Strandapósturinn - 01.06.2018, Qupperneq 50
48
Þessi landakaup munu vera tilkomin með þeim hætti að pabbi
vann við viðgerðir á íbúðarhúsinu á Felli24 og voru vinnulaunin
greidd með ofangreindu landi. Þetta voru mikil happaskipti, því
Stekkjareyrin og Sýkið var kostaland, gjöfult og þægilegt til hey-
skapar þannig að frá vori 1950 lagðist útheysheyskapur af á
Undralandi.
Undirritaður hefur ekki séð kaupsamninginn, en samkvæmt
afsalsbréfinu hefur hann verið gerður og honum vafalaust verið
þinglýst eins og lög mæltu fyrir um. Allavega hefur aldrei ríkt
neinn ágreiningur um eignaraðild á þessu landi. Með þessum
kaupum og byggingu útihúsa samkvæmt teikningu frá 1939, sem
lauk 1952 eða 1953, hefst seinasti kaflinn í búsetu okkar á Undra-
landi, sem stóð til ársins 1958.
Vélakostur til búskapar á Undralandi var aldrei neinn, ef und-
an er skilinn vörubíll, Chevrolet árgerð 1938, sem notaður var til
allskyns flutninga á vegum búsins og svo í vegagerð þegar hún var
í boði.
Flest árin var slegið með orfi og ljá og heyið þurrkað, en sein-
ustu árin var samið við nágranna, sem áttu traktor með sláttuvél.
Fram yfir 1952 var allt hey þurrkað, en um það leyti gekk vot-
heystímabilið í garð, og eftir það var aðeins þurrkað smávegis fyr-
ir kýr til að hafa með votheyi sem varð aðalfóðrið. Votheystímabil-
ið gekk svo hratt í garð að bændur áttu í fyrstu engar gryfjur til að
verka votheyið í, en þá voru oft slegin upp bárujárnsbyrgi eða
heyhlöðum breytt í gryfjur þar sem hægt var að koma því við. Með
votheyinu breyttist margt, heyskapurinn varð auðveldari og meiri,
sem aftur leiddi til þess að hægt var að fjölga fé á mörgum bæjum,
sem hafði jákvæð áhrif á efnahaginn. Á Undralandi eins og annars
staðar varð votheysverkunin allsráðandi, en vegna þess að hey-
skaparland var takmarkað og stækkunarmöguleikar engir þá
leiddi votheysverkunin ekki til stækkunar á bústofni, sem var und-
ir það síðasta þrjár kýr og um sjötíu kindur.
Hlunnindi voru ekki teljandi á Undralandi ef undan er skilinn
smávegis reki, sem nýttur var til eldiviðar og svo silungsveiði í lag-
net, sem var til nokkurra búdrýginda yfir sumarmánuðina. Hins
vegar barst oft á vorin rauðmagi, selur og kofa utan frá Broddanesi
þegar vel veiddist þar, allt þetta nýmeti var kærkomin tilbreyting