Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021 MATUR FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI TIL JÓLA FÖS. 24. DES. 10–13 JÓLADAGUR 25. DES. LOKAÐ 2. Í JÓLUM 26. DES. LOKAÐ LAU. 18. DES. 11–18 SUN. 19. DES. 13–18 MÁN. - MIÐ. 20. - 22. DES. 11–19 FIM. 23. DES. 11–20 LORD SLOPPUR Nú 23.920 kr. Verð: 29.900 kr. AFSLÁTTUR AF SLOPPUM 20% JOOP RÚMFÖT CORNFLOWER 140x200 cm. 100% egypsk bómull. Verð: 25.900 kr. 20.720 kr. JÓLAVERÐ ELEGANTE RÚMFÖT BRILLIANT 140x200 cm. 100% egypsk bómull. Verð: 28.900 kr. 23.120 kr. JÓLAVERÐ Ú t er komin mat- reiðslubókin Heima hjá lækninum í eld- húsinu, 373 blaðsíð- ur af girnilegum uppskriftum og fallegum ljós- myndum. Þá er bara að hnýta á sig svuntuna og hefjast handa við að gera skemmtilegar tilraunir í eldhúsinu, en allt sem Ragnar býður upp á er unnið frá grunni með ástríðuna að vopni. Lækn- irinn í eldhúsinu var staddur í Berlín þegar blaðamaður sló á þráðinn til að spjalla um góðan mat, jólahefðir og nýju bókina. Atorkumikil afslöppun „Ég er í Berlín að slaka aðeins á fyrir jólin,“ segir Ragnar og byrj- ar á því að segja frá hvernig hug- myndin að bókinni kviknaði. „Í nóvember í fyrra ákvað ég að skrifa bók sem átti að vera „best of“-bók, en þegar ég fór að taka saman uppskriftir þá fannst mér það bara drepleiðinlegt viðfangs- efni. Þannig að ég settist niður nokkur kvöld og bjó til beina- grindina að þessari bók. Í árs- byrjun var sú beinagrind klár og ég tók mér svo leyfi frá störfum í mars. Ég gaf mér það í verðlaun fyrir nokkuð annasamt ár á undan og eldaði þessa bók. Ég eldaði í 26 daga í mars 170 uppskriftir og það er allt gert frá grunni. Það var allt borðað, það er ekkert plat og ekkert fótósjoppað,“ segir Ragnar og blaðamaður mátti til með að spyrja hvort ekki hefðu læðst á hann aukakíló í þessum mat- armikla marsmánuði. „Það er fáránlegt að segja frá því en ég missti fimm kíló! Það var svo mikill atgangur. Bróðir minn og sonur hjálpuðu mér og allir morgnar hófust í ræktinni af því að ég hélt ég myndi fitna við að skrifa svona bók,“ segir hann. „Eftir ræktina tókum við á móti pöntunum eða sóttum, skema dagsins var skoðað og svo var bara byrjað. Daglega var eldað í tólf klukkutíma án hvíldar. Ég smakkaði alla rétti en held að ég hafi aldrei klárað heilan disk,“ segir Ragnar og segir að mikill gestagangur hafi verið allan mán- uðinn, enda nógur matur fyrir gesti og gangandi. „Þetta var frábær mánuður! Það má segja að þetta hafi verið mín slökun. Að elda er eins frábrugðið læknastarfinu og hugsast getur þannig að þetta var atorkumikil afslöppun.“ Oftast í banastuði Ertu alltaf í stuði til að elda eftir langan dag í vinnunni? „Já, svona 80% af tímanum er ég í banastuði. Ef ég er ekki að stunda lækningar, þá er ég að sýsla í þessu. Ég er með langan lista af uppskriftum sem ég á eftir að prófa eða betrumbæta,“ segir Ragnar og segir matreiðslu vera aðaláhugamálið. Aðspurður segist hann þó ekki vilja vera kokkur í fullu starfi. „Að vera kokkur er ótrúlega strembin og erfið vinna. Ég er ekki viss um að ég hefði bein í nefinu til að standa í eldhúsi allan daginn eins og kokkar gera. Ég ber ómælda virðingu fyrir þessu starfi,“ segir Ragnar og er ánægð- ur í læknastarfinu og að hafa mat- argerðina á kantinum. Hann sér að mestu um matseldina á heim- ilinu en þar eru fleiri efnilegir kokkar. „Konan mín á sína rétti sem hún tekur föstum tökum. Dætur mínar baka oft og sonur minn sex- tán ára er orðinn ansi liðtækur í eldhúsinu og er að sækja í sig veðrið.“ Vitleysan vatt upp á sig Nú ertu búinn að blogga lengi um mat, skrifa bækur og vera í sjón- varpi að matreiða. Bjóstu ein- hvern tímann við því að verða þekkt andlit í matreiðslugeir- anum? „Nei, aldrei nokkru sinni, það hvarflaði ekki að mér í eina mín- útu. Það er auðvitað fáránlegt að einhver gigtar- og lyflæknir sé eitthvað að vilja upp á dekk í þessu. Þetta var í raun þvílík til- viljun og byrjaði með því að ég sagði já og áttaði mig ekki á af- leiðingunum. Ég var búinn að blogga og það hafði einhvern tím- ann hvarflað að mér að gefa út bók, en einhver kona hjá bóka- forlagi sagði að þar sem ég væri hvorki kokkur né frægur gæti ég bara gleymt því. Mér fannst það alveg hárrétt hjá henni. En svo höfðu Tómas Hermannsson og Anna Margrét Marinósdóttir sam- band við mig árið 2012 og spurðu hvort ég hefði áhuga á að gefa út bók,“ segir Ragnar og segist hafa tekið vel í það, enda hafði hann þá bloggað um mat í sex, sjö ár og átti um fimm hundruð uppskriftir. „Svo varð sú bók metsölubók eins og reyndar hinar bækurnar líka. Þetta var svo gaman. Ég var síðan beðinn um að gera sjón- varpsþátt og svona vatt þessi vit- leysa upp á sig.“ Á 650 matreiðlsubækur Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ferðast heima á bragðlaukunum Heima hjá lækninum í eldhúsinu er oft indælis matarilmur en þó aldrei eins og í mars síðastliðnum. Þá tók Ragnar Freyr Ingvarsson sér frí frá spítalanum og eldaði tólf tíma á dag fyrir nýja bók sína. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ragnar Freyr Ingvarsson er læknirinn í eldhúsinu og í ár býður hann fólki heim til sín í nýrri bók.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.