Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 28
26
liðsvinnu eftir hernámið 10. maí 1940. Á árunum eftir 1930 og
allt fram að stríðsbyrjun geisaði kreppan hér á landi eins og í
öðrum löndum, með verðhruni á útflutningsafurðum og skorti á
vörum frá útlöndum, gríðarlegu atvinnuleysi sem bitnaði harðast
á verkafólki í bæjum og þorpum allt í kringum landið. Í Reykjavík
ráfaði atvinnulaust fólk um göturnar svo hundruðum skipti.
Skorturinn var mörgum svo sár að lá við hungursneyð meðal fjöl-
skyldna atvinnulausra verkamanna. Hjálparsamtök settu á fót
súpueldhús hingað og þangað um bæinn til að forða fátæku fólki
frá algjörum skorti. Kalt var í illa eða óeinangruðum húsum þar
sem innflutningur á kolum var lítill og annað eldsneyti af skorn-
um skammti. Það litla sem barst til landsins var dýrt og engir pen-
ingar til að kaupa fyrir.
Gróskan sem sett hafði svip á þjóðlífið fyrstu áratugi tuttugustu
aldarinnar hvarf á einum degi í skugga kreppunnar. Gleðin og
bjartsýnin gufuðu upp, en í staðinn kom depurð og reiði, sem
grúfði yfir eins og óveðursský, ráðalaus almenningur horfði á at-
vinnuleysið lama samfélagið og sundra fátækum fjölskyldum án
þess að fá nokkuð að gert.
Fróðleiksmoli
Á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík 7. júlí 1932 kom til mikilla óeirða
þegar það spurðist út að bæjarstjórn ætlaði ekki að taka afstöðu til
tillagna um atvinnubætur. Mannfjöldinn reyndi að brjótast inn í
fundarsalinn, sem var varinn af lögreglu. Í kjölfarið voru nokkrir
menn handteknir. Hinum handteknu var fljótlega sleppt og bæj-
arstjórn samþykkti 30. júlí að hafnar yrðu atvinnubætur fyrir allt
að 100 manns.
„Júlí 1932.
723 atvinnuleysingjar með 2462 á framfæri.
Forsaga málsins er þessi: Að undanförnu hefur verið mjög mik-
ið atvinnuleysi í Reykjavík, bæði hjá verkamönnum og sjómönn-
um. Hafa 723 atvinnuleysingjar komið til skráningar og hafa þeir
2462 menn á framfæri sínu. Samkvæmt athugun sem atvinuleysis-
nefndir verkalýðsfélaganna létu gera kom í ljós að þeir dags-
brúnarmenn 447 að tölu sem nú eru skráðir atvinnulausir, hafa
haft í meðaltekjur frá 1. janúar til 4. júlí kr. 695,63 eða um 110 kr
á mánuði. Meðalhúsaleiga þessara manna hefur verið kr. 66,99 á