Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 25

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 25
Klifur Félag heilablóðfallsskaðaðra 5 ára Félag heilablóðfallsskaðaðra, skammstafað FHBS, var stofnað af fimm einstakling- um sem allir voru í endurhæfmgu á Reykjalundi 1992, og fannst að þeir sem fengið hafa heilablóðfall þyrftu einhvem málsvara. Að undirbúningi stofnunarinnar stóðu síðan Hjalti Ragnarsson, Sigþór Rafnsson, Heiðar Þór Bragason, Eyjólfur Kr. Sigurjóns- son og Trausti Jónsson. Þessir menn unnu að stofnuninni, en að- alhvatamaðurinn og hjálparhella þeirra var Helgi Seljan, fram- kvæmdastjóri ÖBÍ. Núverandi félagsaðstaða er á tveimur stöðum. Félagsfundir eru haldnir að Sléttuvegi 7 í Reykja- vík, en skrifstofuaðstaðan er í Há- túni 12. Félagið var stofnað 27. september 1994 og gekk í Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, 1996. Aðalfélagar eru 111 talsins en sérstakir vildar- vinir eru um 40. Félagið gefur út sitt fréttabréf óreglulega og einnig er það með heimasíðu á netinu og er netfangið; geocities.com/HotSprings/Spa/1562 Einnig gekkst félagið fyrir útgáfu upplýsingabæklings um sjúkdóminn og dreift var um allt land. Þar segir m.a.: Heilablóðfall verður vegna truflunar á blóðflæði til heilans. Æð getur brostið og valdið blæðingu inn í heilavef eða æð getur lokast vegna tappa inni í æðinni. Þetta getur leitt til súrefnisskorts í frumum og þær hætt að starfa. Tilgangur félagsins er að vinna að innbyrðis kynningu meðal heila- blóðfallsskaðaðra og aðstandenda þeirra með ýmis konar félags- starfsemi. Einnig er markmiðið að stuðla að almennri fræðslu um heilablóðfall og afleiðingar þess á sem breiðustum grundvelli. Síð- ast en ekki síst ætlar félagið sér að vinna að ráðgjafa- og upplýsinga- þjónustu fyrir heilablóðfallsskað- aða varðandi lifnaðarhætti; rétt- indi og velferð þeirra. Félags- fundir eru haldnir reglulega yfir vetrarmánuðina og í leiðinni er vert að geta þess að félagið er með tölvupóstfang sem er; fhbs @geocities. com Hjalti Ragnarsson, formaður FHBS. SAMSKIP TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. AÐALSTRÆTI 6-8 • 101 REYKJAVÍK SÍMI 515-2000 ÍSLENSK ERFÐAGREINING 25

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.