Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021 Þ að er erfitt að komast í jólaskap í roki og rigningu. Maður nær varla einu sinni að vinna upp almennilegt jólastress. Þetta veður er ekki að gera neitt fyrir hinn sanna jólaanda en er samt ekki jafn ójólalegt og hug- takið allratap. Sérstaklega ekki þegar það er reiknað sem hlutfall af jólagjöfum. En ég var sem sagt að lesa svo áhugaverðan pistil í jóla- dagatali Viðskiptaráðs um þennan fylgifisk há- tíðanna. Hagfræðingurinn Joel Waldfogel virðist ekki hafa haft neitt betra að gera en að reikna út hversu hátt hlutfall jólaverslunar félli undir þessa skilgreiningu. Hugtakið þýðir sam- kvæmt Wikipediu: Óskilvirkni á framboði og eftirspurn á vöru þannig að Pareto-kjörstöðu er ekki náð. Með öðrum orðum kaupir fólk vör- una eða þjónustuna og hlýtur ekki ábata af eða kaupir ekki vöruna sem það hlyti ábata af. Allratap jólanna þýðir sem sagt á íslensku: Jólagjafir sem hitta ekki í mark. Waldfogel komst að því að hlutfallið væri á bilinu 10-30 prósent. Sem þýðir á mannamáli okkar óhagfræddu 3-9 milljarðar af íslenskri jólaverslun. Sem er vissulega frekar mikið og pínu óstuð að fá svona tölur rétt fyrir jólin. En það er samt órjúfanlegur hluti af þessari hátíð. Við köllum þetta reyndar sjaldnast þessu nafni. Hjá venjulegu fólki heitir þetta sennilega „hvernig datt honum í hug að gefa mér svona?“ eða „hvurn andskotann á ég að gera við þetta?“ eða jafnvel: „Nú, jæja. Peysa. Aftur.“ Í fullkomnum heimi hagfræðinnar myndum við annaðhvort millifæra á hvert annað eða gefa út nákvæma lista yfir það sem við þyrft- um helst. Svo sætum við með símana okkar og merktum við þegar við opnuðum pakkana og reiknuðum út í huganum hvort við hefðum hagnast eða tapað á þessum viðskiptum öllum. En jólin snúast ekki um það. Jólin eru hátíð sem snýst um það að reyna að gleðja þá sem okkur þykir vænt um. Og ef nokkur möguleiki er, koma þeim á óvart. Það er fátt fallegra en að gefa einhverjum eitthvað sem hann vissi ekki að hann langaði í. Ná að koma einhverjum svo mikið á óvart að hann hafi ekki einu sinni hugleitt gjöf í líkingu við þessa. Að sama skapi getur líka verið pínu vandræðalegt að þurfa að útskýra í löngu máli hvernig gjöfin virkar og til hvers á að nota hana. Það er nefnilega svo margt sem skiptir meira máli en að fólk vanti nákvæmlega það sem það fær. Ef við fylgdum alltaf þeirri reglu að gefa eftir listum – af hverju ættum við þá að hafa fyrir því að pakka þessu dóti inn? Ég meina, það vissu þá allir hvað þeir væru að fá. Ef ég væri hagfræðingur myndi ég reikna út vísitölu óvæntleika í tengslum við há- tíðirnar. Hann virkar þannig að því óvæntari sem gjöfin er, því betra. Hin fullkomna gjöf myndi sameina gott hlutfall af vísitölu óvænt- leika, gleði og notagildi. Ég átti afmæli í byrjun desember og fékk nokkrar mjög skemmtilegar gjafir. Allar voru þær frábærar og enga þeirra sá ég fyrir. Sem gerir þær enn betri. En stundum gerist það að gjöf hittir ekki nákvæmlega í mark. Ég hef alveg lent í því. En þá er alltaf plan B sem er að minna á að það er hugurinn sem gildir. Og plan C er að minna á að úti um alla borg eru nytjamarkaðir sem koma vörum í verð og peningunum á góðan stað. Gleðileg jól! ’ Ef ég væri hagfræðingur myndi ég reikna út vísitölu óvæntleika í tengslum við hátíð- irnar. Hann virkar þannig að því óvæntari sem gjöfin er, því betra. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Peysa. Aftur V ið sem teljumst til vestur- bæinga í Reykjavík höfum fylgst spennt með því hver verði afdrif Bændahallarinnar. Ég gef mér að öll sjáum við eftir samtökum bænda úr nágrenninu en bændurnir hafa haft höfuðstöðvar sínar í höllinni enda hún kennd við þá. Svo erum við mörg sem sjáum eftir Hótel Sögu, glæsilegasta hóteli lands- ins. Við myndum hins vegar gleðjast við að sjá verðuga nýtingu á hinni miklu höll eins og nú virðist reyndar að verði niðurstaðan. Á daginn er komið að Háskóli Ís- lands og Félagsstofnun stúdenta renni hýru auga til byggingarinnar og á Alþingi hefur fjármálaráðherra verið gefið grænt ljós til að ráðast í makaskipti á öðrum eignum sem eru á nafni Háskólans svo þessi milljarða- viðskipti geti farið fram. Ekki er þetta slæmur kostur. Sennilega bara al- veg prýðilegur mið- að við aðstæður. Og hverjar eru þá aðstæðurnar? Varla er ofgnótt peninga í hirslum Háskóla Íslands fremur en öðrum stofnunum ríkisins. Ekki nægja makaskiptin ein. Meira þarf að koma til. En þegar betur er að gáð koma fjármunir til Háskóla Ís- lands úr fleiri áttum en ríkiskass- anum einum. Þeir eru nefnilega fleiri kassarnir sem þessi æðsta mennta- stofnun þjóðarinnar hefur aðgang að. Það eru að sjálfsögðu spilakassarnir í spilavítunum sem skólinn rekur í skjóli ríkisvaldsins. Spilavíti háskólans eru með sams konar fjárhættuspilabúnað og svæsn- ustu spilavíti í Las Vegas og Monakó. Það sem skilur casino Háskóla Ís- lands frá spilavítunum á þessum stöð- um er sennilega fyrst og fremst efna- hagur „viðskiptavinanna“. Láglaunafólk og öryrkjar komast síð- ur til þessara rándýru glysstaða en milljarðamæringar heimsins. Auðvelt er hins vegar að gerast bakhjarl Há- skóla Íslands við Hlemm eða í Hamraborginni í Kópavogi. Þar er fólki sagt hvað hægt er að vinna margar milljónir þá mínútuna og minnt rækilega á hið gamalkunna að vogun vinnur. Í Háspennusölum Happdrættis Háskóla Íslands vinnur hins vegar enginn á endanum nema hvað Háskóli Íslands fær stöðugt meira fjármagn til að reisa og reka glæsilegar byggingar til að hýsa fræðasetur um íslenska menningu, siðfræði og hagfræði að ógleymdum mannauðsvísindum. Allt er þetta heldur nöturlegt þeg- ar haft er í huga að samkvæmt rann- sóknum er milljarðahagnaður spila- vítanna á kostnað einstaklinga sem ekki eru sjálfráðir gerða sinna og valda með óviðráðanlegri fíkn sinni sér og sínum nánustu ómældum harmi og þjáningum. Þessu gerir þjóðin sér grein fyrir. Komið hefur fram í skoðanakönn- unum að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill láta loka spilabúll- unum hvort sem er hjá Háskóla Ís- lands eða öðrum þeim aðilum sem veitt hefur verið leyfi til að hafa fé af fólki með þessum hætti. Á árinu sem senn er liðið hefur þó margt miðað í rétta átt. Í fyrsta lagi sagði SÁÁ sig frá þessari siðlausu tekjuöflun. Í öðru lagi hafa rekstr- araðilar hver á fætur öðrum lok- að kössum í sín- um húsakynnum þótt það kæmi þeim fjárhags- lega í koll. Þetta fólk á mikla virð- ingu skilið. Í þriðja lagi fjölgar þeim starfs- mönnum Háskól- ans sem krefjast þess að spilavítum skólans verði lokað og í fjórða lagi eru komin fram samtök sem berjast af einurð gegn þessari óværu og hafa greinlega náð í gegn til þjóðarinnar. Það er hins vegar þjóðarinnar að ná í gegn til ríkisstjórnarinnar. Fram kom í fréttum í aðdraganda alþing- iskosninganna í haust að enginn rík- isstjórnarflokkanna virtist hafa sama skilning á vandanum og meirihluti þjóðarinnar hefur. Spurðir um hvað flokkarnir vildu gera í þessum málum þá er skemmst frá því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn svaraði Sam- tökum áhugafólks um spilafíkn á þá lund að til greina kæmi „að löggjafinn setji reglur um forvarnarstarf og ábyrgan rekstur fyrirtækjanna í þessari atvinnugrein“. Vinstri græn vildu betri geðheilbrigðisþjónustu en Framsókn sagðist ekki hafa mótað „opinbera afstöðu til þess að banna rekstur spilakassa“. Þarna er því verk að vinna ef tak- ast á að kalla stjórnvöld til ábyrgðar. En þá vaknar spurningin hvort fólkið sem kaupir Bændahöllina fyrir menntasvið Háskóla Íslands verður látið njóta sannmælis þegar skrifað verður undir kaupsamninga. Varla fer undirskriftin fram í casínóinu á Lækjartorgi, en kannski í Stjórn- arráðinu sem einnig er við það torg. Það verður fróðlegt að sjá hvort það verður rektor Háskóla Íslands sem kemur til með að munda pennann eða ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Sennilega ráðherrarnir. Það væri rökrétt því þeir eru ábyrgir fyrir því að byggingar undir æðstu mennta- stofnun landsins eru fjármagnaðar með því að nýta sér veikleika fólks sem á erfitt uppdráttar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spilafíklar kaupa bændahöllina en hver skrifar undir? Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Fram kom í fréttum í aðdraganda alþing- iskosninganna í haust að enginn ríkisstjórnar- flokkanna virtist hafa sama skilning á vand- anum og meirihluti þjóðarinnar hefur. L augarnar í Rey k javí k Jólasund SUNDKORT ER GÓ Ð JÓL AGJÖF w w w. i t r. i s * Jó la sv ei nu m er sk yl t að n ot a vi ðe ig an d is un d fö t ei n s og að ri r. Skoðaðu afgreiðslutíma sundstaða um jól og áramót á w w w.itr.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.