Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Blaðsíða 5
Klifur
Samkomulag Sjálfsbjargar og Skeljungs:
Afsláttur á eldsneyti
fyrir hreyfihamlaba
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra og Skeljungur hf. hafa
náð samkomulagi um að veita
handhöfum „stæðiskorta“ sjálfsaf-
greiðsluafslátt af eldsneyti í fullri
þjónustu á Shellstöðvunum um allt
land.
Afslættinum verður stjórnað á
þann hátt að þeir sem hafa fengið út-
hlutað stæðiskorti hjá sýslumanni
eða lögreglustjóra vegna hreyfi-
hömlunar geta sótt um Vildarkort
hjá Skeljungi en þurfa að láta fylgja
með umsókninni ljósrit af stæð-
iskortinu til að fá afsláttinn skráðan
á kortið. Umsóknareyðublöð fyrir
Shell vildarkort liggja frammi á
Shellstöðvunum og hægt er að senda
umsóknir í pósti til Skeljungs hf.
eða inn á næstu Shell stöð.
Handhafar stæðiskorta sem fram-
vísa Shell vildarkorti munu fá af-
greitt eldsneyti í fullri þjónustu á
sjálfsafgreiðsluafslætti á milli kl.
7.30 og 19.30, þar sem eingöngu er
boðið upp á þjónustu fram til kl.
19.30 á kvöldin. Afslátturinn verður
reiknaður sjálfkrafa út auk þess sem
vildarpunktar færast á viðkomandi í
Handhafar ,,stœðiskorta“ fá sjálfsaf-
greiðsluafslátt af eldsneyti ífullri
þjónustu á Shellstöðvunum um allt
land.
Vildarkerfi Flugleiða.
Rétt er að geta þess að Sjálfsbjörg
er að vinna í því að ná sambærilegu
samkomulag við önnur olíufélög í
landinu þ.e.a.s. Esso og Olís. Ekki
hefur skort vilja fyrirtækjanna fyrir
slíku samkomulagi en ýmsir tækni-
legir örðugleikar hafa hins vegar
verið í veginum. Um leið og slrkt
samkomulag hefur náðst við önnur
olíufélög mun það verða kynnt fyrir
félagsmönnum Sjálfsbjargar.
Sumarferð Flækjufótar
Ferðaklúbburinn Flækjufót-
ur stendur fyrir sumarferð
á tímabilinu 10.-27. ágúst
n.k. Farið verður með Norrænu
til Danmerkur og Færeyja. Dval-
ið verður í Danmörku í eina viku
í litlu þorpi, Vandel, sem er stutt
frá Lególandi. Keyrt verður
þaðan og ýmsir markverðir staðir
skoðaðir, m.a. er gert ráð fyrir að
skreppa dagsferð til Þýskalands. í
Færeyjum verður dvalið á Hótel
Runnavík.
Skráning er hafin í þessa 18
daga ferð með nýju Norrænu.
Með í ferð verður sérútbúin rúta
með lyftu. Allar uppl. veittar í
síma 898-2468.
Þess má geta að Flækjufótur á
tíu ára afmæli á þessu ári.
Sjálfsbjörg, lsf.
Nýr upplýsinga-
og félagsmála-
fulltrúi
Nýr upplýsinga- og félags-
málafulltrúi hóf störf hjá
Sjálfsbjörg, lsf. í febrúar
sl. Nýi starfsmaðurinn, sem tek-
ur við af Björgu Arnadóttur, heit-
ir Arndís Guðmundsdóttir og
starfaði áður sem fræðslufulltrúi
hjá Krabbameinsfélagi Reykja-
víkur. Arndís er fædd árið 1966
og er með próf frá Háskóla Is-
lands í mannfræði og kynjafræði
með uppeldis- og menntunar-
fræði sem aukagrein.
Auk starfsins hjá Krabba-
meinsfélagi Reykjavíkur hefur
Amdís starfað sem kennari og að
ýmsum verkefnum fyrir Guð-
mund Magnússon og Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur, prófess-
ora við Háskóla Islands. Hún
hefur auk þess fengist við dans-
kennslu hjá Jazzballettskóla Báru
og er með VI. stigs próf í píanó-
leik frá Nýja tónlistarskólanum.
Um leið og Sjálfsbjörg býður
Arndísi hjartanlega velkomna til
starfa og óskar henni velfarnaðar
vilja samtökin þakka fráfarandi
félagsmálafulltrúa, Björgu Árna-
dóttur, sem nú hverfur til annarra
starfa, kærar þakkir fyrir frábæra
og gefandi, en því miður allt of
stutta, starfstíð hjá samtökunum.
Sigurður Einarsson.
framkvæmdastjóri.
5