Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 30
28
Fróðleiksmoli
Fólk og búfé í Fellshreppi frá 1703
Á þeim tíma þegar landbúnaður, sauðfjárrækt, var nær eini at-
vinnuvegurinn varð sveitin að brauðfæða sitt fólk, ella flosnaði það
upp og fór á vergang eða á framfæri sveitarinnar.
Í sveitum landsins er hægt að meta lífsafkomuna lengi framan af
með því að bera saman mannfjölda og sauðfjárfjölda. Á tímabilinu
1709–1891 þrefaldast fólksfjöldinn í Fellshreppi án þess að neinar
sérstakar framfarir eigi sér stað í nýrækt eða öðrum jarðabótum, auk
þess eiga sér ekki stað neinar verulegar breytingar í heyjaöflun, ef
undan er skilin tilkoma skosku ljáanna undir lok tímabilsins. Hvað
einn maður getur heyjað mikið sumarlangt er takmörkum háð. Jafn-
vel þótt jarðir hefðu verið bættar, þá gat hver maður ekki heyjað fyrir
fleira fé árið 1891 en 1709 svo nokkru næmi. Hvernig stendur þá á
þessari fjárfjölgun? Svarið er einfalt, fólkinu fjölgar, fleiri hendur
koma til starfa og afrakstur þeirra er meiri. Til að brauðfæða þrefalt
fleira fólk þarf að auka framleiðsluna þrefalt og það tekst.
En hvað með kjörin, batna þau?
Árið 1709 eru 7,5 kindur á hvern íbúa og 1891 eru enn 7,5 kindur
á hvern íbúa. Af þessu sést að framleiðslan heldur aðeins í við fólks-
fjölgunina, afkoman stendur í stað. Í manntali Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns frá árinu 1703 teljast í Fellshreppi 14 býli og meðalfjöldi
fólks á heimili er þá 5,5 á meðan meðalfjöldi á heimili á landinu öllu
er 6,66.
Ef stöplaritið hér að ofan er skoðað sést að fæst er fólkið í hreppn-
um árið 1709 eftir bóluna, því hefur fækkað um 36% á sex árum. Í
Búfjárfjöldi á hvern íbúa í Fellshreppi
0
5
10
15
20
25
1709 1891 1957
fjö
ld
i
ár
Fé
Nautgripir
0
1000
2000
3000
4000
5000
6000
7000
Heyjaöflun í Fellshreppi; hestar.
Taða
Úthey
0
50
100
150
1703 1709 1870 1958
ár
Fólksfjöldi í Fellshreppi