Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 31
29
kjölfarið á sér stað veruleg hnignun eins og sést á því að 6 býli, flest
kostarýrar hjáleigur, falla úr ábúð:
Þorsteinsstaðir: Hjáleiga frá Þrúðardal, kemst aftur í ábúð skömmu
síðar, en fellur endanlega úr ábúð 1728–1729.
Garðakot: Hjáleiga frá Felli, kemst aldrei í ábúð á ný.
Miðhlíð: Hjáleiga frá Felli, er fljótlega aftur komin í ábúð og er
það til 1758–1759 en ekki eftir það.
Efra-Fell: Hjáleiga frá Felli, kemst aftur í ábúð kringum 1769 og er
nær óslitið í ábúð fram yfir 1800.
Stóra Fjarðarhorn: Kemst í ábúð fljótlega eftir bóluna og er í
byggð samfellt síðan.
Það tekur 100 ár að jafna sig eftir þessi áföll, en síðan vex fólks-
fjöldinn samfellt til 1870 þegar fólksfjöldinn í hreppnum er mestur2
frá upphafi, þaðan í frá fækkar fólki aftur. Fólksfjölgunin fram til
1870 er í samræmi við fjölgunina á landinu öllu.
Búfjárfjöldi á hvern mann er mælikvarði á lífsafkomu og afköst í
landbúnaði. Hér að ofan er samanburðartafla sem sýnir búfjárfjölda
á hvern íbúa.
Á tímabilinu 1891–1957 vex sauðfjárfjöldi á hvern íbúa um 300%,
sem er mælikvarði á afkomu. Hér verður að geta þess að myndin
sýnir vetrarfóðraðar kindur, en á þessu tímabili vex frjósemi fjárins
úr því að vera eitt lamb undan kind í að verða 1,5 lömb undan kind
árið 1957 og enn til viðbótar hefur fallþungi nær tvöfaldast á tímabil-
inu. Þannig hefur hagur bænda batnað umtalsvert meira heldur en
sem nemur fjölgun fjárins. Að sama skapi sést að áhersla á nautgripa-
rækt er lítil, kýr eru aðeins til heimilisnota.3
Búfjárfjöldi á hvern íbúa í Fellshreppi
0
5
10
15
20
25
1709 1891 1957
fjö
ld
i
ár
Fé
Nautgripir
0
1000
2000
3000
4000
5000
6000
7000
Heyjaöflun í Fellshreppi; hestar.
Taða
Úthey
0
50
100
150
1703 1709 1870 1958
ár
Fólksfjöldi í Fellshreppi