Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Page 2
Er eitthvert þema í Áramótaskopinu?
Fyrir hlé er efni sem tengist árinu sem er að líða og það er eitt risamál sem
mun gegnsýra þessari sýningu og ég held að fólk geti getið sér til um hvað.
Eftir hlé er ég svo með meiri spuna og eins eitthvað gamalt í bland og
eitthvað óvænt. Þetta er eins konar uppskeruhátíð fyrir hvert
ár.
Ertu ekki líka að herma eftir fólki?
Jú, jú, ég nota öll trix sem ég kann.
Hvaða fólk fær að kenna á því í ár?
Það er leyndó. Og það fær enginn að kenna á því
beint. Ég er meira grínspegill yfir árið, en svo er
þetta líka um mig sjálfan. Ef einhver fær á bauk-
inn, þá er það ég.
Hvaða áhrif hafði Covid á þig og þína
vinnu?
Covid breytti mér sem grínista. Ég er minna fast-
ur í prógramminu en ég var. Ég fór að skemmta
sjaldnar og meira á netinu, og þá verður maður
öðruvísi. Ég vona að ég sé ennþá fyndinn. Covid-
tíminn hefur verið besti tími lífsins, öfugt við það
sem maður hefði ekki haldið. Ég frumsýndi á Net-
flix í miðri Covid-bylgju og ég fékk heldur betur
góða dóma. Það opnuðust margar dyr. Ég var í
raun í útrás án þess að fara út fyrir landsteinana.
Er ekki erfitt að vera fyndinn á þess-
um leiðindatímum?
Nei, þvert á móti. Húmorinn verður svartari þegar
ástandið er þungt. Að mörgu leyti eru mín bestu gigg
hjá starfsstéttum sem glíma við erfiða hluti. Læknar og
hjúkrunarfræðingar hlæja rosalega mikið. Og útfar-
arstjórar hlæja svakalega líka.
Morgunblaðið/Eggert
ARI ELDJÁRN
SITUR FYRIR SVÖRUM
Húmorinn er svartari
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021
Þ
eir voru margir skellirnir á árinu, eins og gengur. Einn sá óvæntasti
var svívirðileg aðför bæjarstjórnar Akureyrar, míns gamla heima-
bæjar, að þeirri göfugu skepnu kettinum. Til stendur að loka hann
inni í svörtustu dýflissu og henda lyklinum, líkt og um skýlaust ásetningsbrot
á sóttvarnarlögum væri að ræða. Það sem verra er, í fylkingarbrjósti aðfar-
arinnar er minn gamli lærifaðir, Gunnar Gíslason, oddviti sjálfstæðismanna.
Það var þungt högg. Maður þarf ekki óvini þegar maður á slíka vini. Ég man
að Gunnar átti vörpulegan páfagauk í gamla daga, gott ef hann talaði ekki
tungum. Eina skýringin á þessu galna uppátæki okkar manns hlýtur að vera
sú að gauksi hafi orðið ketti að bráð. Hafa sveitarstjórnir þessa lands virki-
lega ekkert betra að gera?
Annars skil ég ekki alveg pæl-
inguna; ef loka á ketti inni til að
vernda fugla þarf þá ekki líka að
loka fugla inni til að vernda ána-
maðkana?
Hvað ætlar bæjarstjórn svo að
gera við skáldið Kött Grá Pjé? Er
hann ekki frá Akureyri?
Eins ólík og við erum, pistlahöf-
undarnir í þessu blaði, alltént þeir
sem eru í fastri vinnu hjá Árvakri,
þá eigum við eitt sameiginlegt:
Djúpa ást og virðingu fyrir köttum.
Ég meina, Ásdís má ekki sjá flæk-
ingskött á stjákli án þess að taka
hann að sér, það búa fleiri kettir hjá
Loga Bergmann en í Kattholti og bréfritari fer stundum hlýjum orðum um
köttinn sinn í skrifum sínum en þeir félagar vita fátt skemmtilegra en að
horfa saman á snóker í sjónvarpinu. Og malar þá hvor með sínu nefi.
Ég er engin undantekning; hef verið með kött eða ketti á heimilinu frá því
að ég hóf búskap fyrir bráðum þrjátíu árum. Og þekki þá að góðu einu. Núna
er það Gvendur dúllari, sem einmitt fagnar sjötugsafmæli sínu um þessar
mundir. Hann er snarbæklaður, elsku karlinn, og lítur út fyrir að vera á átt-
unda bjór þegar hann ráfar um hverfið. Sannarlega sjón að sjá. Samt bjargar
dúllarinn sér og eftir að hann uppgötvaði að nóg væri að berja duglega í mat-
ardallinn sinn til að fá ábót hefur kappinn staðið fyrir sinni eigin búsáhalda-
byltingu í vaskahúsinu. John Bonham hefði ábyggilega farið hjá sér.
Minnisstæðust er samt Oriental-hefðarlæðan Loftsala-Menja Axfjörð sem
varði ævinni ýmist í kjöltunni á mér eða á herðunum. Ég skrifaði heila bók
með hana horfandi yfir öxlina á mér. Kettir líta gjarnan á mann sem stoð-
tæki. Hún linnti heldur ekki látum fyrr en hún fékk að sofa undir handar-
krikanum á mér allar nætur. Já, við eigum ekki kettina okkar, þeir eiga okk-
ur. Fyrir hönd okkar allra á Sunnudagsblaðinu segi ég því hátt og snjallt:
Bæjarstjórn Akureyrar, skammastu þín! Svona gera menn ekki!
Alveg út í kött
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Annars skil ég ekki
alveg pælinguna; ef
loka á ketti inni til að
vernda fugla þarf þá ekki
líka að loka fugla inni til
að vernda ánamaðkana?
Silja Helgadóttir
Ég hugsa að það verði hangikjöt eða
lambalæri sem ég tek með til
Tenerife.
SPURNING
DAGSINS
Hvað er í
matinn á
aðfanga-
dag?
Atli Guðmundsson
Ég veit það ekki, ég er ekki að plana
matinn.
Nína Heimisdóttir
Ég veit það ekki, ég held að það
verði lambahryggur, en mér er sko
boðið í mat.
Brynjar Guðmundsson
Ætli það verði ekki Wellington, og
humar í forrétt.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís ÁsgeirsdóttirSmiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Ari Eldjárn
og Arney
Día Eldjárn.
Grínistinn Ari Eldjárn heldur uppi stuðinu á árlegu Áramóta-
skopi sínu sem haldið er frá 16. desember til 7. janúar, bæði
úti á landi og í Háskólabíói. Grímuskylda gildir og verða gestir
að sýna neikvætt hraðpróf. Uppselt er á fjölmargar sýningar
en aukasýningar 8. janúar eru á leið í sölu. Miðar fást á tix.is.