Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Page 30
Möndlugrautur Möndlugrauturinn er einn skemmtilegasti fjölskyldu- leikur ársins. Best er að möndluverð- launin séu þannig að sá sem fær þau geti deilt með öllum strax. Víða er grauturinn í hádeginu á aðfangadag, þá borðar hver vel af graut og fólk ekki orðið svangt aftur fyrr en jólin ganga í garð. Sparifötin Ef einhvern tímann er til- efni til að fara í sparifötin þá er það á jólunum. Jólakveðjur á Rás 1 Það er fátt sem kemur fólki eins í jólaskap og allar hugheilu jólakveðj- urnar í útvarpinu. Útvarpsþögnin Munið að „kveikja á þögninni“ í út- varpinu og stilla hátt þannig að kirkjuklukkurnar ómi um allt þegar verður heilagt klukkan sex. Jólamynd Al- veg gráupplagt að horfa saman á jólamynd, jafn- vel tvær. Gera góðverk Það er alveg sér- lega gefandi að gera góðverk. Góðverk þurfa hvorki að vera stór né kostnaðarsöm. Upprifjun Það er alltaf gaman að rifja upp eitt og annað sem gerst hef- ur á jólunum, getur verið eft- irminnileg jólakort, matarminning, heimsókn eða eitthvað allt annað. Spila Jólin eru samverustund og skemmtileg hefð er að spila. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fullorðið fólk að læra spilin sem börnin spila í nútím- anum en líka fyrir börnin að læra spil sem voru spiluð áður fyrr. Hefðir Á aðventu og á jólum eru fjöl- margar hefðir sem gaman er að halda í. Við erum sífellt dugleg að skapa nýjar hefðir og búa til minningar með yngri kynslóðinni. Gefa sjálfum sér jólapakka Það elska allir að fá pakka. Þrif Ef allt er með seinni skipunum, er ágætt að velja bara eitt atriði til að gera vel, t.d. þrífa bakaraofninn eða skúra undir öllum rúmum. En helst má ekki sleppa að hafa tandurhreint á rúmum (gaman að eiga rúmföt sem aðeins eru notuð á jólum). Nokkur atriði sem við sleppum um jólin Jólamaturinn Breytum ekki mat- seðlinum án umræðu. Jólin eru hefð og flest viljum við halda í hefðir. Ef fólk hefur í huga að breyta jólamatn- um, hvort sem það er forrétturinn, aðalrétturinn, meðlæti eða eftirrétt- urinn er æskilegt að það sé gert með góðum fyrirvara og hugmyndir ræddar. Jólafuss Það telst seint til fyrir- myndar að fussa yfir jólagjöfum. Að vísu hefur fólk misjafnan smekk en við setjum upp þakklætissvipinn og ákveðum eftir jól hvað við gerum við jólagjöfina. Við sýnum þakklæti og virðum þann hlýhug sem gefandinn sýndi með gjöfinni. Það er enginn skyldugur að gefa okkur gjöf. Sama á við um jólamatinn, slepp- um því að fussa yfir honum. Það á reyndar við um alla daga en sér- staklega á jólum. Undirbúningur jólamáltíðanna tekur oft langan tíma, stundum með svolitlu stressi. Best væri ef öll fjölskyldan tæki þátt í und- irbúningi jólamáltíðanna. Þannig dreifist vinnuframlagið á alla. Ef svo er ekki ættu hinir sem ekki leggja lið að hafa í huga að … þeir búa vænt- anlega ekki á hóteli! … það er ekki allt fullkomið í heiminum, … sá/þeir sem sjá um matinn og undirbúning hans gera það með gleði í hjarta fyrir fjölskylduna sína … það er mikil vinna sem liggur að baki og ekki hægt að ganga að því sem sjálfsögð- um hlut að einhver annar sjái um að allt sé fullkomið. Náttfötin á jóladag Margir eru farn- ir að hanga í náttfötum á aðfangadag, sem mörgum finnst því „svo kósí“ á meðan aðrir ranghvolfa í sér aug- unum yfir „þessari vitleysu“. Ef allir á heimilinu eru sammála um náttfatastemningu á jóla- dag þá er ekkert að því. Brjóta hefð- ir Sumar hefðir má al- veg brjóta, kannski bara æskilegt að brjóta þær. Dæmi um það eru fjölskylduboð sem þarf reglu- lega að endur- skoða og endur- hugsa. Fjölskyldur breytast og stækka. Símahangs Ef ein- hvern tímann er ráð að minnka símahangs þá er það yfir jól- in. Ágætis hugmynd að fjölskyldan sameinist í að sleppa alveg símum meðan á máltíðum stendur. Drykkja Óhófleg áfengisdrykkja eða vímuefnanotkun á hvorki við á jólum né öðrum tímum. Ef fólk í kringum okkur á það til að sýna slíka fram- komu um hátíðirnar er af tvennu illu betra að færa slíkt í tal við viðkom- andi fyrir jólin. Áframsendar margnota jólakveðj- ur Síðustu ár hafa margáframsendar jólakveðjur tröllriðið fasbókinni. Vera má að einhverjar þeirra séu vírusar á meðan aðrar eru áframsendar hand- virkt. Slíkar kveðjur eru ópersónu- legar og lítt spennandi. Sleppum með öllu að áframsenda jólakveðjur. Gleðilega rest! Þótt aðfangadagur, jóladagur og annar dagur jóla sé lið- inn, þá eru jólin ekki um garð gengin. Á nýársdag og dagana þar á eftir ósk- um við fólki gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það liðna. Á milli jóla og nýárs heyrist fólk stundum segja: Gleðilega rest. Eins og kunnugt er standa jólin til þrettándans og dag- arnir frá 26.-31. desember eru því ekki restin af jólunum. Höldum í þá fallegu hefð að óska fólki gleðilegra jóla eða segja gleðilega hátíð. Stórinnkaup á Þorláksmessu Best af öllu er að gera stórinnkaupin með góðum fyrirvara, það sama á við um jólagjafirnar. Appelsínu- og eplasögurnar Fólk sem fæddist upp úr 1970 og til þessa dags hefur þurft að hlusta á fullorðið fólk segja söguna af því að í þeirra ungdæmi hafi aðeins fengist appels- ínur og epli fyrir jólin og að eplailm- urinn í þá daga hafi verið engu líkur. Það má alveg segja þessar sögur mun sjaldnar. Já og líka með að ekkert sjónvarp hafi verið á fimmtudögum – það eru allir búnir að ná þessu. Höldum hátíð Nokkur jóla- ráð Alberts! Albert Eiríksson albert.eiriksson@gmail.com 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021 08.20 Jólaævintýri: Litli leik- fangasmiðurinn 08.25 Litli Malabar 08.30 Jólasveinarnir 08.50 Danspartý með Skoppu og Skrítlu 09.10 Blíða og Blær 09.35 Monsurnar 09.45 Angry Birds Toons 09.50 Tappi mús 10.00 Adda klóka 10.20 Angelo ræður 10.30 It’s Pony 10.50 Mörgæsirnar frá Mada- gaskar 11.15 Friends 11.35 Jóladagatal Árna í Ár- dal 11.45 Nágrannar 13.35 Jamie and Jimmy’s Festive Feast 14.20 Lodgers For Codgers 15.10 The Great British Bake Off: Christmas Special 2020 16.10 Fantasy Island 16.55 Top 20 Funniest 17.35 60 Minutes 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.45 Sportpakkinn 18.55 Ísland í dag 19.05 Blindur jólabakstur 19.40 Víkingar: Fullkominn endir 20.20 Professor T 21.10 La Brea 22.10 War of the Worlds 23.05 Succession ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4 . 93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Á frívaktinni – Upptaka á leikriti Leikfélagi Suðárkróks Endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Blönduð dagskrá 22.30 Gegnumbrot 18.30 Mannamál (e) 19.00 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 19.30 Bókahornið 20.00 Matur og heimili (e) Endurt. allan sólarhr. 10.00 Addams fjölskyldan – ísl. tal 10.00 How to Train Your Dragon – ísl. tal 11.25 Robinson Crusoe – ísl. tal 12.55 The Bachelorette 14.55 The King of Queens 15.15 Everybody Loves Raymond 15.40 Stóra Stökkið – ísl. tal 17.05 Fjársjóðsflakkarar 17.15 Fjársjóðsflakkarar 17.30 Jóladagatal Hurða- skellis og Skjóðu 17.35 Jól með Sissel 19.05 Jóladagatal Hurða- skellis og Skjóðu 19.10 Young Rock 19.40 Kenan 20.10 Pride, Prejudice and Mistletoe 21.40 I Give It a Year 23.20 21 Jump Street 06.55B æn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Hringsól. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Svona er þetta. 10.00 Fréttir og veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Graf- arvogskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Jólatónleikar frá Rúss- landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Jólatónleikar frá Finn- landi. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Lestin. 17.00 Jólatónleikar frá Dan- mörku. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Matarsófíur. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Jólatónleikar frá Sví- þjóð. 20.00 Í leit að betra lífi. 20.55 Kynstrin öll. 21.00 Jólatónleikar frá Lett- landi. 21.35 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Jólatónleikar frá Eist- landi. 09.13 Múmínálfarnir 09.35 Eldhugar – Naziq al- Abid – aðgerðasinni af aðalsættum 09.39 Sammi brunavörður 09.49 Týndu jólin 10.00 Jóladagatalið: Saga Selmu 10.15 Jóladagatalið: Saga Selmu 10.45 Jóladagatalið: Jólasótt 11.15 Aðstoðarmenn jóla- sveinanna 11.20 Nýjasta tækni og vísindi 11.45 Jólin hjá Mette Blomst- erberg 12.15 Mozart á miðnætti 13.00 Syndir og sorgir 13.30 Refurinn 14.05 Jólin koma 14.25 Bóndajól 15.25 Okkar á milli 16.00 Menningin – samantekt 16.25 Jólaball fyrir fjölskylduna 17.40 KrakkaRÚV 17.41 Jóladagatalið: Saga Selmu 17.54 Jóladagatalið: Jólasótt 18.21 Stundin okkar 18.50 Landakort 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Eurovision unga fólksins 2021 22.20 Flugdrekahlauparinn 9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum K100. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt- unar á sunnudögum. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm- plötuframleiðenda. „Ég hélt að öllum væri sama þótt miðaldra kona myndi vilja skipta um vinnu,“ segir Rakel Þorbergsdóttir, fráfar- andi fréttastjóri RÚV, en hún mætti í Síðdegisþáttinn á K100 og ræddi þar um ákvörðun sína um að segja starfi sínu sem fréttastjóri lausu í dagskrárliðnum „20 ógeðslega mikilvægar spurn- ingar“. Hefur hún gegnt því starfi frá því í apríl 2014. „Ég hélt ekki að þetta myndi kalla fram samsær- iskenningar og bara dálítið erfið viðbrögð. Ég segi þetta nú í pínu gríni af því að menn skilja ekki kaldhæðnina mína,“ sagði Rakel í þættinum en viðtalið er í heild sinni á K100.is. Hélt að öllum væri sama þótt hún myndi skipta um vinnu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.