Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Qupperneq 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021 L íftæknifyrirtækið Ísteka ætlar að gera mikla bragarbót á eft- irliti með blóðtöku hryssa, sem kosta mun tugmilljónir króna. Áður hafði fyrirtækið rift samningi við tvo bændur á grundvelli dýraverndunarsjónarmiða. Íbúasamtök Bústaða- og Fossvogs- hverfis skoruðu á Dag B. Eggerts- son borgarstjóra að framlengja frest til þess að gera athugasemdir við skipulagsbreytingu á Bústaðavegi, en áður hafði borgarstjóri sagt að það væru aðeins vinnuhugmyndir. Friðlýsing Dranga í Árneshreppi tók gildi, en hún var eitt síðasta embætt- isverk Guðmundar Inga Guð- brandssonar, fv. umhverfisráðherra, áður en hann lét lyklana af hendi til Guðlaugar Þórs Þórðarsonar. Við lestur á fjárlagafrumvarpinu kom í ljós að gerð er aðhaldskrafa á styrkveitingar til einkarekinna fjöl- miðla vegna ágengni Ríkisútvarps- ins. Hins vegar fær það 430 millj- ónum króna meira en árið á undan. Bólusetning verður flutt úr Laugar- dalshöll eftir áramót vegna endur- bóta þar á bæ. Guð mun ráða hvar við sprautum næstu jól. Unglingar í ÍR urðu fyrir því að ein- hver hreinsaði út síma þeirra úr búningsklefa í Laugardalshöll, en að sögn lögreglu hefur sú aðferð færst í vöxt að undanförnu. Fjölnir Bragason, listamaður og húðflúrari, lést 56 ára að aldri. . . . Dóra Ólafsdóttir varð langlífust allra Íslendinga, svo vitað sé, þegar hún hafði lifað í 109 ár og 160 daga. Norska fyrirtækið Icy Fish Farm hefur gleypt fiskeldisfyrirtækið Laxa, en samruninn hefur legið í loft- inu frá liðnu ári. Forsvarsmenn fyrir- tækisins boða frekari sókn og upp- byggingu. Lýst var yfir óvissustigi almanna- varna vegna netöryggishættu, en upp komst um afar útbreiddan galla í nethugbúnaði, sem má misnota til alls kyns óknytta. Forstjóri Landspítalans segir að sig vanti 1,8 milljarða króna til viðbótar til að standa undir óbreyttum rekstri. Sem er athyglisvert í ljósi þess að fáir tala fyrir óbreyttum rekstri spítalans. Því ekki ótengt var greint frá því að Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefði verið munstraður til þess að vera Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra til ráðgjafar. Hann þekkir vel til breytts reksturs spítala. Eigendur ökutækja í Hrísey hafa fengið undanþágu frá skoðunar- skyldu og þurfa því ekki að fara með þau reglulega upp á fastaland þeirra erinda. Reykjavíkurborg keypti húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu, en þar er fyrirhugað að nýtt safn Nínu Tryggvadóttur verði hýst. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, greindi frá því að hann hygðist ekki leita endurkjörs næsta vor og láta af störfum sem bæjar- stjóri eftir liðlega 40 ára starf í þjón- ustu við bæjarbúa. Viðskiptabönkunum þremur voru birtar sex stefnur í vaxtamálinu svo- nefnda, en Neytendasamtökin standa straum af málarekstrinum. Stefnendur telja að bankarnir hafi oftekið vexti af lánum. Fjarskiptastofa hyggst gera meiri kröfur til fjarskiptafyrirtækja, en þar á meðal er að á stofnvegum skuli hvarvetna vera háhraðasamband og útbreiðslu 5G-tækninnar verði hraðað. Sverrir Garðarsson, tónlistarmaður og fyrrverandi formaður FÍH, lést 86 ára að aldri. . . . Meðan landsmenn bíða eftir því að bylgja Ómíkron-afbrigðis kórónu- veirunnar rísi bentu niðurstöður fyrstu stóru rannsóknarinnar á því til þess að þrátt fyrir að það væri miklu smitgjarnara, sérstaklega í börnum, þá væru einkenni þess miklu vægari og skammvinnari. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir sagði breytta afstöðu sína til bólu- setningar barna skýrast annars veg- ar af Ómíkron-afbrigðinu og hins vegar af því að ávinningurinn væri meiri en áhættan. Til stendur að hefja bólusetningu barna 5-11 ára undir lok janúar. Samkvæmt frumvarpi til fjárauka- laga hækka framlög til heilbrigðis- mála um 22 milljarða króna á kom- andi ári. Flugeldar eru seint á ferð til lands- ins í ár, en Landsbjörg deyr ekki ráðalaus og hyggst einnig selja sjálf- lýsandi svissnesk úr til fjáröflunar fyrir þessi áramót. Siglingaáhugamenn hafa áhyggjur af brúarsmíði yfir Fossvog, en brúin verður svo lág að aðeins smæstu segljaktir komast undir hana á fjöru. Hafnfirðingar íhuga uppbyggingu jarðhitavirkjunar í Krýsuvík og vilja einnig bæta ferðamannaaðstöðu þar. . . . Ríkisendurskoðandi varar við láni með ríkisábyrgð til Betri sam- gangna, en þær hafa m.a. með hönd- um uppbyggingu borgarlínunnar. Rendi bendir á að tekjur þeirra séu óvissar. Fámennur stjórnarfundur í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti að breyta ákvörðun um að leggja til að próf- kjör yrði haldið fyrir borgarstjórn- arkosningarnar, en að þess í stað yrði haldið leiðtogaprófkjör. Þar að baki bjuggu borgarstjórnarfulltrúar, sem seint munu blanda sér í leiðto- gaslaginn og kæra sig síður um próf- kjör. N1 ákvað að hætta að flytja inn líf- dísilblöndu frá Noregi, þar sem talið er að efnið, sem blandað er í olíuna, valdi skemmdum á dísilvélum, sem hafa haft mikinn kostnað í för með sér. Bæjarstjórn Seltjarnarness hækk- aði öllum að óvörum útsvarið í skattaparadísinni þegar Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sveik lit og studdi tillögu minnihlutans þar að lútandi. Það hækkar því úr 13,7% í 14,09%. Bændasamtökin leggja til að græn- metisverð lækki með því að stytta tímabil tollverndar á útiræktuðu grænmeti. Vegna tíðarfars í sumar telja bændur óvíst að eftirspurn verði fullnægt öðruvísi. Útflutningur á bílum hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum, en þar mun ekki síst vera um að ræða ódýra eldri bíla og laskaða, sem fluttir eru til Póllands og Litháen. Í München var opnuð viðamikil sýn- ing á kynngimögnuðum verkum RAX, ljósmyndarans Ragnars Ax- elssonar. Hún hefur hlotið mikla umfjöllun í víðlesnum þýskum blöð- um og afar góðar viðtökur. Athafnamaðurinn Bogi Jónasson, sem mettaði tugþúsundir með kína- rúllum, vill byggja upp þaraböð við Garðskaga, heilsulind sem höfða myndi til ferðamanna. Samið hefur verið um nýja byggingu Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að sú gamla brann til grunna fyrr á árinu. Enn er safnað fyrir byggingunni. Fyrirhugað er að selja varðskipin Ægi og Tý, sem ekki eru lengur í notkun hjá Landhelgisgæslunni. Ríkiskaup óska eftir hugmyndum um nýtingu þeirra og verð. Áslaug Hulda Jónsdóttir sækist eft- ir oddvitasæti á lista sjálfstæðis- manna í Garðabæ fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í maí, en það er laust eftir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri kvaðst ekki leita endur- kjörs. . . . Grænlenskt fiskiskip strandaði um 500 m úti fyrir Gerðistanga undan Vatnsleysuströnd. 19 skipverjar voru um borð en hvorki þeim né skipinu var talin hætta búin. Varð- skipið Freyja var þó sent á vettvang til vonar og vara. Héraðssaksóknari fékk húsleitar- heimild til rannsóknar á starfs- stöðvum Eimskipa, en markmiðið var öflun gagna um sölu tveggja skipa félagsins, sem Umhverfis- stofnun kærði. Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, við- skipta- og menningarmálaráðherra, segir að stóraukin framlög til Ríkis- útvarpsins tengist ekki styrkjum til einkarekinna miðla á nokkurn hátt, heldur sé það tekjumódel Ríkis- útvarpsins sem valdi. Magnús Örn Guðmundsson, bæj- arfulltrúi á Seltjarnarnesi vill leiða flokk sinn í komandi kosningum, en Ásgerður Halldórsdóttir bæjar- stjóri hyggst ekki leita endurkjörs. Leyfi til stækkunar sjókvíaeldis Laxa í Reyðarfirði var fellt úr gildi öðru sinni, þar sem stjórnvöld létu undir höfuð leggjast að gera um- hverfismat á þeim fyrirætlunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir lýsti yfir vonbrigðum með árangur síðustu sóttvarnatakmarkana og hugleiðir því að herða sig enn frekar. Óljóst er enn með takmarkanir yfir hátíðirnar en jólasveinninn Sóttólfur er á leið til byggða. Lífið er lotterí og því til sönnunar voru dregin spil um 33 nýjar lóðir í Grindavík, en alls sóttu 389 um lóðir í bænum. María Guðmundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og leikkona, lést 86 ára að aldri. Jólasveinar koma af fjöllum Pottaskefill skemmtir ungviðinu með glensi og skensi. Það var þó víðar í þjóð- félaginu sem jólasveinar gerðu víðreist og ekki allir í viðeigandi búningum. Morgunblaðið/Eggert 12.12.-17.12. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.