Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Qupperneq 17
hans. Kamala Harris á sinn hlut í því og fleira kemur til. Brösótt og misheppnuð framganga demókrata í þinginu og kúvending flokksins til vinstri sýnist lík- leg til að tryggja repúblikönum góða útkomu í nóv- ember á næsta ári, gangi sláandi viðhorfskannanir eftir. Auðvitað ber þeim að hafa fyrirvara á bjartsýni sinni, þótt hún virðist í góðum takt við hörmungartíð Bidens og sérlega þess tilkomulitla liðs sem fylgdi honum inn í Hvíta húsið og eins út í ráðuneytin stór og smá. Það væru stórbrotin öfugmæli að fullyrða að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Það er að vísu rétt að nær allir í þeim hópi eru valdir af ósýnilega liðinu, sem stýrir og höndlar Biden og tryggir að forsetinn svari helst ekki nokkurri spurningu nema hún sé les- in upp af blaði. Nema þeirri einu sem fréttamenn CNN, ABC, MSNBC og hinir í klíkunni, sem á dálít- ið bágt um þessar mundir, fá einatt að fjalla um, hvaða ístegund sé í uppáhaldi hjá forsetanum. Biden fer orðið létt með þá spurningu. Hvert sem litið er En allt eru þetta aukaatriði hjá miklum alvöru- málum. Biden vék frá andstöðu fyrirrennarans í embætti við það að Þjóðverjar gerðu sjálfa sig háða Rússum í orkumálum, með víðtækum viðskiptum um gasleiðslu á milli landanna. Hann tók upp að nýju ótrúlegan undirlægjuhátt Obama forseta við klerka- stjórnina í Tehran, sem tryggði henni í senn beina braut til framleiðslu kjarnorkuvopna og belgdi hana út af fé í órekjanlegum erlendum alþjóðlegum gjald- miðlum að kröfu Ayatollah Ali Khamenei, æðstráð- anda þjóðarinnar. Hann hefur ríkt í rúm 30 ár. Frá valdatöku Bidens hafa suðurlandamæri ríkis- ins verið gjörsamlega stjórnlaus og innflutningur á sífellt hættulegri eiturlyfjum þar í gegn lýtur sömu lögmálum. Yfirgengilegt klúður forsetans við brottför herja frá Afganistan dró mjög úr trausti og virðingu hans. Þegar hann var að fullvissa þjóð sína og bandamenn um að öllu yrði óhætt í landinu, þrátt fyrir brottför Bandaríkjamanna og annarra, tíundaði hann hversu öflugur her stjórnarinnar í Kabúl væri og gæti hann þess vegna auðveldlega varið stöðu sína í landinu ár- um saman. Vísaði Biden þar glaðbeittur í hergögnin sem Kabúlstjórnin hefði fengið í kveðjuskyni. Utan örfárra hervelda væri stjórnin í Kabúl best búin af hergögnum af öllum. Fáum dögum síðar féll höfuð- borgin og hermdarverkamenn tóku öll völd og hefur slíkur hópur aldrei í veraldarsögunni fengið annað eins vopnabúr í heimanmund. Þegar Kínastjórn brýndi röddina gagnvart Taívan sagði Biden að ekkert væri að óttast því að Banda- ríkjastjórn myndi auka við vopnabúnað landsins. Það þóttu sérkennileg viðbrögð þegar myndin frá Afgan- istan blasti við öllum heiminum. Ekki er skárra að horfa inn á við Í innanlandsmálum tekur lítið betra við. Efnahags- mál þjóðarinnar eru komin í hreinar ógöngur. Skort- ur segir víða til sín og vöruverð hækkar óðum enda er verðbólgan nú komin í 10 prósent og hefur það ekki gerst síðan í tíð Jimmys Carters fyrir réttum 40 árum. Staða efnahagsmála réð miklu um úrslit í kosning- unum 1980 á milli Carters og Reagans. Þar kom, að Reagan lýsti því opinberlega yfir að kreppuástand væri skollið á í Bandaríkjunum (depression). Sama dag brást Carter forseti hart við og sagði að þessi yfirlýsing sýndi hversu dapurlega illa að sér mót- frambjóðandi sinn væri. Fráleitt væri að tala um kreppu í þessu sambandi. Frekar ætti að tala um afturkipp (recession). Reagan svaraði strax: „Vilji forsetinn fá ljósa og glögga skilgreiningu frá mér um efnið þá er hún þessi: Afturkippur (recession) er þegar nágranni þinn missir vinnuna. Kreppa (depression) er þegar þú sjálfur missir vinnuna og afturbati (recovery) verður það þegar Jimmy Carter loks missir vinn- una.“ Þetta fór eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Það varð ekki við Reagan ráðið og 12 ára valda- skeið repúblikana blasti við. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ En reynslan af Biden, sem vel má ímynda sér að gleðji Trump, mun líklega hafa öfug áhrif fyrir Trump, þegar sá tími nálgast að velja þarf forsetaefni fyrir haustið 2024. Þá verður Trump á svipuðum aldri og Biden var þegar hann fór í framboð. 19.12. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.