Strandapósturinn - 01.06.2018, Side 41
39
Land þetta er frá þessum degi hans eign ásamt úr óskiptri beit
í Stóra Fjarðarhornslandi, handa þremur kúm, þremur hrossum
og 50–60 sauðfjár. Matsverð áætlað kr. 1500,00.
Til staðfestu eiginhandarnafn mitt undirritað, viðurvist
tveggja vitundarvotta.
Stóra Fjarðarhorni 20. september 1938
Sigurður Þórðarson
Vitundarvottar:
Stefán Pálsson
Jóhannes Bergsveinsson
Með þessu skjali eru fyrirheit gefin fyrir næstu tuttugu ár.
Þegar árið 1939 gengur í garð er Páll bróðir fæddur, undirbún-
ingur framkvæmda á Undralandi kominn af stað og framundan
er gifting:
„Christian hinn Tíundi, af guðs náð konungur Íslands og Dan-
merkur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stór-
mæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldinborg,
Gjörum kunnugt: Að vér samkvæmt þegnlegri umsókn þar um
hérmeð viljum leyfa, að ungfrú Sigríður Pálsdóttir Stóra-
Fjarðarhorni og herra Hjörtur Sigurðsson s.st. megi án undanfar-
andi lýsingar, gefa saman í heimahúsum af hverjum þeim presti,
er þau þartil kjósa og þartil fá. En þjónandi prestum þjóðkirkj-
unnar er einum heimilt að framkvæma hjónavígsluna, svo og lög-
giltum prestum eða forstöðumönnum annarra hérlendra trúfé-
laga.
Vígslumennirnir eiga að ábyrgjast, að hjónavígslan fari löglega
fram, og einnig sjá um, að ekkert það sé fyrir hendi, er hjóna-
bandinu megi tálma að lögum.
Útgefið í Reykjavík þann 3. ágúst 1939.
Undir vort konunglega innsigli.
Eftir allramildilegastri skipun Hans hátignar konungsins.