Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Side 15
West Side Story. Nú þegar ég horfi til baka
hugsa ég að auðvitað var leiklistin í spilunum,
þó ég hafi ekki séð það þá,“ segir hún.
„Inntökuprófin voru rúmar þrjár vikur með
allri biðinni á milli og urðu erfiðari og erfiðari.
Ég fæ eiginlega trámatilfinningu þegar ég
hugsa til baka, þetta reyndi svakalega á mig.
Ég var alltaf jafn hissa að komast áfram í
næsta holl. Ég bjóst aldrei við því. Svo kom að
lokahollinu og ég lagði allt undir. Ég var þá að
vinna á hóteli og fékk ekki frí sem ég átti inni
þessa síðustu prófhelgi þannig að ég sagði upp
á staðnum. Ég gerði einleik úr þessari upp-
sögn sem sló í gegn. Ég man þegar ég fékk
póstinn og ég opnaði hann með mömmu og sá
að ég hafði verið valin inn! Ég hoppaði í loft
upp og mamma með.“
Vildi alltaf dansa og syngja
Var gaman í skólanum?
„Þetta var ógeðslega erfitt í fyrstu. Eftir
fyrsta árið ætlaði ég að hætta en annað árið
var skárra. Á fyrsta ári leið mér alltaf eins og
við ættum að fórna okkur fyrir leiklistina.
Einkalíf og annað mikilvægt átti að færa í aft-
asta sæti, sem ég var ósammála. Þetta var tek-
ið á eins konar eitraðri hörku hjá sumum
kennurum. Mér skilst að þetta sé mikið breytt,
meðal annars eftir metoo-byltinguna,“ segir
hún.
„Ég bara trúi því ekki að hægt sé að rækta
eitthvað gott hjá fólki þegar því líður illa. Ég
upplifði stundum að það ætti að brjóta mann
niður svo hægt væri að byggja mann upp aft-
ur,“ segir hún og nefnir að allir nemendur hafi
ekki endilega sama framtíðardrauminn. Nám-
ið var mjög leikhúsmiðað.
„Mig dreymdi um að fara til Hollywood og
verða fræg. Kvikmyndaleikur heillaði mig
svakalega, sérstaklega í þessum stóru ofur-
hetjumyndum eða vinsælustu sjónvarpsþátt-
unum. En þegar allt kom til alls langaði mig
alltaf bara til að syngja og dansa; það var alltaf
mitt,“ segir Aldís og segir þriðja árið hafa ver-
ið langbesta árið. Þá náði bekkurinn líka mjög
vel saman sem skiptir gífurlegu máli.
„Ég kláraði námið, lærði helling og er stolt
af því,“ segir Aldís og segist hafa unnið sem
flugfreyja hjá Icelandair með náminu, á sumr-
in og einnig síðar.
„Það var auðvitað gullöld hjá Icelandair og
mjög skemmtilegt. Ég ferðaðist reglulega um
Ameríku og víða um heim. Mér þykir vænt um
flugið og þrátt fyrir að
þeim kafla sé lokið í bili
ætla ég aldrei að segja
aldrei. Ég gæti vel
hugsað mér að fljúga
aftur einn daginn.“
Aldís fékk strax hlut-
verk í Þjóðleikhúsinu
haustið eftir útskrift en
þar lék hún Desdemónu
í Óþelló í uppsetningu
Vesturports.
„Það var gaman en ótrúlega erfitt og fannst
mér ég ekki nógu góð fyrir neitt. Heilt yfir
fékk sýningin misjafna dóma, annaðhvort hat-
aði fólk hana eða elskaði,“ segir Aldís og segist
hafa í kjölfarið fengið nokkur lítil hlutverk á
sviði, en einnig hlutverk í sjónvarpsseríunni
Brot.
„Það var geggjað að hafa flugið og geta í
leiðinni byggt upp smá feril.“
Reyni að segja já frekar en nei
„Stóra tækifærið kom þegar ég kynntist rann-
sóknarlögreglumanninum Ragnari Jónssyni
sem vann með okkur í þáttunum Brot. Hann
hefur kennt leikurum að leika lögreglufólk og
hefur verið í þessari senu lengi. Hann hefur
mikinn áhuga á handritaskrifum og við fórum
eitthvað að ræða saman. Þá var hann með hug-
mynd að þáttaröð sem varð síðar Svörtu sand-
ar. Hann átti grunnhugmyndina og kveikjan
að sögunni er frá honum komin. Hann vildi
segja sögu af lögreglumanni sem fer út á land
til að byggja upp feril sinn. Ég spurði hvort sú
lögregla gæti ekki verið kona, og þá fór boltinn
að rúlla,“ segir Aldís, en hún lék einnig í Kötlu.
„Það var mjög gaman að leika í Kötlu en þar
vann ég meira sem verktaki. Svörtu sandar
voru á öðru plani, það er barnið okkar!“
Hvernig hófst þessi samvinna að skrifa
handritið? Hafðir þú skrifað eitthvað áður?
„Ég hafði aldrei skrifað og hafði óbeit á
skrifum! Ég vildi frekar hætta að leika en að
leggja það á mig.“
En hvað gerðist sem breytti þessu?
„Skrifin læddust aftan að mér. Til að undir-
búa mig fyrir Brot sendi Ragnar mér erlenda
glæpaþætti sem honum fannst raunverulegir.
Þá hófst okkar samband á Facebook og í kjöl-
farið bað hann mig að hitta sig á kaffihúsi til að
fá innlegg í skrifin frá konu. Hann var þá kom-
inn með annan fótinn inn í framleiðslufyrir-
tækið Glassriver. Ég hitti hann og það endaði
á að við sátum í þrjá tíma og fórum á flug.
Stuttu síðar bað hann mig að vinna að handrit-
inu með sér. Ég er að venja mig á að segja já
frekar en nei … og ákvað því að segja já! Við
gerðum þá drög að persónum, en ég fékk
mikla hvatningu frá mömmu sem er rithöf-
undur og hörkupenni,“ segir Aldís en móðir
hennar heitir Alda Helen Sigmundsdóttir.
„Baldvin Z hafði þá verið að leita að nýju
efni og þetta rímaði vel við hans pælingar.
Svörtu sandar eru lögreglusería en þættirnir
snúast mjög mikið um líf karakteranna, sam-
skipti og fortíð. Baldvin er fyrir drama,“ segir
Aldís og segir að þau þrjú ásamt Andra Ótt-
arssyni hafi sest niður og skrifað út söguna. Í
framhaldinu sneri Andri sér að öðrum verk-
efnum á meðan þau unnu handritið, en hún
nefnir þó að Andri hjá Glassriver eigi ennþá
heilmikið í þáttunum.
„Þetta gekk fáránlega smurt fyrir sig og við
vorum komin með fullklárað handrit á met-
tíma.“
Saga af uppgjöri, ást og harmi
Tökur hófust í apríl og segir Aldís að þær hafi
gengið glimrandi vel.
„Baldvin heldur tryggð við sama fólkið og
teymið í kringum hann er eins og fjölskylda.
Þetta hefði ekki getað farið betur. Veðrið var það
eina sem setti strik í reikinginn. Á þrítugsafmæl-
isdeginum fagnaði ég í sól og blíðu hér í Reykja-
vík. Degi seinna hófust tökur á Kirkjubæj-
arklaustri en þá var kominn blindbylur og allt
var á kafi í snjó. Sagan gerist að vori til þannig
að það þurfti að breyta tökuplaninu á staðnum.
Sumir leikarar enduðu fastir uppi á hóteli að bíða
eftir nýjum tökudögum,“ segir hún.
„Ég lék með alveg frábæru fólki. Þór Tul-
inius skilar sínu ótrúlega fallega og það voru
forréttindi að leika með Steinunni Ólínu, þeirri
kanónu!“ segir hún og
segir fleiri æðislega leik-
ara í þáttunum og nefnir
meðal annarra Ævar
Þór Benediktsson, Aron
Má Ólafsson, Pálma
Gestsson, Kolbein Arn-
björnsson, Hönnu Maríu
Karlsdóttur, Önnu
Gunndísi Guðmunds-
dóttur og Láru Jóhönnu
Jónsdóttur.
„Sagan er um lögreglukonuna Anítu sem fer
aftur á heimaslóðir, á Glerársanda. Hún hefur
ekki hitt mömmu sína í fimmtán ár og stígur
því inn í óuppgerða fortíð sína. Morð er framið,
en aðallega er þetta saga af flóknum fjöl-
skyldum, mæðgum og uppgjöri þeirra,“ segir
hún.
„Þetta er líka ástarsaga, saga af vináttu og
saga af harmi. Þetta er eiginlega allt nema
glæpasería!“ segir hún og segir þættina ekki
um hetjur sem bjarga deginum, heldur um
mannlegt fólk með sína breyskleika. Þættirnir
eru átta talsins og verða fyrstu tveir sýndir á
jóladag og annan í jólum.
Mun halda í höndina á mömmu
Ertu ekki spennt?
„Jú, en ég er líka drullustressuð!“ segir hún
og segir að hvað sem gerist, hafi það allt verið
þess virði. Hún segir það hafa verið frábært að
vinna undir leikstjórn Baldvins.
„Hann er „eitthvað annað“. Við erum líka
orðin svo ótrúlega góðir vinir. Hver dagur á
setti var svo skemmtilegur. „Crew“-ið og allir
sem komu að þessu standa mér ofsalega nærri.
Við urðum lítil fjölskylda finnst mér. Jafnvel
þótt serían floppi gjörsamlega lifi ég á því hvað
var ofsalega gaman hjá okkur. Ég held ekkert
að það gerist en auðvitað er maður alltaf með
efasemdir um sjálfan sig. En ég er ekkert ein í
þessu. Baldvin nær þvílíkum stjörnuleik fram
úr þessum hópi leikara.“
Hvað tók við að tökum loknum?
„Ég er að leika aðalhlutverk í íslenskum
tölvuleik hjá fyrirtækinu Myrkur Games og
hef verið í tökum í vetur. Ég er í búningi og er
heilsköpuð sem tölvuleikjakarakter. Þetta er
ótrúlega flott og spennandi verkefni,“ segir
hún.
„Svo fórum við fljótlega í að leggja drög að
næstu seríu Svörtu sanda. Ég hef líka verið í
leikhópnum Elefant í samstarfi við Þjóðleik-
húsið og við kláruðum að gera leikgerð eftir Ís-
landsklukkunni og erum með leiklestur víða og
umræður á eftir. Við reynum að taka inn það
sem kemur úr umræðunum og munum svo
nýta okkur það í sköpun á leikriti sem sýnt
verður síðar.“
Hvaða hlutverk leikur þú, Snæfríði Íslands-
sól?
„Jón Hreggviðsson,“ segir hún og skelli-
hlær.
Við förum að slá botninn í samtalið en það er
ekki úr vegi á þessum árstíma að spyrja hvern-
ig jólin hennar verða.
„Ég verð í næstu götu hjá mömmu og pabba
með hundinn okkar. Svo horfum við saman á
Svörtu sanda á jóladag og ég þarf örugglega
að halda í höndina á mömmu!“
„Blóðfaðir minn fór til Bandaríkjanna
þegar ég var rúmlega eins árs og ég
hef engar minningar um hann frá
þeim tíma. Ég hef bara séð hann á
myndum sem mamma geymdi,“ segir
leikkonan Aldís Amah Hamilton.
Morgunblaðið/Ásdís
Aldís leikur aðalhlutverkið í Svörtu söndum á móti Þór Tulinius. Þættirnir hefjast á jóladag.
Glassriver/Juliette Rowland
’
Veðrið var það eina sem
setti strik í reikinginn. Á
þrítugsafmælisdeginum fagn-
aði ég í sól og blíðu hér í
Reykjavík. Degi seinna hófust
tökur á Kirkjubæjarklaustri
en þá var kominn blindbylur
og allt var á kafi í snjó.
19.12. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15