Strandapósturinn - 01.06.2018, Qupperneq 53
51
Heimilisfólk og gestakomur
Eins og áður segir þá bjuggu foreldrar mínir fyrst í Stóra-
Fjarðarhorni og þar fæddist þeim elsta barnið, Páll, í desember
1938. Þegar íbúðarhúsið á Undralandi verður íbúðarhæft 1940
flytja þau þangað og þar fæðist ég, Jón, vorið 1944, Hreinn 1946
og Sigmar 1952.
Þetta var fjölskyldan á Undralandi.
Þrátt fyrir að húsið á Undralandi væri hvorki stórt né rismikið
utan frá séð var það „ótrúlega stórt að innan“, því á árunum
1943–1951 býr Þórður bróðir pabba þar í stofunni með konu
sinni, Hallfríði Jónsdóttur.
Þau flytja frá Undralandi að Þrúðardal þegar hann losnar 1951.
Skólinn í Fellshreppi var farskóli, ýmist á einstökum bæjum
eða í samkomuhúsinu í Stóra-Fjarðarhorni. Þegar skólinn var í
samkomuhúsinu, bjó kennarinn oft á Undralandi þannig að við
þjöppuðum okkur þá saman í stofuna og svefnherbergið meðan
kennarinn hafði aðsetur í „vestur herberginu“ (nefnt geymsla á
teikningu) og eitt vorið, 1956, var meira að segja skólinn í stof-
unni á Undralandi. Það er ekki ofmælt að oft hafi verði þröngt
setinn bekkurinn, en á þessum tíma var fólk ekki óvant því að búa
þröngt og gerði það, sama hvort þurfti að greiða úr fyrir einhverj-
um í húsnæðisvandræðum eða leysa húsnæðisvandamál farskól-
ans.
Það var oft gestkvæmt á Undralandi, sveitungar litu við ættu
þeir erindi og svo komu aðrir lengra að.
Minnisstæður er Ástar-Brandur sem flakkaði um og seldi hnífa,
greiður og ýmsan smávarning og þáði viðurgerning þar sem hann
kom hverju sinni. Okkur krökkunum fannst hann dálítið ískyggi-
legur og höfðum varann á okkur þegar hann bar að garði. Oftast
var eitthvað verslað við hann, til dæmis keypti pabbi forláta
skeiðarhníf af honum, sem enn er til, en auk þess bæði greiður og
lúsakamba. Ástar-Brandur var þekktur fyrir skringilega skræki,
sem hann nýtti sér til tekjuöflunar, það er að segja að hann rak í
þessa sérkennilegu skræki gegn greiðslu. Skrækirnir voru misdýr-
ir, veglegastir og jafnframt dýrastir voru krónu skrækirnir.
Annar eftirminnilegur gestur af allt öðru sauðahúsi, sem kom
stundum í heimsókn að sumri til, var Einar Olgeirsson alþingis-
maður. Hann var sanntrúaður sósíalisti og mjög harður í barátt-