Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 9
Klifur
„Alltaf beita upp í vindinn
eygja, klífa hæsta tindinn.“
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, hefur í fjóra ártugi barist
fyrir jöfnum rétti og aðstöðu
fatlaðs fólks á íslandi og þegar litið
er um öxl sjá menn að afmælisbarn-
inu hefur tekist býsna vel að halda
fram markmiði sínu. Það er hins
vegar svo að í þessum efnum er ekk-
ert endanlegt. Barátta fyrir jöfnum
rétti tekur í raun og veru aldrei enda
og þótt mönnum miði vel áfram í
réttindabaráttunni og hafi miðað vel
í áttina, þá verða verkefnin ávallt
ærin. Þetta hefur mér jafnan þótt
koma fram með hvað skýrustum
hætti í merki Sjálfsbjargar og nafni
samtakanna. „Alltaf
beita upp í vindinn,
eygja, klífa hæsta
tindinn,“ skar Rík-
arður Jónsson,
myndhöggvari, í
fundarhamar sam-
takanna og má segja
að einmitt þetta hafi
verið hinn rauði
þráður í starfi og
stefnu þeirra. Ein-
mitt þetta, starfið og
stefnan, hefur orðið
til þess að menn líta til Sjálfsbjargar
með virðingu.
I fyrra var efnt til þings Sjálfs-
bjargar á Siglufirði, en þar var fyrsta
félagið stofnað 9. júní 1958 að und-
angengnum samtölum nokkurra
áhugamanna og ekki hvað síst fyrir
forgöngu Sigursveins D. Kristins-
sonar, tónskálds. Ári síðar, eða dag-
ana 4. til 6. júní var svo fyrsta árs-
þing Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, haldið í Reykjavík. Þá
mættu tuttugu og einn fulltrúi frá
fimm félögum.
„.. ,og fór hver til síns heima með þá
öruggu vissu og óbilandi trú, að hér
hefði verið stigið það spor, sem opna
myndi dyrnar að mannlífinu fyrir
fatlað fólk...“ Þetta er hluti loka-
orða Huldu Steinsdóttur í fundar-
gerð frá stofnþinginu 1959.
Þegar þetta var ritað voru fatlaðir
lítið á ferðinni í þjóðfélaginu, þeir
voru næstum ósýnilegir og „sú
skoðun var ríkj-
andi að fólk í
hjólastól væri til
fárra hluta nýtt“
svo vitnað sé til
Jóhanns Péturs
Sveinssonar, heit-
ins, sem var for-
maður Sjálfsbjarg-
ar um hríð. Fé-
lagslega voru fatl-
aðir einangraðir,
en einmitt meðal
frumherjanna var
að finna sannkallaðar hetjur sem
með ótrúlegri þrautseigju ruddu
brautina. Nú eru aðildarfélögin 17
og félagsmennirnir losa þrjú þúsund.
Dæmin eru mörg um mikið fatlaða
einstaklinga sem tóku fyrir fjörutíu
árum fullan þátt í þjóðfélaginu af
miklu harðfylgi. Ingibjörg Magnús-
Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra.
dóttir, einn fulltrúanna, sem voru á
stofnþinginu 1959 er eitt dæmi af
mörgum. Hún aflaði sér virðingar
samborgara sinna á ísafirði. Þar
stundaði hún kennslu um langt ára-
bil við góðan orðstír og fór allra
sinna ferða sjálf þótt aðstæður til
þess væru afar erfiðar á allan hátt.
Þetta gerði fólk og gerir enn.
Það er skylda okkar allra að leggja
okkur fram um að stuðla að þjóðfé-
lagi án þröskulda, að reyna að sjá til
þess að allir fái notið sín og geti lagt
sitt af mörkum til samfélagsins. Þess
vegna vinnum við með fötluðum en
ekki fyrir fatlaða.
„Það er skylda okkar
allra að leggja okkur
fram um að stuðla að
þjóðfélagi án þrösk-
ulda, að reyna að sjá
til þess að allir fái not-
ið sín og geti lagt sitt
af mörkum til samfé-
lagsins.“
wpg FSa EINAR J. SKÚLASON HF.
Grensásvegi 10, Sími 563 3000
Kringlunni 7, Reykjavík
9