Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 6
Klifur
Litið til liðinna ára
-Stutt ágrip af 40 ára sögu Sjálfsbjargar.
Arið 1978 varfarin jafnréttisganga í Reykjavík. Jafnréttisgangan var ákaflega
fjölmenn og endaði á Kjarvalsstöðum í Reykjavík, þangað sem forsvarsmenn þjóð-
arinnar voru boðaðir til þess að kynna þeim kröfur fatlaðs fólks um jafnrétti.
Lengi verður minnst þeirrar göngu.
egar við, gamlir Sjálfsbjargar-
félagar, lítum til baka fjörutíu
ár aftur í tímann er fyrsta
hugsun okkar sú að ekki vildum við
lifa við þær aðstæður, sem fötluðu
fólki voru búnar þá. Öll ytri skilyrði
voru slík að hreyfihamlað fólk átti
mjög erfitt með að taka eðlilegan
þátt í samfélaginu. Flestar byggingar
voru illkleifar því þá þótti næstum
sjálfsagt að fyrir framan hvern inn-
gang að húsi væru háar tröppur og
ekki tók betra við þegar inn var
komið. Margt hreyfihamlað fólk fór
á mis við skólagöngu vegna þessa.
Einnig var mikill skortur á hjálpar-
tækjum svo sem hjólastólum og bif-
reiðaeign hreyfihamlaðra var fátíð.
Þar með skorti undirstöðuna undir
framhald lífsins og illa launuð,
óhentug störf voru því oft eina úr-
ræðið. Margir innan hópsins höfðu
lágt sjálfsmat og litu jafnvel á sig
sömu augum og „hinir.“ Þeir voru
ekki fullgildir þegnar.
En margt breyttist við stofnun
Sjálfsbjargar. Þarna var kominn vett-
vangur til þess að berjast sameigin-
lega að hagsmunamálum fatlaðs
fólks. Og hans var svo sannarlega
þörf. Ef til vill var það mikilvægast
af öllu að það varð vakning innan
hópsins. Fatlað fólk vaknaði til vit-
undar um að það átti sama rétt og
aðrir til lífsins. Það vaknaði til vit-
undar um mannréttindi sín og eigið
manngildi. Eitt Sjálfsbjargarfélagið
af öðru var stofnað og ári eftir stofn-
fund fyrsta félagsins, sem var í
Siglufirði, voru þau orðin fimm.
Þar með var kominn góður grunnur
að landssambandi sem síðan var
stofnað í Reykjavík þann 4. júní
1959.
Strax á fyrsta ári var farið að huga
að merki fyrir félagið. Það var leitað
til Ríkarðs Jónssonar, myndhöggv-
ara og fékk hann fljótlega þá hug-
mynd sem merkið byggir á. Enginn
vafi er á að það mun vera meðal
þekktustu félagsmerkja landsins.
Síðar vann Ríkarður fundarhamar úr
fílabeini fyrir landssambandið. A
skaftið skar hann þessi eigin orð:
„Alltaf beita upp í vindinn, eygja,
klífa hæsta tindinn.“ Þau eru síðan
einkunnarorð Sjálfsbjargar.
Fyrsta sameiginlega ferð félag-
anna
Það vita allir sem hafa kynnst Sjálfs-
bjargarmálum að Sigursveinn D.
Kristinsson var aðal hvatamaðurinn
að stofnun Sjálfsbjargar. Hann var
slíkur eldhugi, að allir hrifust með
honum. Torfærurnar urðu að engu í
hugum fólks. Frá’upphafi var lögð
mikil áhersla á félagslífið og kynn-
ingu félaganna innbyrðis. Það var á
einum undirbúningsfundinum í
Reykjavík að Sigursveinn kom með
uppástungu um að farin yrði
skemmtiferð til Þingvalla. Þá var
ekki mikið um bílaeign fatlaðs fólks,
eins og áður segir, en þeir fáu sem þá
áttu bifreið, tóku félaga sína með. Þá
var kvenþjóðinni „falið“ að sjá um
nestið. Óhætt mun að slá því föstu
að þetta hafi verið fyrsta sameigin-
lega ferð Sjálfsbjargarfélaga og því
í raun sögulegur viðburður.
Tæplega tvo fyrstu áratugina var
þing landssambandsins haldið ár-
lega. Þá var annað hvert þing haldið
utan Reykjavíkur og stundum komu
boð frá fleiri en einu félagi um næsta
þinghald. Þetta var ómetanlegur
þáttur í kynningu á málefnum Sjálfs-
bjargar og það vakti ætíð mikla at-
hygli á félagssvæðinu þar sem þing-
haldið fór fram. Varla þarf að lýsa
þeirri miklu vinnu sem lá að baki
einkum utan Reykjavíkur. Þá varð
til dæmis að útvega flestum, ef ekki
öllum gistingu í heimahúsum, auk
þess sem félagskonur sáu um mat-
6