Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 51
ÍÞRÓTTIR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
Það verður að viðurkennast
að mig hryllir við þeirri til-
hugsun að hafa engan enskan
fótbolta til þess að horfa á um
jólin.
Vegna gífurlegs fjölda kór-
ónuveirusmita innan raða fjölda
félaga í ensku úrvalsdeildinni
hafa nokkur þeirra stungið upp
á því að fresta skuli keppni í
deildinni fram yfir áramót.
Búið er að fresta fjölda leikja í
deildinni undanfarna viku og bú-
ast má við því að fleiri leikjum
verði frestað.
Ómíkron-afbrigði veir-
unnar herjar nú á Bretlandseyjar
og þar eru leikmenn og starfs-
fólk enskra félaga hvergi undan-
skilin.
Tillagan um að stöðva
keppni í ensku úrvalsdeildinni
um nokkurra vikna skeið er því
vel skiljanleg.
Forsvarsmenn deildarinnar
hafa þó ekki tekið vel í tillöguna,
í það minnsta ekki að sinni, og
hyggjast halda áfram að meta
stöðuna fyrir hvern og einn leik
og sjá hvort frestun leiks sé
nauðsynleg í hverju tilviki fyrir
sig.
Mér finnst sem það sé rök-
rétt að halda sig við þá nálgun
þar sem leikjaálag enskra úr-
valsdeildarliða er nú þegar allt
of mikið.
Ekki myndi það batna ef hlé
væri gert á deildakeppni í nokkr-
ar vikur þar sem einhvers staðar
þyrfti að koma þessum frestuðu
leikjum fyrir í þegar pakkaðri
leikjadagskrá.
Svo eru jólin bara ekki söm
án leikja í ensku úrvalsdeildinni
á nánast hverjum degi til þess
að ylja manni og létta lundina á
dimmustu dögum ársins.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Þýskaland
Bayern München – Wolfsburg................ 4:0
Staða efstu liða:
Bayern München 17 14 1 2 56:16 43
Dortmund 16 11 1 4 39:23 34
Leverkusen 16 8 4 4 39:26 28
Hoffenheim 16 8 3 5 34:25 27
Freiburg 16 7 5 4 26:15 26
Mainz 16 7 3 6 25:16 24
E. Frankfurt 16 6 6 4 26:24 24
Union Berlin 16 6 6 4 22:21 24
B-deild:
Holstein Kiel – St. Pauli.......................... 3:0
- Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í
leikmannahóp Holstein Kiel.
Ítalía
Lazio – Genoa ........................................... 3:1
Salernitana – Inter Mílanó ...................... 0:5
Staða efstu liða:
Inter Mílanó 18 13 4 1 48:15 43
AC Milan 17 12 3 2 36:19 39
Atalanta 17 11 4 2 37:20 37
Napoli 17 11 3 3 34:13 36
Fiorentina 17 10 0 7 31:22 30
Roma 17 9 1 7 26:19 28
Juventus 17 8 4 5 23:17 28
Lazio 18 8 4 6 36:33 28
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Verona – AC Milan .................................. 0:3
- Guðný Árnadóttir lék fyrstu 89 mínút-
urnar með AC Milan.
Belgía
B-deild:
Lommel – Waasland-Beveren................ 1:1
- Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 77 mín-
úturnar með Lommel.
England
B-deild:
Barnsley – WBA....................................... 0:0
Staða efstu liða:
Fulham 22 13 6 3 51:18 45
Bournemouth 22 12 7 3 37:19 43
WBA 23 11 8 4 30:17 41
Blackburn 22 11 6 5 37:27 39
QPR 21 10 5 6 33:27 35
4.$--3795.$
Lise Klaveness, fyrrverandi lands-
liðskona Noregs í knattspyrnu,
verður í mars 2022 fyrsta konan til
að gegna embætti forseta norska
knattspyrnusambandsins. Valnefnd
sambandsins tilkynnti þetta í gær
en Terje Svendsen stígur til hliðar
á ársþinginu í mars eftir að hafa
stýrt sambandinu í sex ár. Lise
Klaveness, sem er fertugur lög-
fræðingur, hefur átt sæti í stjórn
sambandsins frá 2018 en hún lék á
sínum tíma 73 landsleiki fyrir Nor-
egs hönd og spilaði fjórtán ár í úr-
valsdeildunum í Noregi og Svíþjóð.
Lise verður
forseti í Noregi
Ljósmynd/NFF
Noregur Lise Klaveness tekur við
æðsta embættinu í fótboltanum.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
hafnaði í gær í 34. sæti af 89 kepp-
endum í 100 metra skriðsundi
kvenna á heimsmeistaramótinu í 25
metra laug sem nú stendur yfir í
Abu Dhabi. Jóhanna synti á 55,27
sekúndum og var aðeins frá sínum
besta tíma í greininni, 54,74 sek-
úndur, sem hún náði á Íslands-
mótinu í síðasta mánuði. Seinni
grein Jóhönnu á mótinu er 50
metra skriðsund sem er á dagskrá á
mánudagsmorguninn en hún er eini
fulltrúi Íslands á heimsmeistara-
mótinu að þessu sinni.
Jóhanna Elín í
34. sæti á HM
Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson
Ein Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
er fulltrúi Íslands á HM.
Knattspyrnusamböndin tvö hafa
þegar undirritað sáttmála um að
opna sameiginlega skrifstofu í
London þar sem mögulegt verði að
skipuleggja ýmiss konar knatt-
spyrnuviðburði.
Sex bestu í A-deildina
„Þjóðadeildin 2022-23 verður sú
síðasta í þessari mynd. Við rædd-
um við Knattspyrnusamband Suð-
ur-Ameríku og frá 2024 munu
þjóðir álfunnar koma inn í keppn-
ina. Hvernig fyrirkomulagið verð-
ur er enn í vinnslu. Tímaramminn
fyrir landsleiki er það knappur að
það er ekki hægt að sveigja það
mikið til,“ sagði Boniek við Me-
cyzki.
Hann sagði enn fremur að sex
bestu þjóðir Suður-Ameríku, Arg-
entína og Brasilía ásamt vænt-
anlega Kólumbíu, Síle, Perú og
Úrúgvæ, myndu bætast við A-deild
Þjóðadeildarinnar og hinar fjórar,
Bólivía, Ekvador, Paragvæ og
Venesúela, færu í B-deildina. Þar
með er ljóst að t.d. Argentína og
Brasilía fengju sannkallaða stór-
leiki gegn þjóðum eins og Spáni,
Þýskalandi, Ítalíu og Englandi, en
vináttuleikir á milli þessara þjóða
hafa nánast lagst af á und-
anförnum árum eftir tilkomu
Þjóðadeildarinnar sem tók við af
vináttulandsleikjum.
Keppnisfyrirkomulagið er ekki á
hreinu en með þessari viðbót yrðu
22 þjóðir í A-deildinni í stað 16 og
20 þjóðir í B-deildinni. Allir leik-
irnir færu fram í Evrópu til að
halda ferðakostnaði niðri, þannig
að suðuramerísku landsliðin
myndu sem sagt dvelja í Evrópu á
meðan keppnin stæði yfir.
Suður-Ameríkuliðin eru á
leið í Þjóðadeild Evrópu
- Argentína, Brasilía og átta aðrar þjóðir verða væntanlega með frá 2024
AFP
2024 Lionel Messi gæti spilað 37 ára gamall með Argentínu í Þjóðadeildinni 2024 og Vinicius Junior, leikmaður
Real Madrid, verður aðeins 23 ára og líkast til í liði Brasilíu. Þeir gætu meira að segja komið á Laugardalsvöllinn.
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Suður-Ameríkuþjóðirnar tíu verða
þátttakendur í Þjóðadeild UEFA í
karlaflokki í fótbolta frá og með
árinu 2024, samkvæmt varaforseta
Knattspyrnusambands Evrópu,
UEFA, Pólverjanum Zbigniew Bo-
niek.
Hann staðfesti við pólska net-
miðilinn Meczyki að viðræður milli
knattspyrnusambanda Evrópu og
Suður-Ameríku um framkvæmd
keppninnar væri á lokastigi.
Þegar liggur fyrir að Evrópu-
meistarar Ítalíu og Suður-
Ameríkumeistarar Argentínu
mætast í London 1. júlí 2022 í
nokkurs konar meistarakeppni
heimsálfanna tveggja.
ESPN fjallaði um málið í gær og
segir að þessar fyrirætlanir séu
augljóslega svar Evrópu og Suður-
Ameríku við hugmyndum Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, FIFA,
sem snúast um að halda heims-
meistaramót karla á tveggja ára
fresti en mikil andstaða er við þær
í þessum tveimur stærstu knatt-
spyrnuálfum heimsins. UEFA og
Conmebol, suðurameríska sam-
bandinu, sé mikið í mun að koma á
eigin mótum á þeim árum sem
FIFA hyggist nota undir sín mót.
FIFA er ekki búið að birta
keppnisdagatalið sitt eftir 2024 en
sambandið vill fleiri heimsmeist-
aramót og að álfumótin verði hald-
in á árunum á milli þeirra. Þá hef-
ur FIFA einnig viðrað hugmyndir
um að halda sína eigin Þjóðadeild
á alþjóðavísu, þar sem keppt sé á
milli heimsálfa.
Alls stefna tólf íslenskir íþrótta-
menn á þátttöku á Vetrarólympíu-
leikunum sem fram fara í Peking í
Kína og standa yfir dagana 4.-20.
febrúar næstkomandi.
Þetta kom fram í fréttatilkynn-
ingu ÍSÍ.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir,
Katla Björg Dagbjartsdóttir, María
Finnbogadóttir og Sturla Snær
Snorrason stefna á að keppa í alpa-
greinum á leikunum.
Albert Jónsson, Dagur Bene-
diktsson, Isak Stiansson Pedersen,
Kristrún Guðnadóttir og Snorri
Einarsson vonast til að keppa í
skíðagöngu og Baldur Vilhelmsson,
Benedikt Friðbjörnsson og
Marinó Kristjánsson stefna á að
keppa á snjóbrettum á leikunum.
Ísland átti alls fimm keppendur á
síðustu Ólympíuleikum í Peyong-
chang í Suður-Kóreu árið 2018. Tvo
í alpagreinum og þrjá í skíðagöngu.
„Miðað við núverandi stöðu á
heimslistum má búast við því að
fjöldi keppenda með keppnisrétt
verði svipaður, auk þess sem vonir
eru bundnar við keppendur í snjó-
brettum,“ segir meðal annars í frétt
ÍSÍ.
„Kvótar eru á keppnisrétti og
eru þeir misjafnir eftir greinum.
Erfiðara er að vinna sér inn keppn-
isrétt nú en áður vegna breytinga á
lágmörkum.
Einnig hefur verið erfiðara að
ferðast og sækja mót erlendis sök-
um heimsfaraldurs,“ segir enn-
fremur á heimasíðu ÍSÍ.
Tólf setja stefnuna á Vetrarólympíuleikana
AFP
Pyeongchang Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason var einn af fimm
keppendum Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu árið 2018.