Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Blaðsíða 20
Klifur
voru fötluðum til að komast leiðar
sinnar. „Sveitarfélögin voru þessu
ekki sammála og sögðu að þeim
bæri ekki skylda til að borga fyrir
táknmálstúlk mér til handa. Við
blasir sú staðreynd að þó að sett séu
heildarlög eins og lög um málefni
fatlaðra, þá er víst að þau henta ekki
öllum.“ Að sögn Sigurlínar þarf að
gera mikið átak í lögum um málefni
fatlaðra, mikilvægast af öllu væri að
hafa fullt samráð við öll þau hags-
munasamtök fatlaðra sem lögin eiga
að ná yfir og taka fullt tillit til sjón-
armiða þeirra við lagasmíðina. Það
verði að teljast til grundvallarskil-
yrða að þjóðfélagið sé byggt upp
með þarfir allra landsmanna í huga.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmað-
ur Samfylkingar, sagði að ef hægt
væri að tala um skammarblett á ís-
lensku þjóðfélagi þá væri það fjár-
hagslegur og að mörgu leyti aðgeng-
islegur aðbúnaður fatlaðra og ör-
yrkja og margra ellilífeyrisþegi, sér-
staklega þar sem auður og rrkidæmi
Islendinga hefði vaxið hröðum
skrefum á undanförnum áratugum.
Hann sagði stærsta verkefni stjórn-
málamanna í næstu framtíð vera að
bæta hag öryrkja og fatlaðra. „Ör-
yrkjar hafa rekið einhverja harð-
drægustu og þróttmestu kjara- og
mannréttindabaráttu sem átt hefur
sér stað um langt skeið. Baráttu sem
vakið hefur aðdáun með þjóðinni og
virðist njóta víðtæks stuðnings, enda
almenn og útbreidd skoðun að þjóð
sem ekki hefur burði til að standa
þannig við bakið á þeim sem minnst
hafa verji ekki skattfénu til flottræf-
ilsháttar á erlendri grund. Minnis-
varði þeirrar ríkisstjórnar sem farið
hefur með völdin undanfarin áratug
er dapurlegt merki um skilnings-
leysi og ranglæti. Þennan minnis-
varða er forgangsverkefni að rífa
niður og færa mannréttindi og kjör
öryrkja í eitt skipti fyrir öll til sann-
gjarns og eðlilegs horfs.“
Sektir fyrir að leggja í bflastæði
fyrir fatlaða
Að loknum framsöguerindum voru
fyrirspurnir úr sal og bar þar helst á
málum er varða aðgengi, atvinnu,
menntun og kjör öryrkja og fatlaðra.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður
Samfylkingar, og Sigurlín Margrét
Sigurðardóttir, frá Frjálslynda
flokknum.
„Sjálfsbjörg ætti næst að
bjóða ráðherrum á fund og
taka þá í kennslustund um
hvernig líf fatlaðra og ör-
yrkja er í raun og veru. Þeir
hefðu gott af því að heyra
reynslusögur þeirra."
Margir höfðu á orði að stjórnmála-
menn ættu að mæta sem oftast á
fundi hjá Sjálfsbjörg til að fylgjast
með þeirra baráttu. Þórir Karl Jón-
asson, formaður Sjálfsbjargar á höf-
uðborgarsvæðinu, sagði frá því að
skipuð hefði verið nefnd á síðasta
ári sem falið var að kanna hvort taka
ætti upp sektir á þeim stöðum þar
sem lagt er í bílastæði fyrir fatlaða.
Hann sagði að farið hefði verið fram
á það við allar verslanir og þjón-
ustufyrirtæki á landinu að teknar
yrðu upp sektir þess efnis. „Samtök
verslunar- og þjónustu vildu hins
vegar ekki vera með á þeim forsend-
um að það myndi styggja viðskipta-
vini frá ef teknar yrðu upp sektir á
einkalóðum." Þórir Karl sagði þetta
viðhorf meira en lítið undarlegt og
nefndi sem dæmi að í Bandaríkjun-
um væru háar sektir við því að legg-
ja í bílastæði ætluð fötluðum. „Hér
á landi kostar það 2.500 krónur, en
það er bara ekki virt. Ég vil skora á
þá þingmenn sem hér eru að sett
verði í lög þess efnis að einkaaðilar
verði skyldaðir til að taka upp sektir
á einkalóðum.“
Lög er banna mismunun
Amór Pétursson, formaður Sjálfs-
bjargar lsf„ sagði afar brýnt að lag-
færa lífeyrismál fatlaðra og öryrkja.
„Ef fatlaðir hafa ekki í sig og á þá
fara þeir ekkert út og taka ekki virk-
an þátt í þjóðfélaginu. Og þá er til
lítils að tala um menntamál eða að-
gengismál.“ Hann bað þingmenn
um að kynna sér þær tillögur sem
Sjálfsbjörg hefði lagt fram varðandi
umbætur í lífeyrismálum, sem
tryggðu að fatlaðir gætu orðið virkir
þjóðfélagsþegnar. Arnór sagði að
þrátt fyrir að ýmislegt hefði áunnist í
baráttu fatlaðra og öryrkja þá væri
enn mörgu ábótavant. Hann sagði
að viðhorfsbreyting þyrfti að verða í
þjóðfélaginu þar sem mannréttindi
þessa hóps væru virt. „Nú er ofar-
lega í umræðunni að setja þurfi lög
er banna mismunun, sambærileg lög
og eru í Bandaríkjunum, þar sem
mjög strangt er tekið á þessum mál-
um. Ef það er t.d. opnuð sjoppa í
Bandaríkjunum þar sem ekki er að-
gengi fyrir fatlaða og ég kæmi þang-
að í hjólastólnum mínum, þá gæti ég
hringt á næstu lögreglustöð og
sjoppunni yrði lokað á stundinni og
það yrðu himinháar sektir. Þess
vegna spyr ég ykkur ágæta unga fólk
hvort þið væruð tilbúin að sam-
þykkja lög hér á Islandi sem banna
mismunun?“
Lærdómsríkur fundur
Fulltrúar stjómmálaflokkanna sögð-
ust vera reiðubúnir að kynna sér bet-
ur málefni fatlaðra og hvað þyrfti að
gera til að koma á úrbótum. Þeir
voru sammála um að rétt væri að
taka upp sektir þar sem ófatlaðir
legðu í bflastæði fyrir fatlaða. Jafn-
framt voru þeir jákvæðir í garð laga
sem bönnuðu alla mismunun. Mis-
munun í garð fatlaðra væri mann-
réttindabrot sem bæri að stöðva.
„Ég er ekki þingmaður en ég verð að
segja að það er mér mikil hvatning
að verða þingmaður eftir að hafa
hlustað á ykkur,“ sagði Katrín Jak-
obsdóttir. „Mér finnst þetta hafa ver-
ið gríðarlega lærdómsrrkur fundur
20