Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 15
Klifur
aðila. Hvað varðar aðrar mikilvægar
breytingar á aðstöðu fatlaðra nem-
enda má nefna að sérstök stofa hefur
verið tekin undir próftöku nemenda
sem þurfa að þreyta próf á tölvu en
hún er einnig hugsuð sem lítið tölvu-
ver utan hefðbundinna próftíma-
bila.“
Að sögn Magnúsar starfa fjórir
námsráðgjafar á NHÍ í 3,75 stöðu-
gildum. „Þessir ráðgjafar þurfa að
sinna skyldum sínum gagnvart
5.000 nemendum við HÍ auk þess
sem vel á annað þúsund nemenda í
síðari bekkjum framhaldsskólanna
leita til Námsráðgjafar háskólans á
ári hverju. Enginn ráðgjafanna er
sérstaklega menntaður til þess að
sinna málefnum fatlaðra enda má
segja að sá stuðningur sem þeir fá í
gegnum ráðgjöf sé í eðli sínu ekkert
öðruvísi en hjá öðrum nemendum.
Tveir námsráðgjafar eru hins vegar
með sálfræðimenntun sem er nauð-
synleg til að takast á við erfið sálræn
og félagsleg vandamál sem rekur á
fjörur Námsráðgjafar. Síðan má ekki
gleyma að sú reynsla sem verður til
við starfsemi af þessu tagi er oft lyk-
illinn að lausn erfiðra úrlausnarefna
sem ráðgjafar standa frammi fyrir.“
Brýnt að halda vöku sinni
Aðspurður um stöðuna í málefnum
fatlaðra námsmanna hér á landi mið-
að við hin Norðurlöndin, segir
Magnús ljóst að margt megi betur
fara hvað varðar aðstöðu fatlaðra
stúdenta við HI. „Kjarni málsins er
hins vegar sá að þetta gildir ekki
bara um fatlaða stúdenta heldur alla
stúdenta, fatlaða sem ófatlaða. Eftir
að Alþingi bauð Háskóla íslands að
framfylgja alþjóðlegum samþykkt-
um af vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna og Evrópusambandsríkja með
breytingum á lögum um málefni
fatlaðra 1992, og háskólinn staðfesti
síðan með samþykkt Háskólaráðs
1995, var tekið mikilvægt skref í þá
átt að fullnægja þeirri sjálfsögðu
kröfu sem kveður á um jafnan rétt til
náms. Þessum lögum fylgdi þó ekki
fjármagn frá fjárveitingavaldi Al-
þingis þótt augljóst sé að fram-
kvæmd þeirra hafi umtalsverðan
kostnað í för með sér. Engu að síður
hefur rektor Háskóla íslands og
framkvæmdastjóri kennslusviðs
með fulltingi Háskólaráðs séð til
þess að nauðsynlegu fé er veitt sér-
staklega til þessa málaflokks. Það
sem einna helst skortir á er eyrna-
merkt fé til að sinna þróunarverkefn-
um og til að fylgjast með og kynna
sér þær lausnir sem þróunarverkefni
annars staðar í heiminum hafa skilað
til þessa málaflokks.
Hvað varðar aðstöðu og aðgengi
fatlaðra við HI samanborið við ann-
ars staðar er erfitt að segja til um að
nokkru viti með allsherjaryfirlýsing-
um þar sem aðstaða getur verið
mjög misjöfn milli skóla í sömu
löndum og kannski hafa ekki gefist
næg tækifæri til að skoða þetta í
þaula. Hitt er ljóst að þessi málefni
eru hvarvetna mjög í deiglunni um
þessar mundir við evrópska háskóla
og því brýnt að halda vöku sinni.“
Erfitt aðgengi í aðalbyggingu
háskólans
Fatlaðir nemendur við Háskóla ís-
lands hafa kvartað undan slæmu að-
gengi fyrir fatlaða og þá sérstaklega
við aðalbyggingu háskólans. Hvað
vill Magnús segja um þá gagnrýni?
„Það er alveg ljóst að Aðalbygging
HI verður seint fær þeim nemendum
sem eru mjög mikið fatlaðir og ferð-
ast um í stórum rafknúnum hjóla-
stólum nema miklu sé kostað til. En
það er líka stór spurning hvort eitt-
hvert vit væri í að eyða miklum fjár-
munum í slíkar framkvæmdir í stað
þess að leggja þá í önnur skynsam-
legri verkefni. Aðalatriðið er að í
seinni tíð fer tiltölulega lítil kennsla
fram í Aðalbyggingu HÍ og þau
vandamál sem tengjast aðgengi þar,
sem og annars staðar í byggingum
háskólans, eru leyst með því að
flytja námskeiðin á aðgengilega
staði. En vissulega eru enn til stað-
ar ákveðin aðgengisvandamál að
þjónustustofnunum háskólans og
stuðningstofnunum sem þörf er á að
leysa í náinni framtíð."
Tilraunaverkefni fyrír nemend-
ur með lesblindu
Aðspurður hvort einhverjar breyt-
ingar séu á döfinni í málefnum fatl-
aðra við HÍ, segir Magnús þau mál-
efni vera í sífelldri deiglu innan há-
skólans. „Meðal þess sem er á döf-
inni er að í haust verður lagt upp
með tilraunaverkefni í námstækni
fyrir nemendur með lesblindu. Þetta
er mjög spennandi verkefni og
áreiðanlega mjög gagnlegt þar sem
nemendum með lesblindu hefur
fjölgað stórlega á síðustu árum. Lík-
lega verður það þó ekki keyrt áfram
af æskilegum krafti þar sem ekki
hefur enn tekist að afla þeirra fjár-
muna sem til þarf til að koma verk-
efni af þessu tagi á laggirnar. Þess
ber þó að geta með þakklæti að
verkefnið hlaut 100 þúsund króna
styrk úr sjóði Odds Ólafssonar sem
Öryrkjabandalagið hefur umsjón
með.“
Magnús segir allt skipulag er varð-
ar málefni fatlaða vera með þeim
hætti að nú sé nánast óhugsandi að
nemandi með sérþarfir fái ekki sann-
gjarna lausn sinna mála. „Vissulega
geta komið fram óskir sem háskól-
anum er ekki kleift að uppfylla
vegna fjárskorts eða af einhverjum
öðrum ástæðum. En þar með er ekki
sagt að ekki sé hægt að ná sátt um
niðurstöðu. Það verður að horfa til
þess að háskólinn þarf að gæta hags-
muna 5.000 nemenda sem allir gera
sérstakar kröfur um úrræði ef út í
það er farið. Og á endanum eru það
hin persónulegu samskipti og víð-
feðm samvinna allra þeirra sem mál-
ið varðar sem leiða vandamálin til
farsælla lykta.
I lokin vil ég geta þess sérstaklega
að margir aðilar sem tengjast há-
skólanum hafa lagt málefnum fatl-
aðra ríkulegt lið á liðnum árum með
fjárframlögum og tækjagjöfum. Þar
vil ég sérstaklega nefna Stúdentaráð,
Rannsóknaþjónustu HÍ, skrifstofu
hjúkrunarskorar, Reiknistofnun HÍ
og nú nýlega Öryrkjabandalag ís-
lands, en auk þessara hafa margir
aðrir lagt gott til málanna.“
Viðtal: Kristrún M. Heiðberg.
15