Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 22

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 22
Klifur Afmæliskveðja frá félagsmálaráðu- neytinu Með stofnun Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra fyrir fjórum áratugum var ýtt úr vör réttindabaráttu fyrir jafn- rétti og bættum kjörum fólks sem ekki gekk heilt til skógar eftir sjúk- dóma eða slys. Sú barátta hefur staðið óslitið síðan og mörgum Grettistökunum verið lyft á þeirri leið til aukinna lífsgæða og bættrar aðstöðu fyrir fatlaða. Frumkvöðlarn- ir og þeir sem eftir komu áttu sér þær hugsjónir að samfélagið sýndi í verki að fatlaðir væru virtir og ættu sama rétt til samfélagslegra gæða á borð við ófatlaða. Þetta gilti m.a. um menntun, atvinnumál, húsnæð- ismál, tryggingamál og félagslega þjónustu svo eitthvað sé nefnt. Með lögum um málefni fatlaðra frá 1983 má segja að þar endur- speglist að nokkru leyti þau viðhorf sem Sjálfsbjörg og önnur samtök fatlaðra höfðu sett á oddinn í rétt- indabaráttu sinni. I fyrstu grein lag- anna voru þannig ákvæði um jafn- rétti fatlaðra og sambærileg lífskjör Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. við aðra þjóðfélagsþegna og ákvæði um að skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Með samstilltu átaki stjórnvalda og samtaka fatlaðra hafa vissulega orðið miklar breytingar til batnaðar á samfélagslegri þjónustu við fatlaða á síðustu áratugum, þó að enn sé ótal margt sem þarfnast úr- bóta og betur má fara. Ef til vill má þó líta svo á að stærsti sigurinn sem unnist hefur séu hin gjörbreyttu við- horf til fatlaðra frá því sem áður var, eins og glöggt má sjá þegar rýnt er í fyrstu rit Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra. Þær breytingar sem nú eru fram- undan í málefnum fatlaðra er vænt- anleg yfirfærsla málaflokksins frá félagsmálaráðuneytinu til sveitarfé- laga, en undirbúningur þar að lút- andi hefur staðið yfir síðustu misseri af hálfu stjórnvalda og samtaka fatl- aðra. Félagsmálaráðuneytið sem fer með yfirstjóm málefna fatlaðra hef- ur ávallt átt bæði ánægjulegt og ár- angursríkt samstarf við Sjálfsbjörg og væntir þess að svo verði áfram um ókomin ár. Ráðuneytið flytur Sjálfsbjörg miklar þakkir fyrir ómet- anleg störf þess í þágu fatlaðra og óskar því allra heilla og hamingju í framtíðinni á þessum merku tíma- mótum. SPARISJ ÓÐURINN í KEFLAVÍK NOI SIRIUS Siálfsbiöra á höfuðboraarsvæðinu: Eyjaferð 9.-15. ágúst Sjálfsbjörg á höfuðborgar- svæðinu stendur fyrir eyja- ferð frá 9.-15. ágúst nk. Farið verður um Norðurland með áherslu á Hrísey og Grímsey. Ferðaáætlun er sem hér segir; 1. dagur, Siglufjörður; 2. dagur, Hrísey; 3. dagur, Hrísey; 4. dagur, Grímsey; 5. dagur, Hvalaskoðun- Húsavík; 6. dagur, Asbyrgi og ná- grenni; 7. dagur, Akureyri- Reykjavík. Verð verður u.þ.b. 50 þúsund krónur. Byrjað er að skrá í ferðina í síma 551-7868. Allir velkomnir. V/SA 22

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.