Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 37
35
RbD. en í endurmatinu 1861 er hún metin á 11,8 hundruð. Í fast-
eignamatinu 1817 er jörðin metin svo: Landverð 33 hundruð,
húsaverð 26 hundruð, umbætur 6 hundruð = 65 hundruð.
Í jarðamati frá 1930 (19) segir m.a. að tún sé stórt og gott allt
slétt 5.8 ha. 310 hesta. Engjar séu góðar og greiðfærar og gefa af
sér 400 hesta. Beit góð og snjólétt, vetrarbeit.
Áhöfn: 5 kýr, 9 hross, 200 fjár.
Möguleg áhöfn: 5 kýr, 9 hross, 200 fjár.
Jörðin var metin þannig: Landverð 53 hundruð, húsaverð 92
hundruð, alls = 145 hundruð.
Jarðarmatið 1957 telur landverð 18.000, húsaverð 31.200, alls
49.200. Jörðin er í eyði 1709, en miðað við aðrar jarðir um hversu
miklu hún ætti að geta framfleytt má ætla að matið gæti verið að
þar gætu fóðrast 2 kýr, 70 ær og 2 hestar. Ef við berum þetta saman
við hvað jörðin gat framfleytt 1930, þá sjáum við raunverulegar
framfarir á jörðinni:
1709 2 kýr, 70 ær, 2 hestar
1930 5 kýr, 220 ær, 9 hestar
Mism. 3 kýr, 150 ær, 7 hestar
Hafa þarf í huga, að þessar framfarir eiga sér stað frá aldamót-
um 1900 og fram til 1930, en sáralítið fyrir þann tíma.
Fróðleiksmoli
Sama ætt hefur setið í Stóra-Fjarðarhorni í 172 ár.
Jón Tómasson/Guðný Gísladóttir 1844–1863; foreldrar Sigríð-
ar Jónsdóttur ljósmóður
Guðný Gísladóttir 1863–1865; ekkja eftir Jón Tómasson
Þórður Sigurðsson/Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir 1865–1883
Sigríður Jónsdóttir, ljósmóðir 1883–1888, bjó þar með börnum
sínum
Jón Þórðarson/Anna Margrét Bjarnadóttir 1888–1903, sonur
Sigríðar Jónsdóttur ljósmóður
Sigurður Þórðarson/ Kristín Kristjánsdóttir 1903–1932, sonur
Sigríðar Jónsdóttur ljósmóður
Jón Sigurðsson/María Samúelsdóttir 1932–1975, sonur Sigurð-
ar Þórðarsonar
Sigríður Sigurðardóttir /Alfreð Halldórsson 1932–1955, dóttir
Sigurðar Þórðarsonar