Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Blaðsíða 19

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Blaðsíða 19
Klifur Fundur Sjálfsbjargar með ungu fólki í pólitík: Málefni fatlabra eiga ab hafa meiri forgang Dagný Jónsdóttir, þimgmaður Framsóknarflokksins og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grœnna. Myndir/kmh. Málefni fatlaðra og öryrkja þurfa að hafa mun meiri forgang en nú er og leggja þarf aukna vinnu í að kynna baráttu- mál þeirra fyrir stjórnmálamönnum sem og almenningi. Þetta kom m.a. fram á fundi sem Sjálfsbjörg á höf- uðborgarsvæðinu hélt í nóvember sl. með ungu fólki í pólitík Þau voru; Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna; Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, frá Frjálslynda flokknum og Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylk- ingar. Bjarni Benediktsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki, þrátt fyrir að hafa boðað komu sína. Viðkomandi aðilar voru fengnir til að skýra sjónarmið sín á málefnum fatlaðra sem og að hlusta á það sem öryrkjar og fatlaðir hefðu að segja. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, var fyrst til að taka til máls og ræddi m.a. um aðgengis- mál. Hún sagði að þrátt fyrir að í byggingarlögum sé skýrt kveðið á um að húsnæði sem ætlað er al- menningi skuli hafa almennt að- gengi þá sé enn víða pottur brotinn í þeim efnum. Vel mætti því skoða hvort ekki væri hægt að leggja við- urlög við því ef lögunum er ekki framfylgt. „Aðgengi fatlaðra er hluti af því að veita öllum jafnan rétt til að taka þátt í samfélaginu og það er okkar stjórnmálamanna að ýta á eftir þessum málum.“ Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði marga sigra hafa unnist varðandi mála- flokk fatlaðra og öryrkja, þó vissu- lega væri margt eftir. Af nógu væri að taka og nefndi hún þar sérstak- lega atvinnumál og aðgengismál. Unga fólkið var sam- mála um að mikilvægt væri að hefja brýn þjóð- félagsmál eins og mál- efni fatlaðra og öryrkja upp fyrir skotgrafir stjórnmálaflokkanna. Hvað varðar atvinnumál þá hefðu stjórnvöld dregið úr tekjutengingum og í því fælist aukin tækifæri fyrir öryrkja að stunda atvinnu, en það væri ekki nóg, vegna þess að at- vinnutækifærin yrðu að vera til stað- ar. „Hlutastörfum hefur fækkað, en þau störf henta öryrkjum með skerta starfsgetu einkar vel og það eru ef- laust margir sem vildu vinna hluta úr degi. Einnig er það svo að að- sóknin í störf er svo mikil að fleiri hundruð manns sækja um hvert starf. Hversu vel standa öryrkjar að vígi við slíkar aðstæður?“ Varðandi aðgengismál sagði Dagný að með Evrópuári fatlaðra hefði verið mörk- uð sú stefna að fatlaðir njóti fullra mannréttinda og að áherslur séu í ríkara mæli settar á atvinnu og menntun þeirra. Einnig sé krafa um aðgengi fyrir alla þar sem lögð er áhersla á að allt samfélagið sé þannig úr garði gert að það sé að- gengilegt öllum í sem víðasta skiln- ingi. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, frá Frjálslynda flokknum, gerði lög um málefni fatlaðra að umtalsefni í ræðu sinni. Hún sagði að þrátt fyrir að lögin hefðu það meginmarkmið að veita fötluðum aðgengi og þá þjónustu sem þeir þarfnast, þá henti þau hins vegar ekki öllum. „Fyrir nokkrum árum horfði ég öfundar- augum á fatlaða sem höfðu lög sem tryggði þeim það aðgengi sem þeir þurftu, þ.e. skábrautir. Sveitarfélög og ríkið kepptust við að steypa ská- brautir, breikka dyr, koma fyrir lyft- um í opinberum byggingum o.fl.“ Sigurlín sagðist hafa samsamað sig lögum um málefni fatlaðra og bent á að hennar aðgengi væri táknmál- stúlkur, á sama hátt og skábrautir 19

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.