Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 49
DÆGRADVÖL 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. „HVAR ER PYLSAN MÍN?!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að horfa saman á hryllingsmyndir. Í STAÐ ÞESS AÐ LESA FRÉTTIR SKULUM VIÐ SKOÐA MYNDIR FRÁ FRÍINU MÍNU HÉR ERU MÁVAR AÐ RÁÐAST Á MIG OG FLEIRI MÁVAR … OG FLEIRI MÁVAR! LÁTTU ÞÁ BARA FÁ SAMLOKUNA! HRÓLFUR, ÞAÐ RIGNIR ENN! HVAÐ EF ÁIN FLÆÐIR YFIR BAKKA SÍNA OG DALURINN FER Á KAF? ÉG ER TILBÚINN! „ÞETTA ER MINN KVIÐUR. ÞAÐ KLAPPAR MÉR ENGINN Á KVIÐINN GEGN VILJA MÍNUM.“ frændi vorum mjög góðir vinir og gott samband á milli okkar.“ Hestar eru aðaláhugamálið hjá Ásrúnu. „Góður reiðtúr í góðu veðri er það besta sem hægt er að hugsa sér og ég tala nú ekki um reiðtúr á Löngufjörum á Snæfellsnesi. Ef himnaríki er til þá trúi ég að himna- ríki sé eins og Löngufjörur. Ég elska sundlaugar og syndi töluvert. Nýjasta ástríðan er að spila brids, ég er búin að fara á tvö námskeið, 1 og 2. Svo er bara að æfa sig að spila og spila, æfingin skapar meistarann. Ég ætla að fagna deginum með afmælisveislu, þar sem þennan stóra dag ber upp á laugardag, með fjölskyldu og nánustu vinum.“ Fjölskylda Maki Ásrúnar er Örlygur V. Árnason, f. 12.7. 1958, húsasmíða- meistari. Synir Ásrúnar eru 1) Viktor Ari, f. 4.3. 1988, iðnaðarverkfræðingur, búsettur í Reykjavík; 2) Þorbergur, f. 2.1. 1995, sjómaður, búsettur í Reykjavík. Systkini Ásrúnar eru 1) Mál- fríður, f. 1.2. 1957, sjúkraliði, fótaað- gerðafræðingur og bóndi á Hríshóli í Reykhólasveit; 2) Anna, f. 6.9. 1958, gjörgæsluhjúkrunarfræð- ingur, búsett í Garðabæ; 3) Sigrún, f. 27.12. 1959, bankastarfsmaður, búsett í Kópavogi; 4) Sigurjón, f. 18.3. 1967, meltingarlæknir, búsett- ur í Kópavogi. Foreldrar Ásrúnar voru hjónin Vilberg Sigurjónsson, f. 13.4. 1931, d. 27.1. 1991, útvarpsvirki og kaup- maður. Hann rak verslun sem hét Radiostofa Vilbergs og Þorsteins, og var á Laugavegi 80, lengst af, og Sólveig S. Ellertsdóttir, f. 13.7. 1932, d. 10.1. 1979, húsmóðir. Ásrún Vilbergsdóttir Skúli Gíslason kennari í Reykhólasveit Rósamunda Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Reykhólasveit, síðar vinnukona í Rvík Sigurjón Skúlason vélvirki í Reykjavík Málfríður Anna Margrét Ásmundsdóttir húsmóðir í Reykjavík Vilberg Sigurjónsson útvarpsvirki og kaupmaður, rak Radiostofu Vilbergs og Þorsteins á Laugavegi, Rvík, bjó í Kópavogi Ásmundur Ásmundsson smiður í Reykjavík, síðar bóndi og smiður í Geysisbyggð í Manitoba, Kanada Vilborg Rögnvaldsdóttir húsmóðir í Reykjavík Þórður Þórðarson kaupmaður í Reykjavík Þórný Þórðardóttir húsmóðir í Reykjavík Axel Hafsteinn Þórðarson bifreiðarstjóri í Reykjavík Anna Ársælsdóttir húsmóðir í Reykjavík Ársæll Brynjólfsson sjómaður í Reykjavík Arndís Helgadóttir húsmóðir í Reykjavík Ætt Ásrúnar Vilbergsdóttur Sólveig S. Ellertsdóttir húsmóðir í Kópavogi, kjörfaðir hennar var Ellert Ágúst Magnússon Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Þann á bæjarburst ég sá. Bunan vellur honum frá. Montinn er hann ekkert smá. Einatt má á byssu sjá. Þetta er lausnin frá Hörpu á Hjarðarfelli: Á burst þar haninn hreykir sér. Úr hananum vatnið lekur. Monthaninn hann mikinn fer. Maður í hanann tekur. Eysteinn Pétursson svarar: Vindhana á bæjarburst ég sá. Buna vellur hana frá. Spígspora haninn mikið má. Megum svo hana á byssu sjá. „Lausnin vill vera svona“ hjá Helga R. Einarssyni: Vindhaninn er húsum á. Hana kemur bunan frá. Hænugreyin hanann þrá. Hanann má á byssum sjá. Guðrún B. leysir gátuna svona: Vindhani á bæjarburst. Úr brunahana vellur, en monthaninn oft gefur gust og Glock, án hana, smellur. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Hana á bæjarburst ég sá. Bunar vatnið hana frá. Hani montinn maður þá. Má á byssu hana sjá. Þá er limra: Heilluð af Halli var Svana, henni var illa við Grana Fellsmúla frá, en fanturinn sá hallur var undir hana. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Hríðarbylur úti er, ekki milli húsa sér, samt er andinn yfir mér og enn til reiðu gáta hér: Vegur þetta virðist mér. Vafalaust á fæti þér. Langt og mjótt á landi hér. Líka fremst á skeifu er. Sigrún Haraldsdóttir orti á fimmtudag: Vælir hátt með vonskuhvin vindur austan kemur, reiðilega rigningin ræðst á mig og lemur. Kristján H. Theódórsson yrkir: Sjúkan margan seðja kann, sýndur veislukostur. Grautarslettan gleður mann, og gatasexuostur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hani og hananú!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.