Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 8

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 8
Klifur Sjálfsbjargarhúsið á Siglufirði, þar sem fyrsta félagið var stofnað árið 1958. Af sextán Sjálfsbjargarfélögum eru þau tíu, sem hafa komið sér upp eigin félagsheimili. Þau eru Akur- eyri, ísafjörður, Reykjavík, Siglu- fjörður, Húsavík, Neskaupstaður, Sauðárkrókur, Akranes, Vestmanna- eyjar og Suðurnes. Ekki er tekin ábyrgð á að tímaröðin sé rétt. Félag- ið í Bolungarvík hefur alltaf haft fastan samastað fyrir starfsemi sína. Það er útilokað í litlu greinarkorni að gjöra skil öllum þeim mikla ár- angri sem náðst hefur verið með fjögurra áratuga starfi. Saga Sjálfs- bjargar er orðin efni í myndarlega bók. Undirrituð vill þó minnast á nokkra áfanga, sem allir hafa mark- að mikilvæg framfaraspor: Árið 1961 gjörðist landssamband- ið aðili að Bandalagi fatlaðra á Norðurlöndum, Nordisk Handikap Förbund. Það var mikið gæfuspor fyrir Sjálfsbjörg, sem þá stóð í þeim sporum að skipuleggja starfsemi sína. Óhætt er að segja að bygging og skipulag Sjálfsbjargarhússins hafi til dæmis á margan hátt byggt á reynslu bræðraþjóðanna. Þar feng- ust fyrirmyndir að aðgengilegu hús- næði, dvalarheimilum fyrir fatlaða og vernduðum vinnustöðum. Öll reynsla þeirra gat nýst hinum ungu samtökum. Þann 28. október 1966 tók þáver- andi félagsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson, fyrstu skóflustunguna að Sjálfsbjargarhúsinu. Þar með hyllti undir að draumurinn um dval- arheimili, íbúðir sem hægt var að komast inn í, endurhæfingarstöð, sundlaug og vinnustofur, það hyllti undir að allt þetta gæti orðið að veruleika. Lög um endurhœfingu Árið 1970 voru lög um endurhæf- ingu sett. Þar segir í 1. grein: „Til- gangur þessara laga er að stuðla að þjálfun og endurhæfingu fólks með varanlega skerta starfshæfni, svo það geti sem best séð sér farborða með eigin vinnu. Aðstoða skal þær stofnanir, sem annast endurhæfingu og koma á fót þeim rannsóknar- end- urhæfingar- og vinnustöðvum sem nauðsynlegar eru, með þeim hætti, sem nánar greinir í lögum þessum.“ Þetta voru fyrstu lög á íslandi sem fjölluðu um hagsbætur fyrir fatlað fólk. Þau voru í gildi til ársins 1982 og í raun undanfari þeirra laga um málefni fatlaðra sem þá tóku við. 1. áfangi Sjálfsbjargarhússins tekinn í notkun Árið 1973 var fyrsti áfangi Sjálfs- bjargarhússins tekinn í notkun, Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjarg- ar, eins og það nefndist lengi vel. Þetta var fyrsta heimili sinnar teg- undar á Islandi og langþráð. Þar var rúm fyrir 45 manns. Árið 1977 afhenti Kiwanishreyf- ingin á fslandi landssambandi Sjálfsbjargar að gjöf sérstaklega út- búna bifreið fyrir hjólastólanotend- ur. Þetta var stórfengleg gjöf sem gjörbreytti möguleikum margs hreyfihamlaðs fólks til þess að kom- ast um. Reksturinn var í umsjá Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra. Þetta frumkvæði Kiwanis- hreyfingarinnar átti vafalítið sinn þátt í því að Reykjavíkurborg hóf rekstur Ferðaþjónustu fatlaðra, því fljótlega rak að því að Kiwanisbíll- inn annaði hvergi eftirspum. Jafnréttisgangan Árið 1978 var farin jafnréttisganga í Reykjavík. Frumkvæðið að henni átti Magnús Kjartansson, alþingis- maður og ráðherra. Jafnréttisgangan var ákaflega fjölmenn og endaði á Kjarvalsstöðum í Reykjavík, þangað sem forsvarsmenn þjóðarinnar voru boðaðir til þess að kynna þeim kröf- ur fatlaðs fólks um jafnrétti. Fengi verður minnst þeirrar göngu. Árið 1979 vom sett ný byggingar- og skipulagslög, þar sem í fyrsta sinn vom sett ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks. Þau vom framfaraspor, svo langt sem þau náðu. Síðan hafa þau verið endurskoðuð nokkrum sinnun, en mesta breyting til batnað- ar fyrir fatlað fólk varð með tilkomu nýrra byggingar- og skipulagslaga í fyrra. Sundlaugin vígð Árið 1981, á ári fatlaðra, var sund- laugin í Sjálfsbjargarhúsinu vígð. Þetta var mikill hátíðisdagur enda síðasti áfangi Sjálfsbjargarhússins. Nú var loksins komin sundlaug sem sniðin var að þörfum hreyfihaml- aðra. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum þáttum í kjarabaráttu fatl- aðs fólks, en skýr er sú staðreynd að samtök fatlaðra hafa alls staðar komið þar að verki. Þess vegna skul- um við hafa það hugfast að sterk samtök hreyfihamlaðra, svo og önn- ur öryrkjasamtök eru hinn sanni hagsmunavettvangur fatlaðs fólks. Olöf Ríkarðsdóttir, fyrrum forstöðum. félagsmála- deildar Sjálfsbjargar, Isf. og form. Öryrkjabandalags Islands. 8

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.