Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 46
44
gæti staðið undir raftinum og hinn ofaná þegar sagað var og þá
drógu þeir sögina til skiptis hvor á móti öðrum.
Áður en sögun hófst þurfti að marka fyrir sagarfarinu, svo allt
væri beint og rétt sagað. Það var þannig gert að band var lagt í
sótvatn og þegar það hafði sótast nægjanlega vel, þá var það lagt
á raftinn, bundið lóð í báða enda, þannig að bandið strengdist vel
yfir raftinn endilangan og þegar búið var að stilla bandið af í hæfi-
legt sagarfar var bandinu lyft upp í miðjunni og látið skella niður
og þá myndaðist þetta líka fína sótfar eftir endilöngum raftinum,
bandið var þá fjarlægt og því komið aftur fyrir í sótfötunni og
sögun hófst. Ég man hvað mér fannst þetta vonlítið verk, þar sem
pabbi barðist um með sögina á einhverjum raftinum og mjakaðist
áfram með hraða snigilsins og svo allur staflinn ósagaður til hlið-
ar. En einhvern veginn tókst þetta allt saman með elju og þraut-
seigju, raftastaflinn lækkaði smátt og smátt og ilmandi og fallegur
plankastaflinn hlóðst upp á móti.
Oft varð að gera hlé á söguninni til þess að brýna sögina, því
tennurnar vildu sljóvgast ótrúlega fljótt í sandbornum viðnum. Þá
var sest inn í geymslu, sögin skorðuð á milli fótanna og hver sagar-
tönn brýnd með þar til gerðri þjöl. Brýning á sög var bæði þolin-
mæðisverk og vandaverk, sem ekki var öllum lagið, en pabbi hafði
gott lag á þessu verki og því beit sögin ætíð vel hjá honum sem
auðveldaði starfið.
Það var ekki andskotalaust að koma sér upp húsi á þessum
árum, eins og þið sjáið, ekkert Byko eða Húsasmiðja til að fara í
og kaupa viðeigandi tegund af timbri, enda engir peningar til að
kaupa fyrir.
Verkaskipting á heimilinu
Verkaskipting heima á Undralandi var hefðbundin að flestu leyti,
mamma réð innan dyra og pabbi utandyra, þannig hafði þetta
verið í gegnum tíðina og þannig voru hlutirnir enn víða á Íslandi.
Pabbi sá um allar gegningar, bæði á fé og kúm, mjólkaði kýrnar
kvölds og morgna alla daga ársins, nema þegar hann var útífrá í
vinnu og komst ekki heim í tæka tíð til mjalta, þá mjólkaði
mamma, annars mjólkaði hún aldrei í annan tíma.