Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Blaðsíða 29
Textinn þarf að vera klár á morgun vegna þess að þá förum við að hitta Bó. Jói samþykkti það.“ Daginn eftir sneri Jóhann aftur – ósofinn en með textann í handrað- anum. „Voðalega ertu þreytulegur, Jói minn, sagði ég. Ertu ekki vanur að hrista svona texta fram úr erm- inni? Hann brosti góðlátlega og við- urkenndi að þetta hefði verið aðeins meira mál. Enda mikið undir. Og því- lík smíð! Mín fyrstu viðbrögð voru að taka bara utan um Jóa. Þarna um kvöldið varð líka nafnið á laginu til – Hjálpum þeim. Ef þessi texti er ekki kominn inn í nýjustu útgáfu Sálma- bókarinnar hvet ég þjóðkirkjuna til að ganga í málið. Þar á hann heima. Það er svo mikill kærleikur í þessu hjá Jóa. Hann tendraðist allur upp og svona átti þetta einfaldlega að vera.“ Rúnar kveðst auðmjúkur og þakk- látur fyrir viðtökurnar sem þeir fengu í framhaldinu en hópurinn hlaut nafnið Íslenska hjálparsveitin. – Sögðu allir sem þið leituðuð til já? „Allir sem áttu heimangengt – nema Stuðmenn.“ – Hvers vegna vildu þeir ekki vera með? „Opinbera skýringin var sú að það væri af „pólitískum ástæðum“. Gerð hefur verið dauðaleit að þeim póli- tísku ástæðum í 36 ár en ekkert fund- ist. Ég held að þetta hafi bara verið egóið hjá Stuðmönnum; þeir voru vanir að stjórna sínum verkefnum sjálfir og hafa ábyggilega ekki viljað koma inn í verkefni hjá öðrum. En ég er löngu búinn að fyrirgefa þeim.“ Menn lögðu talsvert á sig til að ná röddunum í lagið. Þannig fór Gunnar Þórðarson alla leið til Stokkhólms, með masterteipið undir hendinni, til að taka upp eina línu með Bubba Morthens, sem var staddur þar um þær mundir. Kærleikur yfir öllu Það voru ekki bara listamennirnir, fyrirtækin í landinu voru boðin og bú- in að styrkja verkefnið. Rúnar nefnir Borgarprent, Prisma og Flugleiðir í því samhengi en einnig komu fjöl- mörg önnur fyrirtæki að borðinu. „Við nutum hvarvetna velvildar og það var mikill kærleikur yfir öllu þessu verkefni.“ Sjálfur var Rúnar ekki nema 25 ára á þessum tíma og segir verkefnið hafa verið ómetanlega lífsreynslu. „Þetta víkkaði sjóndeildarhringinn hjá mér verulega. Ég fékk innsýn í tónlistarheiminn og kynntist fjölda fólks sem ég hef verið í góðu sam- bandi við síðan.“ Þegar kórsöngurinn var tekinn upp í Hljóðrita í Hafnarfirði, með þátttöku allra söngvaranna, mætti fréttastofa RÚV á svæðið; þar á með- al Maríanna Friðjónsdóttir pródú- sent með kerti. „Það var vel til fundið en Maríanna var búin að hugsa þetta lengra. Morguninn eftir hringdi hún og bað mig um að kíkja upp í sjón- varpshús. Þegar þangað var komið var Maríanna útgrátin. Hún hafði þá setið við alla nóttina og farið yfir myndefni af sveltandi börnum í Afr- íku til að klippa saman við myndirnar úr Hljóðrita og var gjörsamlega búin á því. Úr varð þetta magnaða mynd- band og tárin komu líka fram hjá mér þegar ég sá afraksturinn. Maríanna á mikið lof skilið fyrir þetta framtak sem kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. Ætli þetta sé ekki eina tón- listarmyndbandið í heiminum sem leiðandi fréttastofa hefur framleitt?“ Þjóðin tók Hjálpum þeim með kostum og kynjum en gullplata fékkst vegna 10 þúsund seldra ein- taka gegnum dreifingu Skífunnar. Rúnar segir upp undir annað eins hafa selst gegnum kirkjur og fleiri að- ila. „Allt skilaði það sér með heiðri og sóma til Eþíópíu,“ segir hann. Enda þótt Hjálpum þeim sé ekki jólalag í eiginlegum skilningi þá skýt- ur það alltaf upp kollinum á aðvent- unni. Rúnar fagnar því. „Þetta lag lif- ir með þjóðinni og minnir okkur á þá staðreynd að margir eiga bágt í heim- inum – og það hefur ekkert batnað á þessum 36 árum. Betur má ef duga skal!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg 19.12. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 KÓF Bannsett kórónuveiran sting- ur sér víða niður og nú hafa rokk- böndin Evanescence og Halestorm frestað sameiginlegum tónleikum, sem halda átti í Bandaríkjunum nú á aðventunni, fram í janúar vegna smita í herbúðum beggja banda. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að láta þetta ganga upp en vegna fjölda smita meðal túrliðsins væri ekki rétt að halda áfram með auglýsta dagskrá,“ sagði Amy Lee, söngkona Evanes- cence, í yfirlýsingu. Fresta túrnum vegna smita Amy Lee er komin snemma í jólafrí. AFP BÓKSALA 7.-13. DESEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Lok, lok og læs Yrsa Sigurðardóttir 2 Sigurverkið Arnaldur Indriðason 3 Kapphaupið um silfur Egils Bjarni Fritzson 4 Úti Ragnar Jónasson 5 Sextíu kíló af kjaftshöggum Hallgrímur Helgason 6 Útkall – í auga fellibylsins Óttar Sveinsson 7 Salka – tölvuheimurinn Bjarni Fritzson 8 Guðni á ferð og flugi Guðjón Ragnar Jónasson 9 Bannað að eyðileggja Gunnar Helgason 10 Lára bakar Birgitta Haukdal 11 Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum Örn Sigurðsson 12 Þín eigin ráðgáta Ævar Þór Benediktsson 13 Rætur – á æskuslóðum minninga og mótunar Ólafur Ragnar Grímsson 14 Læknirinn í englaverksmiðjunni Ásdís Halla Bragadóttir 15 Lára lærir á hljóðfæri Birgitta Haukdal 16 Fjárfestingar Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur 17 Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal 18 Horfnar Stefán Máni 19 Bakað með Evu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 20 Heima hjá lækninum í eldhúsinu Ragnar Freyr Ingvarsson Allar bækur Sem pólskur rithöfundur í Reykja- vík hef ég sitthvað um innflytj- endamál að segja. Það var þó ekki fyrr en ég seildist eftir ritgerða- safninu The Good Immigrant að ég áttaði mig á því hversu ólík og fjöl- breytt umræðan um það að tilheyra samfélagi getur ver- ið eftir löndum. Á Íslandi hverfist umræðan í dag mest um upprunann og það að læra tungumálið – mjög gott dæmi um það er úrval ljóða sem nýlega kom út á vegum Unu út- gáfuhúss, Pólífónía af erlendum uppruna, sem er ljóðrænt ferðalag gegnum ímyndunarafl og skynjun 15 höfunda sem fæddust erlendis en búa nú og starfa á Íslandi. Öfugt við það sem tíðkast hér þá hefur umræðan um félagslega viðurkenningu í bæði Bandaríkj- unum og Bretlandi á umliðnum árum ekki snúist um tungumál eða fæðingarstað heldur kynþátt. Í The Good Immigrant frá 2016 tekst 21 rithöfundur á um hvaða þýðingu það hefur að vera svartur, as- ískur eða að heyra til öðrum minni- hlutahópum í Bret- landi samtímans. Eftir velgengni safnsins hélt rit- stjórinn, Nikesh Shukla, með þessa sömu hugmynd sem leið lá yfir Atlantsála og árið 2019 kom The Good Immigrant USA: 26 Writers Reflect on America út. Hvað getur Ísland, sem er stað- sett miðja vegu milli þessara tveggja landa og heimsálfa, grætt á lesningu sem þessari? Hvernig stenst leit Íslands að félagslegu jafnrétti samanburð? Getum við farið að dæmi Hol- lendinga sem á síðasta ári léðu minnihlutahópum í landinu rödd með sinni eigin útgáfu af The Go- od Immigrant-ritgerðunum? Kjósi menn frekar skáldverk en fræðirit með rökræðum af þessu tagi þá mæli ég með metsölubók Colsons White- heads frá 2016, The Underground Rail- road. Ég er einmitt að rifja hana upp þessa dagana gegn- um sjónvarpsser- íuna sem hægt er að nálgast á Amazon Prime. Enda þótt sjónvarpsaðlögun Barrys Jenkins (Moonlight) stand- ist skáldsögunni ekki snúning þá staðfestir hún enn og aftur hversu góð og þýðingarmikil bókin er. Hún fjallar um Coru, unga vilja- sterka svarta konu, sem flýr af harðfylgi frá plantekru (þar sem mannkyn er upp á sitt versta) og öðlast frelsi fyrir atbeina leyni- legra samtaka afnámsmanna. Töfrandi raunsæið setur sveig á framrás sögunnar en eigi að síður er Whitehead með báða fætur í veruleikanum enda liggur mikil rannsóknarvinna að baki verkinu. Við erum að tala um metsölu- bók af bestu gerð, þar sem beisk pilla viskunnar er falin undir sykurhúðuðu ævintýrinu. Það er ekki auðvelt að lesa um samfélagslega þátttöku, kynþátta- fordóma, þrælahald eða nýlendu- stefnu, en einhver myndi líta á það sem skyldunámskeið í leit okkar að mennskunni. EWA MARCINEK ER AÐ LESA Í leit að mennskunni Ewa Marcinek er rithöfundur. Stigar og tröppur í mjög góðu úrvali Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.