Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Blaðsíða 3
Klifur
Forvstugrein
Fáein orb um þing Sjálfsbjargar
/
ætlað er að halda þing
Sjálfsbjargar í maí næst-
komandi og gott er fyrir þá
sem hafa hug á að gefa kost á sér til
þingsetu að fara að undirbúa sig fyr-
ir það.
-► Hvert verður aðalmál þingsins?
-► Hefur viðkomandi eitthvað til
málanna að leggja, eitthvað nýtt
fram að færa?
► Stuðla að því að aðildarfélag
viðkomandi leggi fram mál sem
frambjóðandinn hefur hug á að
nái framgöngu.
► Kynna sér framkomna fram-
boðslista til stjórna og nefnda
Sjálfsbjargar.
Vera tilbúinn að starfa í hóp-
vinnu um ákveðin mál og leggja
fram ályktanir þar um.
ALÞJÓÐA
LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ
Jón Eiríksson, félagi í Sjálfsbjörg á
höfuðborgarsvœðinu, skrifar.
Þetta eru bara nokkrir punktar sem
gætu gagnast þeim sem hug hafa á
að sækja þing. Það hefur því miður
allt of oft gerst að þingfulltrúar hafa
komið illa undirbúnir til þings og
jafnvel ekki haft hugmynd um hvert
aðalmál þingsins verður. A næsta
þingi verður þó stór nregin breyting
frá fyrri þingum. Nú verður í fyrsta
skipti kosið eftir nýjum lögum sem
kveða skýrt á um að: Framkvæmda-
stjórn skal leggja fyrir þing kjörseð-
il (kjörseðla) með þeim framboðum
sem komin eru fram ef þau eru fleiri
en tillaga kjörnefndar. Hafi engar
aðrar tillögur komið fram skoðast
tillaga kjörnefndar samþykkt og hún
staðfest af þingi Sjálfsbjargar.
Nú er semsagt ekki lengur hægt að
stinga upp á fólki í hin og þessi emb-
ætti á þinginu sjálfu heldur skal allt
slíkt komið fram áður. Kjörnefnd
leggur þessi gögn fram a.m.k.
tveimur mánuðum fyrir þing og
sendir aðildarfélögunum sem þurfa
að skila sínum tillögum a.m.k. mán-
uði fyrir þing. Einnig geta einstakir
félagsmenn Sjálfsbjargarfélaganna
lagt fram sínar tillögur og þurfa þær
að vera komnar til framkvæmda-
stjóra mánuði fyrir þing.
Þessi gögn þurfa væntanlegir
þingfulltrúar að kynna sér vel og
hafa myndað sér skoðun á þeim.
Utan við þetta allt saman er svo
bara að mæta á svæðið með góða
skapið í farteskinu vera tilbúin að
takast á við mikla vinnu, stundum
svolítið „stress“ og jafnvel vökur ef
því er að skipta. Megi næsta þing
verða starfsamt og árangursríkt.
Ný síma- og faxnúmer hjá Sjálfsbjörg
Ný síma- og faxnúmer hafa
verið tekin í notkun í
Sjálfsbjargarhúsinu. Nýja
sameiginlega símanúmerið á
símaborði hússins er 550-0300 og
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra hefur fengið faxnúmerið
550-0399. Sjálfsbjargarheimilið
hefur nú faxnúmerið 550-0301.
Þessi breyting tengist því að ný
símstöð hefur leyst af aðra stöð,
sem var komin vel til ára sinna.
Hin nýja símstöð í Sjálfsbjargar-
húsinu er stafræn og af þeim sök-
um reyndist nauðsynlegt samtímis
að skipta um símanúmer. Ymsir
kostir fylgja hinni nýju símstöð
s.s. að allir starfsmenn hafa nú
fengið ný símtæki, sem Síminn
hefur gefið í húsið, og einnig hafa
allir starfsmenn nú sitt eigið beina
númer.
3