Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 21
Klifur
Skrifstofa
landssambandsins:
Nýr félags-
málafulltrúi
Bára Aðalsteinsdóttir.
Nýr félagsmálafulltrúi,
Bára Aðalsteinsdóttir,
hefur hafið störf á
skrifstofu landssambandsins og
tók hún við af Lilju Þorgeirs-
dóttur. Bára útskrifaðist frá
Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti 1983 og frá Þroskaþjálfa-
skóla íslands 1986. Hún hefur
mikla reynslu af að vinna með
fötluðum, en einnig hefur hún
komið nálægt tímaritaútgáfu.
Bára er boðin hjartanlega vel-
komin til starfa.
Kentucky Fri.f
Hjallahrauni 15, Hafnarfiröi
Ferðaklúbburinn Flækiufótur:
Ævintýraferð
um hálendið
Hinn 16. júlí verður farin
ævintýraferð um hálendið
með Flækjufæti. Fyrsta
daginn verður ekið í Hrauneyjar
og gist þar. Síðan verður ekið
norður Sprengisand að Rauðskrið-
um í Þingeyjarsýslu. Þar verður
dvalið í tvo daga og Mývatnssveit
skoðuð. Ur Rauðskriðum verður
farið í Herðubreiðarlindir, Öskju
og Kverkfjöll. Haft hefur verið
samband við Ómar Ragnarsson
um möguleika á því að hann geti
verið með hópnum í Kverkfjöllum
og hefur hann málið til athugunar.
Ur Kverkfjöllum verður farið til
Akureyrar og gist rétt utan við
bæinn. Þaðan verður ekið sem
leið liggur að Löngumýri í Skaga-
firði og gist þar eina nótt. Síðasti
áfanginn í þessari hálendisferð
Flækjufótar verður svo akstur
suður Kjöl.
Kostnaður við ferðina er 60
þúsund krónur og er allt innifalið
í þeirri upphæð. Þátttakendur
verða þó að taka með sér rúmföt
eða svefnpoka. Leiðsögumaður
verður Jón H. Sigurðsson. Ekið
verður í langferðabíl sem er sérút-
búinn fyrir hreyfihamlaða ferða-
langa þannig að allir geta farið
með.
Til að skrá sig í ferðina eða fá
upplýsingar um hana, skal hafa
samband við Sigríði Kristinsdótt-
ur í síma 557-2468.
SJÓVÁ ALMENNAR
Kringlunni 5 • Reykjavík
OSTA OG W
SMIÖRSALAN SH
ÚTILÍF
Glæsibæ
Sími: 581 2922
VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS
Pósthólf 514 - 121 Reykjavík
21