Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 47
45
Sameiginlega stóðu þau að heyskap, rúningi og ýmsum öðrum
störfum, en samt sem áður var verkaskiptingin tiltölulega fasmót-
uð og hefðbundin.
Í sveitinni mjólkuðu konur kýrnar kvölds og morgna á öllum
bæjum nema á Undralandi. Það þótti dálítið merkilegt að pabbi
skyldi láta það yfir sig ganga að sinna þessu „kvenmannsverki“, en
mamma hafði vægast sagt lítið dálæti á kúm, jafnvel óttaðist þær
frekar en hitt.
Við bræður vorum látnir taka til hendinni strax og kraftar
leyfðu. Fyrstu verkin voru einföld, að gefa hænsnunum, dæla
vatni, moka flór, reka kýr í sumarhaga, rifja og raka heyi og svo
framvegis. En eftir því sem aldurinn færðist yfir óx fjölbreytni
starfanna, og kringum tíu ára aldur fékk maður sitt orf og sinn ljá
og fór að slá eins og „almennilegir karlmenn“.
Konur slógu aldrei með orfi og ljá í Kollafirði, þeirra verk var
að raka og rifja.
Ekki er mér kunnugt um hvernig meiriháttar ákvarðanir voru
teknar á Undralandi, hversu pabbi og mamma höfðu mikið sam-
ráð um hlutina, en víða tíðkaðist það enn, um og eftir miðja tutt-
ugustu öld og lengi eftir það, að karlar ákváðu hlutina einir og
réðu ferðinni án þess að ráðgast mikið við konuna.
Fróðleiksmoli
„Sjötta hjáleigan í Fellslandi21 hefur þar verið og er kölluð Hamar.
Reiknuð 8 hundruð af heimajörðinni. Ábúandinn Jón Guðlaugs-
son. Landskuld hefur verið 60 álnir, en nokkur ár allt til bólunnar
hefur hún verið 40 álnir, nú síðan um bóluna 30 álnir.
Hefur betalast fyrrum, fyrir bóluna, og eftir hana í óákveðnum
landaurum. Við til húsa leggur ábúandi og á að fá betaling. Leig-
ukúgildi hafa verið fyrrum, næst fyrir bóluna og nú eftir hana 4.
Leigur betalast í smjöri heim eða skikkast öðrum. Kúgildi upp-
yngir landsdrottinn. Kvaðir öngvar fyrrum né nú. Kvikfénaður
þar 2 kýr, 1 vetrungur, 1 kálfur,19 ær, 13 lömb, 2 hross, 2 folöld.
Þar kann að fóðrast 2 kýr, 18 ær, 8 lömb, 1 hestur. Heimilismenn
3. Túnið spillist af aurlækjum. Vatnsból þrýtur í harðindum, og er
þá illt til vatns. Annað er sama með heimajörðinni.“22
Fell er og hefur alltaf verið stór og kostamikil jörð og hefur
áður fyrr haft margar hjáleigur eins og þá var siður. Hjáleigur