Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 35
33
Kristín Jónsdóttir, vinnukona (stundum skráð húskona)
Þorgeir Sigurðsson, smiður (bróðir föður míns)9
Kristbjörg Pálsdóttir, hans kona (systir mömmu)
Magnús; Ingimar; óskírt meybarn; börn Þorgeirs og Krist-
bjargar
Sólrún Guðbjartsdóttir
Kári Sumarliðason, húsmaður
Helga Jasonardóttir, hans kona
Jóhann; Maríus; börn Kára og Helgu.
Mamma ólst upp á Víðidalsá við öll venjuleg störf eins og þá
tíðkaðist. Hún fer í Húsmæðraskólann á Blönduósi og lýkur það-
an námi árið 1927.10 Húsmæðraskólarnir voru mjög merkar stofn-
anir, sem vel mætti kalla „háskóla heimilanna“, því að með til-
komu þeirra breyttist heimilishald í landinu til hins betra. Ég veit
ekki hvernig ferðum mömmu er háttað eftir húsmæðraskólann
annað en að hún mun hafa dvalið í Reykjavík um hríð. Mér er þó
alls ókunnugt um hvað hún aðhafðist þar.
Það sem næst er að finna í skjölum er að árið 1938 er hún flutt
að Stóra-Fjarðarhorni11 til pabba og þau eiga von á barni þegar
vetrar.
Fróðleiksmoli
Stóra-Fjarðarhorn
Um hana segir í Jarðabók Á. M. frá 1703:
„Jarðardýrleiki 16 hundruð. Jarðareigendur að 10 hundruðum
Ingibjörg Bjarnadóttir á Skálanesi, að 6 hundruðum Margrét
Jónsdóttir eiginkona Jóns Jónssonar að Ytra Felli á Fellsströnd, og
sömu eigendur voru anno 1702 og 1703. Jörðin er þetta ár í eyði.
Landskuld hefur verið fyrrum og allt til bólunnar á parti Ingi-
bjargar 70 álnir, á parti Margrétar 30 álnir. Hefur betalast í
landaurum12. Leigukúgildi hafa verið fyrrum og allt til bólunnar á
parti Ingibjargar stundum 3 og stundum 4, á parti Margrétar 2.
Leigur hafa betalast í smjöri heim. Kvaðir hafa öngvar verið. Sum-
arhagar eru góðir og sæmilega víðlendir. Útigangur á vetur í betra
lagi. Silungsveiði hefur verið fyrrum góð í Þrúðardalsá, en nú er
hún lítil og hverful. Grasatekja að nokkru gagni. Reki kann nokk-
ur að vera ef til vill, en skjaldan að miklum riðum. Selveiði varla