður Axel Vilhjálms-
son skoraði 17 stig og gaf tíu stoð-
sendingar.
Ivan Aurrecoechea og Elbert
Matthews voru stigahæstir Grind-
jána með 19 stig hvor en Aurreco-
echea tók 10 fráköst í leiknum.
Þá var David Gabrovsek stiga-
hæstur Stjörnunnar þegar liðið
vann 71:65-sigur gegn Vestra á Ísa-
firði í hörkuleik.
Shawn Hopkins og Robert
Turner skoruðu 12 stig hvor fyrir
Stjörnuna en Turner tók einnig níu
fráköst.
Rubiera Rapaso var stigahæstur
Vestramanna með 19 stig og Nem-
anja Knezevic skoraði 16 stig og
tók sextán fráköst.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tvenna Hörður Axel skoraði 17 stig og gaf tíu stoðsendingar í gær.
Keflavík endurheimti
toppsætið í Grindavík
Þórir Hergeirsson er kominn í úr-
slitaleik heimsmeistaramóts kvenna
í handknattleik með norska lands-
liðið eftir öruggan 27:21-sigur gegn
Spáni í undanúrslitum keppninnar í
Granollers á Spáni í gær.
Noregur byrjaði leikinn betur og
náði mest þriggja marka forskoti í
fyrri hálfleik, 8:5. Spánverjar neit-
uðu hins vegar að gefast upp og
þeim tókst að jafna metin undir lok
fyrri hálfleiks og staðan því 11:11 í
hálfleik.
Norðmenn byrjuðu síðari hálf-
leikinn af krafti, náðu snemma
þriggja marka forskoti á nýjan leik,
15:12, en Spánverjum tókst að
minnka muninn í 14:15. Þá hrökk
norska liðið í gang og þær náðu
fjögurra marka forskoti, 19:15, þeg-
ar fimmtán mínútur voru til leiks-
loka. Þá var allur vindur úr
spænska liðinu, norska liðið gekk á
lagið, og fagnaði öruggum sigri í
leikslok.
Nora Mörk var markahæst í
norska liðinu með átta mörk og Kari
Brattset Dale skoraði sjö mörk. Þá
átti Katrine Lunde mjög góðan leik í
marki norska liðsins, varði 13 skot
og var með 38% markvörslu.
Fyrr um daginn vann Frakkland
nauman sigur gegn Danmörku í
hinu undanúrslitaeinvíginu, 23:20.
Danir leiddu nánast allan leikinn
en þegar tíu mínútur voru til leiks-
loka komust Frakkar yfir í fyrsta
sinn, 21:20, og þeir létu forystuna
ekki af hendi eftir það.
Það verða því Frakkland og Nor-
egur sem mætast í úrslitaleik á
morgun í Granollers en þetta er í tí-
unda sinn sem Noregur leikur til úr-
slita á stórmóti undir stjórn Þóris
sem tók við norska liðinu árið 2009.
Tíundi úrslitaleikur
Þóris á stórmóti
AFP
Gleði Leikmenn norska liðsins
fögnuðu vel og innilega í leikslok.