Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Blaðsíða 23

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Blaðsíða 23
Klifur Evrópuár fatlabra 2003 - Sjálfsbjörg 2003 Stjórnvöld og sarntök fatlaðra í Evrópu sameinuðustu um að tileinka árið 2003 málefnum fatlaðra. Meginmarkmiðið með því var að hagsmunasamtök fatlaðra og stjómvöld í hverju landi fyrir sig stæðu saman að því að kynna fyrir almenningi stöðu og hagsmuni fatl- aðra, jafnframt því að leita sameig- inlegra leiða til að bæta stöðu og kjör fatlaðra í löndunum. Strax árið 2002 setti ÖBÍ fram sínar tillögur um hvernig standa skyldi að þessum málum hér á landi. Þar var m.a. lögð áhersla á að ekkert yrði af samstarfi við stjórnvöld nema þau kæmu með áþreifanlegum hætti til móts við kröfu fatlaðra (ör- yrkja) um bætt kjör. Hvorki gekk né rak lengi og á tímabili var allt sam- starf farið út um þúfur. Það var ekki fyrr en í mars á s.l. árið, og þá fyrir forgöngu Öryrkjabandalagsins og Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis,- og tryggingamálaráðherra, að sam- komulag náðist um „öryrkjasamn- inginn“ svonefnda sem fói í sér aldurstengda hækkun á örorkulíf- eyri þar sem fólk fékk mesta hækk- un eftir því sem það var yngra þegar það varð öryrkjar. Allir sem komu að þessu máli af hálfu Öryrkja- bandalags íslands og hagsmunasam- takanna þ.m.t. undirritaður túlkuðu þennan samning á þann hátt að sú tafla sem Öryrkjabandalagið lagði fram og vann út frá væri það sem um hefði verið samið. Það kom því mönnum í opna skjöldu og olli sterkum viðbrögðum á haustmánuð- um þegar upplýst var að ríkisstjórn- in hafði aðeins samþykkt og áætlað einn milljarð í þennan samning. Hverjum sem þessi misskilningur er um að kenna varð raunin sú að Jóni Kristjánssyni tókst ekki að fá ríkis- tjórnina eða meirihluta Alþingis til að hækka framlag um 500 millljónir Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, Isf skrifar. „Vonast er til aö á þingi okkar í sumar verði stefnumörkunin eitt af ab- almálunum. Lagbur hefur verið grunnur að mörgum verkefnum og möguleik- um til að kynna og efla Sjálfsbjörg..." svo að sú hækkun sem vænst var yrði að veruleika. Þar finnst mér að stjómarflokkarnir hafi sett niður og gert Jón að blóraböggli í þeim átök- um sem hófust í kjölfarið. Allt þetta varð til þess að samstaða ríkisvalds- ins og hagsmunasamtakanna var rofin. Þrátt fyrir þetta fengu margir öryrkjar umtalsverða hækkun sem er vissulega af því góða, en mikið vantar á til að ljúka samkomulaginu eins og til var ætlast. Þetta kennir okkur að ganga ekki aftur til samn- inga nema allt sé fullkomlega skýrt, útreiknað og staðfest með undir- skrift. Þar sem samningurinn var ekki gerður fyrr en í mars varð líka að samkomulagi að Evrópuári fatl- aðra lyki ekki fyrr en 1. apríl á þessu ári. Allt hefur þetta orðið til þess að margt af því sem menn áætluðu að gera og koma í framkvæmd hefur farið fyrir ofan garð og neðan svo mun meira verk er eftir óunnið af hálfu stjórnvalda og hagsmunasam- taka öryrkja en ég hafði vænst. Sjálfsbjörg fór ekki varhluta af þessu og menn héldu mikið að sér höndunum með að fara út eitthvert sérstakt átak sem tengdist árinu. Þó var mikið lagt upp úr því og félögin hvött til þess hvert á sínu félags- svæði að standa á einhvern hátt fyr- ir kynningum á Sjálfsbjörg og hags- munamálun fatlaðra. Því miður hef- ur lítið orðið um slíkt, aðeins þrjú fé- lög hafa til dagsins í dag staðið fyrir einhverjum verkefnum. Hinsvegar tel ég að nokkuð vel hafi tekist til með að brydda upp á ýmsum nýj- ungum sem vel hafi tekist og verk- efni sem eiga eftir að skila sér til komandi kynslóða. Má þar m.a. nefna unglingastarfið í sumar þar sem hópur hreyfihamlaðra unglinga fékk sumarvinnu við að gefa út blað- ið Lifur sem var fylgirit Sjálfsbjarg- arblaðsins s.l. haust. Var það m.a. gert með góðum stuðningi félags- málaráðuneytisins. Athygli vakti hjólastólarall Buslara frá Akranesi til Reykjavíkur í júní. Gert var átak við að taka út aðgengi að ferða- mannastöðum og með stuðningi samgöngu,- og umhverfisráðuneytis var hægt að senda mann til að taka út fjölda staða víðs vegar um landið sl. sumar. Mikilvægastur var þó sá liðsauki sem okkur barst þegar Kjartan Jakob Hauksson gekk til liðs við Sjálfs- björg og bauðst til að kynna samtök- in í tengslum við róður sinn hringinn í kringum landið. Það er einstakt og þakkarvert þegar slíkir menn koma fram og leggja okkur lið á eins eftir- 23

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.