Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 56
54
ingu var drifið í að tína saman flögurnar og þeim hreykt, sem fólst
í því að þeim var raðað upp í sívala hrauka, sem mjókkuðu upp,
líkt og vörður og breiddur hessianstrigi yfir. Væru þær ekki orðn-
ar fullþurrar þá var breitt úr þeim aftur þegar þornaði til og enn
hreykt fyrir næstu rigningu. Þannig gekk þetta uns móflögurnar
höfðu náð að þorna að fullu, en þá voru þær fluttar heim og kom-
ið fyrir í geymslu. Vinnan við hálfþurran og þurran móinn var
ekki góð, öll vit fylltust af móryki nasirnar og augun fylltust og
maður þrjóskaðist bölvandi og ragnandi áfram þangað til lokið
var að hreykja eða flytja hann heim í geymslu. Maður var ekki
spurður, bara lét sig hafa það, þetta var verk sem þurfti að vinna
og undan því varð ekki vikist. Kapp var lagt á að eiga nægan mó
fyrir veturinn þannig að sem minnst þyrfti að nota af kolum, sem
voru helst notuð til að „skerpa á“ eins og kallað var. Kolin voru
líka góð þegar kaldast var til að halda hita í hýbýlum manna.
Félagslíf
Á grundinni neðan við Stóra-Fjarðarhorn stóð samkomuhúsið,
járnklætt timburhús með dálitlum sal og sviði og í öðrum endan-
um var afhólfað herbergi fyrir Lestrarfélagið.28
Þetta var félagsheimili sveitarinnar, en þar voru starfandi eftir-
farandi félög:
Ungmennafélag, slysavarnafélag og lestrarfélag. Á hverjum vetri var
skemmtun á vegum ungmennafélagsins og svo önnur skemmtun
á vegum slysavarnafélagsins. Á vegum ungmennafélagsins voru
einnig íþróttamót á sumrin þar sem keppt var í ýmsum greinum.
Á veturna voru stundum sett upp leikrit auk þess sem haldnar
voru að minnsta kosti tvær árlegar vetrarskemmtanir. Þær hófust
með kaffiveislu og svo var dansað á eftir langt fram á nótt.
Ungmennafélagið stóð fyrir einum eða tveimur sumardansleikj-
um og voru þeir alltaf fjölsóttir. Árlegir fundir í ungmennafé-
laginu voru nokkrir og fjölsóttir, því þá sóttu yfirleitt allir skráðir
félagsmenn í hreppnum. Ég minnist þess að stundum var tekist á
um stefnu og áherslur þar sem meiningamunur var gjarnan á
milli yngri og eldri félagsmanna, eins og gengur og gerist.
Slysavarnafélagið hafði ekki eins mikil umsvif og ungmennafé-
lagið, en vetrarskemmtun var ætíð haldin með svipuðu sniði og