Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 39
37
yrði formlega frá kaupsamningum, það er ekki fyrr en löngu síðar
að Sigurður Sigurðsson í Hvítadal gengur í það að gengið sé frá
kaupunum á milli þeirra bræðra og í þakklætisskyni þá gefur afi í
Stóra-Fjarðarhorni honum helminginn af Hvítadal.16 Torfi greið-
ir áfram leigu af sínum helmingi, en að afa látnum kaupir hann
sinn helming af jörðinni af dánarbúinu. Verðið mun hafa verið
mjög hagstætt.17
Í dag, 2016, á Sigurrós Kristín Sigurðardóttir hálfa jörðina
Hvítadal í Saurbæ.
Nýbýlið Undraland
Á hlaðinu í Stóra-Fjarðarhorni á þorra 1938.
Kollafjörðurinn ísilagður út fyrir Seltanga og þrálátur lága-
renningurinn af ísilögðum firðinum byrgir útsýn hið neðra svo
það þarf að ganga dágóðan spöl uppfyrir bæinn til að sjá yfir
skafrenninginn til næstu bæja handan fjarðarins.
Ískaldur norðan næðingurinn þrengir sér inn um hverja smugu
og úti við eru aðeins þeir sem þurfa að sinna fénaði, vandlega
dúðaðir og mjakast eins og móruðar fatahrúgur niður bæj-
arhólinn og hverfa í skafrenninginn.
Það er mannmargt í Stóra-Fjarðarhorni 1938 enda tvíbýli og
umsvifin mikil í búskapnum.
Í sálnaregistrið frá þessu ári eru skráðir 18 í heimili:
Alfreð Halldórsson bóndi
Sigríður Sigurðardóttir, kona hans
Sigríður, Halldór og Samúel, börn Alfreðs og Sigríðar
Sigurður Þórðarson, fyrrverandi bóndi
Kristín Kristjánsdóttir, kona hans
Jón Sigurðsson bóndi
María Samúelsdóttir, bústýra (skráð ráðskona 1937)
Gísli og Jónas, börn Jóns og Maríu
Þórður Sigurðsson, vinnumaður og póstur
Valdimar Sigurðsson
Hjörtur Sigurðsson vinnumaður
Sigríður Pálsdóttir
Óskírt barn Hjartar og Sigríðar
Friðrik Bjarnason, 16 ára vinnumaður hjá Alfreð